- reykingar
- fjölskyldusaga um æðakölkun
- sykursýki
- of hár blóðþrýstingur
- offita
- karlmenn eru líklegri en konur að fá hjartasjúkdóma
- streita
- of lítil hreyfing
Æðakölkun í heila getur leitt til blóðtappa í heila eða heilablæðingar (heilablóðfall). Stundum skýst lítill blóðtappi upp í heilann og veldur einkennum sem hverfa yfirleitt innan sólarhrings. Einnig geta margir litlir blóðtappar borist til heila og leiða þá til varanlegrar skerðingar á andlegu atgervi. Þess háttar skerðing er ákveðin tegund af elliglöpum. Æðakölkun í slagæðum fótanna leiðir yfirleitt til heltikasta (Claudikatio intermittens), það er verkja í kálfum sem verða vegna blóðþurrðar á viðkomandi svæði. Verkirnir koma fram þegar fólk gengur en hverfa við hvíld. Ef um mjög slæma æðakölkun er að ræða getur hún leitt til sáramyndunar og jafnvel dreps í tám. Þegar læknir greinir sjúkdóminn byggir hann fyrst og fremst á sjúkrasögunni. Til frekari stuðnings eru gerðar viðeigandi rannsóknir með tilliti til hvert grunurinn beinist, til dæmis hjartalínurit, tölvusneiðmynd af höfði eða ómskoðun af æðum ganglima. Rétt er að leita læknis ef einstaklingur telur sig hafa einkenni æðakölkunar. Hann fer þá yfir málin og metur hvort þörf sé á frekari rannsóknum eða meðferð. Ef meðferð er hafin snemma getur það dregið úr þróun æðakölkunar. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvað gerir hjartað og hvað veldur hjartaáfalli? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hvernig er hringrás blóðsins? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hvað er blóðtappi? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Er hægt að eyða eða minnka æðakölkun, sem þegar er komin, með hreyfingu? eftir Önnu Dagnýju Smith
Þetta svar er lítillega breyttur texti af vefnum Doktor.is og birt með góðfúslegu leyfi.