Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru hjarta- og æðasjúkdómar?

Doktor.is

Til hjarta- og æðasjúkdóma teljast sjúkdómar í slagæðum líkamans og eru þeir yfirleitt af völdum æðakölkunar. Slagæðar flytja blóð mettað súrefni og næringu til vefja líkamans. Við æðakölkun þrengjast æðarnar og minna magn blóðs kemst til vefjanna. Það leiðir til súrefnisskorts á viðkomandi svæðum.

Æðakölkun byrjar að myndast um tvítugt og ágerist með árunum. Eftirfarandi þættir auka líkurnar á æðakölkun:
  • reykingar
  • fjölskyldusaga um æðakölkun
  • sykursýki
  • of hár blóðþrýstingur
  • offita
  • karlmenn eru líklegri en konur að fá hjartasjúkdóma
  • streita
  • of lítil hreyfing

Einkenni æðakölkunar fara eftir því hvaða æðar líkamans eiga í hlut en algengast er að þau komi frá hjarta, heila eða fótum.

Engin einkenni fylgja vægri æðakölkun í kransæðum. Við svæsnari kölkun geta komið fram brjóstverkir hugsanlega með leiðni út í vinstri handlegg. Kransæðastífla getur orðið við alvarlega æðakölkun.

Alvarleg æðakölkun í kransæð getur leitt til kransæðastíflu. Stíflist kransæð getur hún ekki gegnt sínu hlutverki og flutt vöðvanum næringu og súrefni. Sé ekkert að gert deyr sá hluti vöðvans sem stíflaða æðin flutti blóðð til.

Æðakölkun í heila getur leitt til blóðtappa í heila eða heilablæðingar (heilablóðfall). Stundum skýst lítill blóðtappi upp í heilann og veldur einkennum sem hverfa yfirleitt innan sólarhrings. Einnig geta margir litlir blóðtappar borist til heila og leiða þá til varanlegrar skerðingar á andlegu atgervi. Þess háttar skerðing er ákveðin tegund af elliglöpum.

Æðakölkun í slagæðum fótanna leiðir yfirleitt til heltikasta (Claudikatio intermittens), það er verkja í kálfum sem verða vegna blóðþurrðar á viðkomandi svæði. Verkirnir koma fram þegar fólk gengur en hverfa við hvíld. Ef um mjög slæma æðakölkun er að ræða getur hún leitt til sáramyndunar og jafnvel dreps í tám.

Þegar læknir greinir sjúkdóminn byggir hann fyrst og fremst á sjúkrasögunni. Til frekari stuðnings eru gerðar viðeigandi rannsóknir með tilliti til hvert grunurinn beinist, til dæmis hjartalínurit, tölvusneiðmynd af höfði eða ómskoðun af æðum ganglima.

Rétt er að leita læknis ef einstaklingur telur sig hafa einkenni æðakölkunar. Hann fer þá yfir málin og metur hvort þörf sé á frekari rannsóknum eða meðferð. Ef meðferð er hafin snemma getur það dregið úr þróun æðakölkunar.

Mynd:


Þetta svar er lítillega breyttur texti af vefnum Doktor.is og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

4.12.2008

Síðast uppfært

5.11.2024

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Doktor.is. „Hvað eru hjarta- og æðasjúkdómar?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2008, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50567.

Doktor.is. (2008, 4. desember). Hvað eru hjarta- og æðasjúkdómar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50567

Doktor.is. „Hvað eru hjarta- og æðasjúkdómar?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2008. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50567>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru hjarta- og æðasjúkdómar?
Til hjarta- og æðasjúkdóma teljast sjúkdómar í slagæðum líkamans og eru þeir yfirleitt af völdum æðakölkunar. Slagæðar flytja blóð mettað súrefni og næringu til vefja líkamans. Við æðakölkun þrengjast æðarnar og minna magn blóðs kemst til vefjanna. Það leiðir til súrefnisskorts á viðkomandi svæðum.

Æðakölkun byrjar að myndast um tvítugt og ágerist með árunum. Eftirfarandi þættir auka líkurnar á æðakölkun:
  • reykingar
  • fjölskyldusaga um æðakölkun
  • sykursýki
  • of hár blóðþrýstingur
  • offita
  • karlmenn eru líklegri en konur að fá hjartasjúkdóma
  • streita
  • of lítil hreyfing

Einkenni æðakölkunar fara eftir því hvaða æðar líkamans eiga í hlut en algengast er að þau komi frá hjarta, heila eða fótum.

Engin einkenni fylgja vægri æðakölkun í kransæðum. Við svæsnari kölkun geta komið fram brjóstverkir hugsanlega með leiðni út í vinstri handlegg. Kransæðastífla getur orðið við alvarlega æðakölkun.

Alvarleg æðakölkun í kransæð getur leitt til kransæðastíflu. Stíflist kransæð getur hún ekki gegnt sínu hlutverki og flutt vöðvanum næringu og súrefni. Sé ekkert að gert deyr sá hluti vöðvans sem stíflaða æðin flutti blóðð til.

Æðakölkun í heila getur leitt til blóðtappa í heila eða heilablæðingar (heilablóðfall). Stundum skýst lítill blóðtappi upp í heilann og veldur einkennum sem hverfa yfirleitt innan sólarhrings. Einnig geta margir litlir blóðtappar borist til heila og leiða þá til varanlegrar skerðingar á andlegu atgervi. Þess háttar skerðing er ákveðin tegund af elliglöpum.

Æðakölkun í slagæðum fótanna leiðir yfirleitt til heltikasta (Claudikatio intermittens), það er verkja í kálfum sem verða vegna blóðþurrðar á viðkomandi svæði. Verkirnir koma fram þegar fólk gengur en hverfa við hvíld. Ef um mjög slæma æðakölkun er að ræða getur hún leitt til sáramyndunar og jafnvel dreps í tám.

Þegar læknir greinir sjúkdóminn byggir hann fyrst og fremst á sjúkrasögunni. Til frekari stuðnings eru gerðar viðeigandi rannsóknir með tilliti til hvert grunurinn beinist, til dæmis hjartalínurit, tölvusneiðmynd af höfði eða ómskoðun af æðum ganglima.

Rétt er að leita læknis ef einstaklingur telur sig hafa einkenni æðakölkunar. Hann fer þá yfir málin og metur hvort þörf sé á frekari rannsóknum eða meðferð. Ef meðferð er hafin snemma getur það dregið úr þróun æðakölkunar.

Mynd:


Þetta svar er lítillega breyttur texti af vefnum Doktor.is og birt með góðfúslegu leyfi....