Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 27 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er blóðtappi?

Blóðtappi er blóð sem storknað hefur í æð og getur stíflað hana. Þá fær vefjasvæðið sem æðin sér um að veita blóði til ekki nægilegt súrefni og deyr. Ef þetta gerist í kransæð er talað um kransæðastíflu eða hjartaáfall og afleiðingin er hjartadrep. Gerist þetta aftur á móti í heilanum er talað um heilaáfall eða he...

category-iconLæknisfræði

Hver eru einkenni blóðtappa í fæti?

Áður hefur verið fjallað um blóðtappa í hægra og vinstra heilahveli í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er blóðtappi? Í blóðinu eru efni og ferlar sem stjórna því að blóð storknar þegar á þarf að halda, til dæmis til að loka sári og til að hindra útbreiðslu sýkingar. Blóð getur þó einnig stor...

category-iconLæknisfræði

Er eitthvað til í fréttum um að getnaðarvarnarpillan Yasmin geti valdið blóðtappa?

Nýlega hafa birst fréttir af tilfellum um blóðtappa, og jafnvel dauðsfalla í kjölfarið, sem hugsanlega megi rekja til notkunar á getnaðarvarnarpillunni Yasmin. Það skal tekið fram að enn á eftir að rannsaka þessi tilfelli betur áður en upplýst er hver orsök þeirra er. Enn eru engar rannsóknir sem benda til þess að...

category-iconLæknisfræði

Hvað er gyllinæð og hvernig er hægt að losna við hana?

Gyllinæð (e. hemorrhoids) er þrútin bláæð (æðahnútur) í endaþarmi eða endaþarmsopi og finnst sem þykkildi. Bæði er til innri og ytri gyllinæð. Innri gyllinæð er inni í endaþarminum undir þekju endaþarmsopsins. Ef hún rifnar blæðir úr endaþarmsopinu en slíkt gerist iðulega við hægðir. Ytri gyllinæð er í húðinni nál...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um arfgeng heilablóðföll?

Heilablóðfall eða heilaslag getur stafað af tveimur meginorsökum. Annars vegar er um að ræða svokallað heiladrep þegar fyrirstaða eins og blóðtappi verður í einni af heilaslagæðunum. Af því leiðir að það heilasvæði sem æðin liggur til fær ekki þá næringu og súrefni sem það þarfnast og deyr í kjölfarið. Hin...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru hjarta- og æðasjúkdómar?

Til hjarta- og æðasjúkdóma teljast sjúkdómar í slagæðum líkamans og eru þeir yfirleitt af völdum æðakölkunar. Slagæðar flytja blóð mettað súrefni og næringu til vefja líkamans. Við æðakölkun þrengjast æðarnar og minna magn blóðs kemst til vefjanna. Það leiðir til súrefnisskorts á viðkomandi svæðum. Æðakölkun b...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju líður yfir fólk og hvað gerist í líkamanum sem veldur yfirliðinu?

Það líður yfir fólk vegna tímabundins skorts á blóði og þar með súrefni til heilans. Þegar það gerist missir fólk meðvitund í skamma stund. Ólíkt því sem gerist við flog endurheimtar fólk sem hefur fallið í yfirlið árvekni fljótlega eftir að meðvitund næst aftur. Margt getur leitt til þess að það dregur tímabu...

category-iconLæknisfræði

Hver eru tengsl miltisstækkunar við hjarta- og æðasjúkdóma?

Miltað tilheyrir vessakerfi líkamans og er staðsett vinstra megin í kviðarholinu fyrir neðan rifbeinin. Það gegnir ýmsum hlutverkum og má lesa nánar um starfsemi þess í svari sama höfundar við spurningunni: Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess?. Hér sést vel hversu mikið miltað getur stækkað v...

category-iconLæknisfræði

Hvernig kyngjum við og af hverju eigum við stundum erfitt með að kyngja?

Á hverjum degi kyngir maður um 1500 ml af mat og drykk auk munnvatns, sem er mælt á annan lítra á sólarhring. Fjöldi kynginga á dag er talinn vera um 600; 200 kyngingar fara fram við neyslu matar og drykkjar, og um 400 án þess að einhvers sé neytt samhliða, þar af 350 á daginn og 50 á nóttunni. Eðlileg kyngin...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur of mikið estrógen á karlmenn?

Það er eðlilegt að karlar framleiði estrógen í einhverju mæli, bæði örlítið í nýrnahettum en einnig í eistum. Talið er að estrógen sé nauðsynlegt fyrir frjósemi karla og rannsóknir sýna að það hefur áhrif á vatns- og jónajafnvægi í þekjuvef innri æxlunarfæra og þroskun sáðfrumna. Það er aftur á móti ekki eðlilegt...

category-iconNæringarfræði

Hvað er næring í æð?

Næring í æð er þegar vökva sem inniheldur lífsnauðsynleg næringarefni er veitt í bláæð í líkamanum, einkum svo að orku- og prótínþörf sé fullnægt, en einnig þörf fyrir fitu, kolvetni, vítamín og steinefni. Þörf fyrir þessi efni er breytileg eftir sjúklingum og þarf að taka tillit til aðstæðna hvers og eins, meðal ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er táknmál myndað eins og önnur mál í vinstra heilahvelinu?

Það var á 19. öld, nánar tiltekið árið 1861, sem franski læknirinn Paul Broca (1824-1880) lýsti því yfir að við töluðum með vinstra heilahvelinu og að lítið svæði aftarlega og neðarlega í heilanum stýrði tali. Þetta heilasvæði fékk síðar nafnið Broca-svæði. Sjúklingarnir tveir sem Broca byggði fullyrðingu sína á g...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur efedrín haft hættuleg áhrif á fólk?

Í aldanna rás hefur jurtin ma huang verið notuð í kínverskum lækningum. Jurtin, sem oftast er nefnd ephedra á erlendum tungumálum, inniheldur meðal annars efedrín sem er virkasta innihaldsefnið. Efedrín er að finna í mörgum fæðubótarefnum sem markaðssett eru fyrir fólk sem vill grennast og fólk sem er að leita að ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju gagnast það íþróttamönnum að sprauta í sig blóði í miðri keppni og er það leyfilegt?

Rauðkornin í blóði flytja súrefni um líkamann. Vöðvar þurfa súrefni til starfsemi sinnar. Það er mikilvægt fyrir íþróttamenn, einkum þá sem stunda greinar sem krefjast góðs úthalds og þols, að vera með nægilegt blóð, nánar tiltekið rauð blóðkorn, til að koma nægilegu súrefni til vöðvanna. Með hærri súrefnismettun ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er gáttatif?

Gáttatif (e. atrial fibrillation) er rafleiðnitruflun í leiðslukerfi hjartans. Hjartað hefur innra leiðslukerfi sem stjórnar hjartsláttartíðni og takti. Í hverjum hjartslætti færist boðspenna frá toppi til botns hjartans og veldur því að það dregst saman og dælir blóði. Undir eðlilegum kringumstæðum er hjartsl...

Fleiri niðurstöður