Sólin Sólin Rís 09:59 • sest 17:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:19 • Sest 11:34 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:02 • Síðdegis: 18:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:21 • Síðdegis: 24:23 í Reykjavík

Hvernig kyngjum við og af hverju eigum við stundum erfitt með að kyngja?

Ársæll Jónsson og Bryndís Guðmundsdóttir

Á hverjum degi kyngir maður um 1500 ml af mat og drykk auk munnvatns, sem er mælt á annan lítra á sólarhring. Fjöldi kynginga á dag er talinn vera um 600; 200 kyngingar fara fram við neyslu matar og drykkjar, og um 400 án þess að einhvers sé neytt samhliða, þar af 350 á daginn og 50 á nóttunni.

Eðlileg kynging er framkvæmd af kyngingarvöðvum. Hún hefst með snöggri hreyfingu tungu aftur að koki, gómboginn lyftist aftur á við og lokar fyrir nefhol, raddböndin dragast saman, barkaopið færist fram og lokar fyrir öndunarveg, kokið slakar á og við tekur efsti hluti vélindans sem opnast þannig að fæðan eða munnvatnið geti haldið áfram niður vélindað. Munni er lokað um leið og kyngt er og öndunin stöðvast á meðan.

Kynging er flókin hreyfing og er ekki að fullu skilin. Hún er talin stjórnast af fjórum heilataugum sem taka við boðum frá skynfærum í munnholi og stýra hreyfingum vöðva í tungu, koki og vélinda frá taugakjörnum í mænukylfu. Það er vitað að þessi stig kyngingar taka ívið lengri tíma eftir sexugt án þess að það valdi erfiðleikum nema að fleira komi til.Í kennslubókum eru kyngingarörðugleikar skilgreindir sem óþægindi, verkur eða þrengslatilfinning í koki innan 15 sekúndna frá því að kynging hefst. Þessi skilgreining er gagnleg til að greina á milli kyngingarvanda af öðrum toga svo sem brjóstsviða, nábíts, „kökks“ í hálsi, eða þrengsla neðar í vélinda, en þá situr fæðan oftast föst eftir að við kyngjum. Einstaklingur sem á við kyngingarörðugleika að etja finnur þó ekki alltaf fyrir þessum óþægindum heldur getur fengið hóstakast strax eftir að fæðu eða drykkjar hefur verið neytt.

Kyngingarörðugleikar geta orðið vegna slappleika í tungunni sem veldur því að erfitt er að byrja eðlilegt kyngingarviðbragð með snöggri hreyfingu aftur á við. Lélegar gervitennur og slæmt ástand tanna getur haft áhrif og einnig getur slappleiki eða lömun í koki valdið því að barkakýlið lyftist lítið, of seint eða alls ekki. Ef kyngingarörðugleikar eru til staðar og einstaklingur heldur áfram að borða, er hætta á að matur fari ofan í barka og okkur svelgist á. Kynging getur brugðist skyndilega eins og við heilaáfall. Skiptir þá litlu máli hvort heilaáfallið hafi orðið í mænukylfu eða í öðru hvoru heilahveli.

Algengt er að minnkuð munnvatnsframleiðsla valdi erfiðleikum við kyngingu. Munnvatnskirtlarnir breytast með aldri en það á ekki að draga úr magni munnvatnsins. Hins vegar er algengt að lyf dragi úr framleiðslu þess og valdi munnþurrki. Nokkrir sjúkdómar geta valdið því sama og einnig má nefna að kvíðakast getur dregið úr framleiðslu munnvatns, einkum hjá ungu fólki. Aðrir sjúkdómar, eins og Parkinsonsjúkdómur, valda kyngingarörðugleikum og munnvatn getur þá safnast fyrir í munni og valdið vanda.

Hjá fólki með taugasjúkdóma getur greiningin á kyngingarörðleikum verið flókin. Hreyfimyndatækni með skuggaefni er þá notuð til að mynda hreyfingu koksins og þverfaglegt teymi (taugalæknir, háls- nef- og eyrnalæknir, talmeinafræðingur) þarf að koma að greiningu vandans og ákveða meðferð.

Viðeigandi meðferð er valin eftir greiningu á kyngingarörðugleikum. Oft getur verið nóg að breyta áferð fæðunnar, svo sem að hakka eða mauka fæðu og þykkja drykki. Ef litlar hreyfingar eða engar eru í koki við kyngingu er stundum ákveðið að gefa næringu í gegnum slöngu. Þar sem kyngingarörðugleikar ganga stundum til baka, hvort sem er að hluta eða að öllu leyti, er kyngingarmat endurmetið eftir þörfum.

Ítarefni:
  • M.A. Crary og M.E. Groher. 2003. Adult Swallowing Disorders. Butterworth Heinemann.
  • Jeri A. Logemann. 1998. Evaluation and Treatment of Swallowing Disorders. 2. útg. Proed.
  • William F. Ganong. 1993. Review of Medical Physiology. 16. útg. Prentice-Hall International Inc.
  • J.Grimley Evans, T. Franklin Williams, B. Lynn Beattie, J-P. Michel og G.K. Wilcock (ritstj.). 2000. Oxford Textbook of Geriatric Medicine. 2. útg. Oxford University Press.
  • Derek Doyle, Geoffrey W.C. Hanks og Neil MacDonald (ritstj). 1997. Oxford Textbook of Palliative Medicine. Oxford University Press.

Mynd: dysphagiaonline.com. Sótt 21. 02. 2008.


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Get ég fengið upplýsingar um kyngingarörðugleika hjá öldruðum?

Höfundar

lyf- og öldrunarlæknir á Landakoti og dósent við tannlæknadeild HÍ

Bryndís Guðmundsdóttir

talmeinafræðingur

Útgáfudagur

28.2.2008

Spyrjandi

Ólöf Ragnheiður Guðbjörnsdóttir

Tilvísun

Ársæll Jónsson og Bryndís Guðmundsdóttir. „Hvernig kyngjum við og af hverju eigum við stundum erfitt með að kyngja?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2008. Sótt 4. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=7108.

Ársæll Jónsson og Bryndís Guðmundsdóttir. (2008, 28. febrúar). Hvernig kyngjum við og af hverju eigum við stundum erfitt með að kyngja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7108

Ársæll Jónsson og Bryndís Guðmundsdóttir. „Hvernig kyngjum við og af hverju eigum við stundum erfitt með að kyngja?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2008. Vefsíða. 4. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7108>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig kyngjum við og af hverju eigum við stundum erfitt með að kyngja?
Á hverjum degi kyngir maður um 1500 ml af mat og drykk auk munnvatns, sem er mælt á annan lítra á sólarhring. Fjöldi kynginga á dag er talinn vera um 600; 200 kyngingar fara fram við neyslu matar og drykkjar, og um 400 án þess að einhvers sé neytt samhliða, þar af 350 á daginn og 50 á nóttunni.

Eðlileg kynging er framkvæmd af kyngingarvöðvum. Hún hefst með snöggri hreyfingu tungu aftur að koki, gómboginn lyftist aftur á við og lokar fyrir nefhol, raddböndin dragast saman, barkaopið færist fram og lokar fyrir öndunarveg, kokið slakar á og við tekur efsti hluti vélindans sem opnast þannig að fæðan eða munnvatnið geti haldið áfram niður vélindað. Munni er lokað um leið og kyngt er og öndunin stöðvast á meðan.

Kynging er flókin hreyfing og er ekki að fullu skilin. Hún er talin stjórnast af fjórum heilataugum sem taka við boðum frá skynfærum í munnholi og stýra hreyfingum vöðva í tungu, koki og vélinda frá taugakjörnum í mænukylfu. Það er vitað að þessi stig kyngingar taka ívið lengri tíma eftir sexugt án þess að það valdi erfiðleikum nema að fleira komi til.Í kennslubókum eru kyngingarörðugleikar skilgreindir sem óþægindi, verkur eða þrengslatilfinning í koki innan 15 sekúndna frá því að kynging hefst. Þessi skilgreining er gagnleg til að greina á milli kyngingarvanda af öðrum toga svo sem brjóstsviða, nábíts, „kökks“ í hálsi, eða þrengsla neðar í vélinda, en þá situr fæðan oftast föst eftir að við kyngjum. Einstaklingur sem á við kyngingarörðugleika að etja finnur þó ekki alltaf fyrir þessum óþægindum heldur getur fengið hóstakast strax eftir að fæðu eða drykkjar hefur verið neytt.

Kyngingarörðugleikar geta orðið vegna slappleika í tungunni sem veldur því að erfitt er að byrja eðlilegt kyngingarviðbragð með snöggri hreyfingu aftur á við. Lélegar gervitennur og slæmt ástand tanna getur haft áhrif og einnig getur slappleiki eða lömun í koki valdið því að barkakýlið lyftist lítið, of seint eða alls ekki. Ef kyngingarörðugleikar eru til staðar og einstaklingur heldur áfram að borða, er hætta á að matur fari ofan í barka og okkur svelgist á. Kynging getur brugðist skyndilega eins og við heilaáfall. Skiptir þá litlu máli hvort heilaáfallið hafi orðið í mænukylfu eða í öðru hvoru heilahveli.

Algengt er að minnkuð munnvatnsframleiðsla valdi erfiðleikum við kyngingu. Munnvatnskirtlarnir breytast með aldri en það á ekki að draga úr magni munnvatnsins. Hins vegar er algengt að lyf dragi úr framleiðslu þess og valdi munnþurrki. Nokkrir sjúkdómar geta valdið því sama og einnig má nefna að kvíðakast getur dregið úr framleiðslu munnvatns, einkum hjá ungu fólki. Aðrir sjúkdómar, eins og Parkinsonsjúkdómur, valda kyngingarörðugleikum og munnvatn getur þá safnast fyrir í munni og valdið vanda.

Hjá fólki með taugasjúkdóma getur greiningin á kyngingarörðleikum verið flókin. Hreyfimyndatækni með skuggaefni er þá notuð til að mynda hreyfingu koksins og þverfaglegt teymi (taugalæknir, háls- nef- og eyrnalæknir, talmeinafræðingur) þarf að koma að greiningu vandans og ákveða meðferð.

Viðeigandi meðferð er valin eftir greiningu á kyngingarörðugleikum. Oft getur verið nóg að breyta áferð fæðunnar, svo sem að hakka eða mauka fæðu og þykkja drykki. Ef litlar hreyfingar eða engar eru í koki við kyngingu er stundum ákveðið að gefa næringu í gegnum slöngu. Þar sem kyngingarörðugleikar ganga stundum til baka, hvort sem er að hluta eða að öllu leyti, er kyngingarmat endurmetið eftir þörfum.

Ítarefni:
  • M.A. Crary og M.E. Groher. 2003. Adult Swallowing Disorders. Butterworth Heinemann.
  • Jeri A. Logemann. 1998. Evaluation and Treatment of Swallowing Disorders. 2. útg. Proed.
  • William F. Ganong. 1993. Review of Medical Physiology. 16. útg. Prentice-Hall International Inc.
  • J.Grimley Evans, T. Franklin Williams, B. Lynn Beattie, J-P. Michel og G.K. Wilcock (ritstj.). 2000. Oxford Textbook of Geriatric Medicine. 2. útg. Oxford University Press.
  • Derek Doyle, Geoffrey W.C. Hanks og Neil MacDonald (ritstj). 1997. Oxford Textbook of Palliative Medicine. Oxford University Press.

Mynd: dysphagiaonline.com. Sótt 21. 02. 2008.


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Get ég fengið upplýsingar um kyngingarörðugleika hjá öldruðum?
...