Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:32 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:52 í Reykjavík

Hvað er gáttatif?

Þórdís Kristinsdóttir

Gáttatif (e. atrial fibrillation) er rafleiðnitruflun í leiðslukerfi hjartans.

Hjartað hefur innra leiðslukerfi sem stjórnar hjartsláttartíðni og takti. Í hverjum hjartslætti færist boðspenna frá toppi til botns hjartans og veldur því að það dregst saman og dælir blóði. Undir eðlilegum kringumstæðum er hjartsláttartíðnin undir stjórn sínushnútar (e. sinoatrial node), eða gangráðs. Hann er staðsettur í hægri gátt hjartans og er gerður úr sérhæfðum hjartavöðvafrumum sem mynda boðspennu. Gangráðurinn stjórnar svokölluðum sínustakti hjartans sem er eðlilegur hjartsláttur sem sést á hjartalínuriti (EKG), sem P-bylgja, QRS-komplex og T-bylgja. Boðspenna frá gangráði færist hratt um gáttir hjartans og veldur því að þær dragast saman og dæla blóði niður í slegla. Á milli gátta og slegla hjartans er veggur úr þéttum vef sem stöðvar leiðni þar á milli, og þarf boðspennan því að fara í gegnum sérstakar frumur í skiptahnút (e. AV-node) til þess að komast niður í slegla og valda samdrætti þeirra.

Boðspennuvirkni getur hafist utan sínushnútar, oft við rætur lungnabláæða (e. pulmonary veins), og ef þessi boðspenna verður yfirsterkari boðspennumyndun sínushnútar getur það valdið svokölluðu gáttatifi, það er hröðum samdrætti gátta.

Gáttasamdrátturinn endar ekki alltaf með samdrætti slegla og hjartslætti, en til þess þarf boðspennan að fara um skiptahnút hjartans. Gáttatif veldur því að minna blóð berst niður í slegla og þar með minna útfalli hjartans (það er hjartað dælir minna blóði í hverju slagi). Ef öll boðspenna sem myndast í gáttum í gáttatif berst niður í gáttir veldur það alvarlegu ástandi sem kallast sleglahraðsláttur (e. ventricular tachycardia).

Í gáttatifi hefjast rafboð ekki í sínushnútnum heldur berast tíð, óregluleg rafboð frá mismunandi stöðum í gáttinni. Aðeins hluti boðanna frá gáttunum berst yfir til slegla og framkalla samdrátt og því verður púlsinn óreglulegur og dælugeta hjartans getur skerðist. Gáttatif er oftast greint með hjartalínuriti.

Gáttatif er algengasta viðvarandi hjartsláttartruflunin og er einnig algengasti fylgikvillinn eftir hjartaaðgerðir. Gáttatif getur komið fram hjá fólki með annars heilbrigt hjarta, þá er talað um stakt gáttatif og sést það helst hjá yngra fólki. Gáttatif er þó algengara hjá fólki með hjartasjúkdóma, svo sem kransæðasjúkdóm eða háþrýsting og eykst tíðnin með aldri. Gáttatif kemur gjarnan í köstum (e. paroxysmal atrial fibrillation) með eðlilegum sínustakti á milli. Ef gáttatif varir lengur en í 6 mánuði er sagt að ástandið sé viðvarandi eða krónískt.

Greining gáttatifs byggist oftast á hjartalínuriti, EKG, sem einkennist helst af skorti á skýrum P-bylgjum og óreglu á hraða sleglasamdráttar. Oftast nægir EKG til þess að greina gáttatif, að því gefnu að sjúklingurinn sé með gáttatif þegar að ritið er tekið, en líkt og áður sagði getur það komið í köstum með eðlilegum hjartslætti inn á milli.

Gáttatif getur verið einkennalaust en oftar koma fram einkenni sem eru þá helst skert úthald, hjartsláttaróþægindi og jafnvel hjartabilunareinkenni, en sjúklingar með hjartabilun þola gáttatif sérstaklega illa.

Gáttatif getur haft alvarlegar afleiðingar eins og minna útfall hjarta og blóðsegamyndun í gáttum sem getur meðal annars valdið heilablóðfalli og blóðsegareki til lungna.

Meðferð við gáttatifi miðar að því að endurheimta og viðhalda sínustakti hjartans. Meðferðarmöguleikar eru lyfjameðferð, rafvending, gervigangráður og svokölluð Maze-aðgerð.

Lyfjameðferð miðast við að koma í veg fyrir gáttatif og efla samdráttarkraft hjartans og viðhalda þannig útfalli hjartans og blóðflæði til vefja. Mælt er með blóðþynnandi meðferð, sérstaklega fyrir einstaklinga sem eiga í sérstakri hættu á segamyndun til dæmis vegna háþrýstings, sykursýki eða sögu um heilablóðfall.

Rafvending er mikið notuð aðferð þar sem hjartastuði er beitt til þess að koma á sínustakt í hjartanu.

Gervigangráður getur stjórnað hjartslætti einstaklinga með rafspennu. Rafskaut eru þrædd eftir æðum inn í hjartað og tengjast hægri hjartahólfum og í sumum tilvikum einnig vinstri slegli. Skautin nema rafvirkni hjartans og verði hjartsláttur óeðlilegur grípur gervigangráðurinn inn í og kemur á sínustakti á ný.

Í Maze-aðgerð er myndaður örvefur á ákveðnum svæðum hjartagátta, til dæmis með frystingu, bruna eða rafbylgjum, og þannig er komið í veg fyrir rafleiðni á þeim svæðum sem valda gáttatifinu. Hægt er að framkvæma Maze í gegnum lítil göt með aðstoð holsjár myndavélar en bestur árangur fæst ef hún er framkvæmd í opinni skurðaðgerð. Opin hjartaaðgerð er mikið inngrip og slíkum aðgerðum er aðeins beitt í þeim tilvikum sem önnur meðferð dugar ekki og að því gefnu að einstaklingur þoli aðgerðina. Einstaklingar með gáttatif eru oft með fleiri hjartasjúkdóma svo sem skemmdir í hjartalokum eða kransæðastíflu, og í þeim tilvikum er Maze-aðgerð oft framkvæmd samfara öðrum hjartaaðgerðum þegar þeirra er þörf.

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.11.2013

Spyrjandi

Stefán Björnsson

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er gáttatif?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2013. Sótt 20. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=27855.

Þórdís Kristinsdóttir. (2013, 28. nóvember). Hvað er gáttatif? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=27855

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er gáttatif?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2013. Vefsíða. 20. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=27855>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er gáttatif?
Gáttatif (e. atrial fibrillation) er rafleiðnitruflun í leiðslukerfi hjartans.

Hjartað hefur innra leiðslukerfi sem stjórnar hjartsláttartíðni og takti. Í hverjum hjartslætti færist boðspenna frá toppi til botns hjartans og veldur því að það dregst saman og dælir blóði. Undir eðlilegum kringumstæðum er hjartsláttartíðnin undir stjórn sínushnútar (e. sinoatrial node), eða gangráðs. Hann er staðsettur í hægri gátt hjartans og er gerður úr sérhæfðum hjartavöðvafrumum sem mynda boðspennu. Gangráðurinn stjórnar svokölluðum sínustakti hjartans sem er eðlilegur hjartsláttur sem sést á hjartalínuriti (EKG), sem P-bylgja, QRS-komplex og T-bylgja. Boðspenna frá gangráði færist hratt um gáttir hjartans og veldur því að þær dragast saman og dæla blóði niður í slegla. Á milli gátta og slegla hjartans er veggur úr þéttum vef sem stöðvar leiðni þar á milli, og þarf boðspennan því að fara í gegnum sérstakar frumur í skiptahnút (e. AV-node) til þess að komast niður í slegla og valda samdrætti þeirra.

Boðspennuvirkni getur hafist utan sínushnútar, oft við rætur lungnabláæða (e. pulmonary veins), og ef þessi boðspenna verður yfirsterkari boðspennumyndun sínushnútar getur það valdið svokölluðu gáttatifi, það er hröðum samdrætti gátta.

Gáttasamdrátturinn endar ekki alltaf með samdrætti slegla og hjartslætti, en til þess þarf boðspennan að fara um skiptahnút hjartans. Gáttatif veldur því að minna blóð berst niður í slegla og þar með minna útfalli hjartans (það er hjartað dælir minna blóði í hverju slagi). Ef öll boðspenna sem myndast í gáttum í gáttatif berst niður í gáttir veldur það alvarlegu ástandi sem kallast sleglahraðsláttur (e. ventricular tachycardia).

Í gáttatifi hefjast rafboð ekki í sínushnútnum heldur berast tíð, óregluleg rafboð frá mismunandi stöðum í gáttinni. Aðeins hluti boðanna frá gáttunum berst yfir til slegla og framkalla samdrátt og því verður púlsinn óreglulegur og dælugeta hjartans getur skerðist. Gáttatif er oftast greint með hjartalínuriti.

Gáttatif er algengasta viðvarandi hjartsláttartruflunin og er einnig algengasti fylgikvillinn eftir hjartaaðgerðir. Gáttatif getur komið fram hjá fólki með annars heilbrigt hjarta, þá er talað um stakt gáttatif og sést það helst hjá yngra fólki. Gáttatif er þó algengara hjá fólki með hjartasjúkdóma, svo sem kransæðasjúkdóm eða háþrýsting og eykst tíðnin með aldri. Gáttatif kemur gjarnan í köstum (e. paroxysmal atrial fibrillation) með eðlilegum sínustakti á milli. Ef gáttatif varir lengur en í 6 mánuði er sagt að ástandið sé viðvarandi eða krónískt.

Greining gáttatifs byggist oftast á hjartalínuriti, EKG, sem einkennist helst af skorti á skýrum P-bylgjum og óreglu á hraða sleglasamdráttar. Oftast nægir EKG til þess að greina gáttatif, að því gefnu að sjúklingurinn sé með gáttatif þegar að ritið er tekið, en líkt og áður sagði getur það komið í köstum með eðlilegum hjartslætti inn á milli.

Gáttatif getur verið einkennalaust en oftar koma fram einkenni sem eru þá helst skert úthald, hjartsláttaróþægindi og jafnvel hjartabilunareinkenni, en sjúklingar með hjartabilun þola gáttatif sérstaklega illa.

Gáttatif getur haft alvarlegar afleiðingar eins og minna útfall hjarta og blóðsegamyndun í gáttum sem getur meðal annars valdið heilablóðfalli og blóðsegareki til lungna.

Meðferð við gáttatifi miðar að því að endurheimta og viðhalda sínustakti hjartans. Meðferðarmöguleikar eru lyfjameðferð, rafvending, gervigangráður og svokölluð Maze-aðgerð.

Lyfjameðferð miðast við að koma í veg fyrir gáttatif og efla samdráttarkraft hjartans og viðhalda þannig útfalli hjartans og blóðflæði til vefja. Mælt er með blóðþynnandi meðferð, sérstaklega fyrir einstaklinga sem eiga í sérstakri hættu á segamyndun til dæmis vegna háþrýstings, sykursýki eða sögu um heilablóðfall.

Rafvending er mikið notuð aðferð þar sem hjartastuði er beitt til þess að koma á sínustakt í hjartanu.

Gervigangráður getur stjórnað hjartslætti einstaklinga með rafspennu. Rafskaut eru þrædd eftir æðum inn í hjartað og tengjast hægri hjartahólfum og í sumum tilvikum einnig vinstri slegli. Skautin nema rafvirkni hjartans og verði hjartsláttur óeðlilegur grípur gervigangráðurinn inn í og kemur á sínustakti á ný.

Í Maze-aðgerð er myndaður örvefur á ákveðnum svæðum hjartagátta, til dæmis með frystingu, bruna eða rafbylgjum, og þannig er komið í veg fyrir rafleiðni á þeim svæðum sem valda gáttatifinu. Hægt er að framkvæma Maze í gegnum lítil göt með aðstoð holsjár myndavélar en bestur árangur fæst ef hún er framkvæmd í opinni skurðaðgerð. Opin hjartaaðgerð er mikið inngrip og slíkum aðgerðum er aðeins beitt í þeim tilvikum sem önnur meðferð dugar ekki og að því gefnu að einstaklingur þoli aðgerðina. Einstaklingar með gáttatif eru oft með fleiri hjartasjúkdóma svo sem skemmdir í hjartalokum eða kransæðastíflu, og í þeim tilvikum er Maze-aðgerð oft framkvæmd samfara öðrum hjartaaðgerðum þegar þeirra er þörf.

Mynd:

...