Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Hver eru tengsl miltisstækkunar við hjarta- og æðasjúkdóma?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Miltað tilheyrir vessakerfi líkamans og er staðsett vinstra megin í kviðarholinu fyrir neðan rifbeinin. Það gegnir ýmsum hlutverkum og má lesa nánar um starfsemi þess í svari sama höfundar við spurningunni: Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess?.Hér sést vel hversu mikið miltað getur stækkað vegna óeðlilegs ástands í líkamanum eða vegna sjúkdóms í öðrum líffærum eða líffærakerfum.

Miltað getur stækkað vegna óeðlilegs ástands eða sjúkdóms í öðrum líffærum eða líffærakerfum. Miltisstækkun getur til dæmis verið afleiðing ýmissa sjúkdóma í blóðrásar- eða vessakerfinu, lifrarsjúkdóma, krabbameins eða sýkinga af völdum baktería eða sníkla.

Sem dæmi um sjúkdóma sem geta valdið miltisstækkun má nefna skorpulifur, einkirningasótt (sem er veirusýking), hvítblæði, malaríu (sem sníkill veldur), hjartaþelsbólgu sem stafar af bakteríusýkingu, blóðtappa í bláæð frá lifur eða milta og ýmsa efnaskiptasjúkdóma eins og Gauchers-veiki.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

27.11.2007

Spyrjandi

Arndís Harpa

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hver eru tengsl miltisstækkunar við hjarta- og æðasjúkdóma?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2007. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6928.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 27. nóvember). Hver eru tengsl miltisstækkunar við hjarta- og æðasjúkdóma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6928

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hver eru tengsl miltisstækkunar við hjarta- og æðasjúkdóma?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2007. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6928>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru tengsl miltisstækkunar við hjarta- og æðasjúkdóma?
Miltað tilheyrir vessakerfi líkamans og er staðsett vinstra megin í kviðarholinu fyrir neðan rifbeinin. Það gegnir ýmsum hlutverkum og má lesa nánar um starfsemi þess í svari sama höfundar við spurningunni: Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess?.Hér sést vel hversu mikið miltað getur stækkað vegna óeðlilegs ástands í líkamanum eða vegna sjúkdóms í öðrum líffærum eða líffærakerfum.

Miltað getur stækkað vegna óeðlilegs ástands eða sjúkdóms í öðrum líffærum eða líffærakerfum. Miltisstækkun getur til dæmis verið afleiðing ýmissa sjúkdóma í blóðrásar- eða vessakerfinu, lifrarsjúkdóma, krabbameins eða sýkinga af völdum baktería eða sníkla.

Sem dæmi um sjúkdóma sem geta valdið miltisstækkun má nefna skorpulifur, einkirningasótt (sem er veirusýking), hvítblæði, malaríu (sem sníkill veldur), hjartaþelsbólgu sem stafar af bakteríusýkingu, blóðtappa í bláæð frá lifur eða milta og ýmsa efnaskiptasjúkdóma eins og Gauchers-veiki.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...