Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er malaría og hvernig smitast hún?

Landlæknisembættið

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvernig smitast malaría og hvaða afleiðingar hefur hún?
  • Er búið að finna bóluefni eða lækningu við malaríu?
  • Er hægt að lækna malaríu? Í hverju felst meðferðin?

Malaría er algengur sjúkdómur í heittempruðum löndum og hitabeltislöndum. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er áætlað að um 300 milljón manns smitist árlega af malaríu og leiðir hún til a.m.k. milljón dauðsfalla á ári hverju. Um 90% dauðsfalla eru meðal barna og verst er ástandið í Afríku sunnan Sahara.

Malaría var landlæg sýking í Evrópu en hvarf á seinni hluta 19. aldar. Engar markvissar aðgerðir voru til að útrýma henni, en eyðing votlendis, bætt umönnun dýra, bætt húsakynni og lyf gegn malaríu áttu þátt í að hún er ekki lengur landlægur sjúkdómur. Ekki er vitað til að malaría hafi nokkurn tíma verið landlæg á Íslandi enda eru hér engar moskítóflugur. Hérlendis greinast árlega stöku tilfelli, öll meðal ferðamanna sem koma frá löndum þar sem malaría er landlæg.

Malaríusmit berst með biti moskítóflugna.

Malaría orsakast af frumdýri (protozoa) af ættinni Plasmodium og valda fjórar tegundir malaríu: Plasmodium falciparum, Plasmodiun vivax, Plasmodium ovale og Plasmodium malariae. Algengastar eru P. falciparum og P. vivax og veldur P. falciparum nánast öllum dauðsföllum af völdum malaríu. Plasmodium-frumdýr fjölga sér fyrst í lifur en fara síðan út í blóðið og sýkja rauð blóðkorn þar sem kynlaus fjölgun á sér stað. Blóðkornin springa, frumdýrin losna út í blóðrásina og sýkja önnur rauð blóðkorn. Eftir nokkrar slíkar hringrásir myndast karl- og kvenkyns frumdýr (gametocytes) sem geta borist í moskítófluguna Anopheles þegar hún bítur og sýgur blóð úr sýktum einstaklingi.

Smitið berst með biti Anopheles-moskítóflugunnar. Frumdýrið berst inn í blóðrásina og lífsferill þeirra í mönnum hefst. Smit á sér ekki stað manna á milli. Meðgöngutíminn, það er tími frá því að smit á sér stað þar til einkenni koma fram, er í flestum tilfellum 1–4 vikur, en þessi tími er þó breytilegur eftir því hvaða Plasmodium-frumdýr á í hlut. Meðgöngutíminn getur í undantekningartilfellum teygt sig upp í nokkur ár, þar sem P. ovale og P. vivax geta legið í dvala í lifur árum saman.

Helstu einkenni malaríu eru hitatoppar með köldu og svitakófum, höfuðverkur og beinverkir, niðurgangur og hósti. Sýking með P. falciparum getur leitt til alvarlegra einkenna frá miðtaugakerfi með rugli, meðvitundarleysi og krömpum, önnur alvarleg einkenni falciparum-malaríu eru blóðleysi, truflanir í storkukerfi, miltisstækkun, gula, nýrnabilun og blóðþrýstingsfall. Leiðir hún oft til dauða ef hún er ekki meðhöndluð. Malaría er sérlega hættuleg ófrískum konum.

Greining á sjúkdómnum fæst með smásjárskoðun á blóðsýni. Fjöldi meðferðarmöguleika er fyrir hendi en ónæmi Plasmodium-frumdýra gegn lyfjum er útbreitt vandamál og mismunandi milli landssvæða. Það er nauðsynlegt að hafa þekkingu á ónæmi á því svæði þar sem sjúklingur varð fyrir smiti áður en meðferð er hafin.

Rauð blóðkorn séð með rafeindasmásjá. Blóðkornið á miðri mynd er mjög litlum hnúðum sem eru merki um malaríusýkingu.

Hægt er að draga úr líkum á smiti með því að verja sig gegn biti moskítóflugna. Mestar líkur eru á biti Anopheles-moskítóflugunnar frá sólsetri til sólarupprásar og ber þá að smyrja húðina með áburði sem er fælandi fyrir moskítóflugur, klæðast síðerma skyrtum og buxum með síðum skálmum. Hægt er að úða flugnaeitri í svefnherbergið og mikilvægt er að sofa undir flugnaneti.

Á ferðalögum til svæða þar sem malaría er landlæg ber að gefa lyf í forvarnarskyni. Úrvalið af lyfjum er mikið og því er mikilvægt að hafa góða þekkingu á ónæmi frumdýranna gegn mismunandi lyfjum ásamt útbreiðslu malaríu á því landssvæði sem ferðast skal til. Nánari upplýsingar um fyrirbyggjandi meðferð við malaríu má fá hjá heimilislæknum og smitsjúkdómalæknum. Minni líkur eru á malaríusýkingu í stórborgum en á landsbyggðinni. Moskítóflugur forðast loftræst herbergi. Ekki er þörf á einangrun tilfella með malaríu þar sem sjúkdómurinn smitar ekki manna á milli.

Myndir:


Þetta svar er fengið af vef Landlæknisembættisins og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Landlæknisembættið

embætti landlæknis

Útgáfudagur

29.7.2002

Síðast uppfært

5.10.2018

Spyrjandi

Þórgnýr Thoroddsen, Gunnhildur Björgvinsdóttir, Oddný Heimisdóttir

Tilvísun

Landlæknisembættið. „Hvað er malaría og hvernig smitast hún?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2002, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2614.

Landlæknisembættið. (2002, 29. júlí). Hvað er malaría og hvernig smitast hún? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2614

Landlæknisembættið. „Hvað er malaría og hvernig smitast hún?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2002. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2614>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er malaría og hvernig smitast hún?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvernig smitast malaría og hvaða afleiðingar hefur hún?
  • Er búið að finna bóluefni eða lækningu við malaríu?
  • Er hægt að lækna malaríu? Í hverju felst meðferðin?

Malaría er algengur sjúkdómur í heittempruðum löndum og hitabeltislöndum. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er áætlað að um 300 milljón manns smitist árlega af malaríu og leiðir hún til a.m.k. milljón dauðsfalla á ári hverju. Um 90% dauðsfalla eru meðal barna og verst er ástandið í Afríku sunnan Sahara.

Malaría var landlæg sýking í Evrópu en hvarf á seinni hluta 19. aldar. Engar markvissar aðgerðir voru til að útrýma henni, en eyðing votlendis, bætt umönnun dýra, bætt húsakynni og lyf gegn malaríu áttu þátt í að hún er ekki lengur landlægur sjúkdómur. Ekki er vitað til að malaría hafi nokkurn tíma verið landlæg á Íslandi enda eru hér engar moskítóflugur. Hérlendis greinast árlega stöku tilfelli, öll meðal ferðamanna sem koma frá löndum þar sem malaría er landlæg.

Malaríusmit berst með biti moskítóflugna.

Malaría orsakast af frumdýri (protozoa) af ættinni Plasmodium og valda fjórar tegundir malaríu: Plasmodium falciparum, Plasmodiun vivax, Plasmodium ovale og Plasmodium malariae. Algengastar eru P. falciparum og P. vivax og veldur P. falciparum nánast öllum dauðsföllum af völdum malaríu. Plasmodium-frumdýr fjölga sér fyrst í lifur en fara síðan út í blóðið og sýkja rauð blóðkorn þar sem kynlaus fjölgun á sér stað. Blóðkornin springa, frumdýrin losna út í blóðrásina og sýkja önnur rauð blóðkorn. Eftir nokkrar slíkar hringrásir myndast karl- og kvenkyns frumdýr (gametocytes) sem geta borist í moskítófluguna Anopheles þegar hún bítur og sýgur blóð úr sýktum einstaklingi.

Smitið berst með biti Anopheles-moskítóflugunnar. Frumdýrið berst inn í blóðrásina og lífsferill þeirra í mönnum hefst. Smit á sér ekki stað manna á milli. Meðgöngutíminn, það er tími frá því að smit á sér stað þar til einkenni koma fram, er í flestum tilfellum 1–4 vikur, en þessi tími er þó breytilegur eftir því hvaða Plasmodium-frumdýr á í hlut. Meðgöngutíminn getur í undantekningartilfellum teygt sig upp í nokkur ár, þar sem P. ovale og P. vivax geta legið í dvala í lifur árum saman.

Helstu einkenni malaríu eru hitatoppar með köldu og svitakófum, höfuðverkur og beinverkir, niðurgangur og hósti. Sýking með P. falciparum getur leitt til alvarlegra einkenna frá miðtaugakerfi með rugli, meðvitundarleysi og krömpum, önnur alvarleg einkenni falciparum-malaríu eru blóðleysi, truflanir í storkukerfi, miltisstækkun, gula, nýrnabilun og blóðþrýstingsfall. Leiðir hún oft til dauða ef hún er ekki meðhöndluð. Malaría er sérlega hættuleg ófrískum konum.

Greining á sjúkdómnum fæst með smásjárskoðun á blóðsýni. Fjöldi meðferðarmöguleika er fyrir hendi en ónæmi Plasmodium-frumdýra gegn lyfjum er útbreitt vandamál og mismunandi milli landssvæða. Það er nauðsynlegt að hafa þekkingu á ónæmi á því svæði þar sem sjúklingur varð fyrir smiti áður en meðferð er hafin.

Rauð blóðkorn séð með rafeindasmásjá. Blóðkornið á miðri mynd er mjög litlum hnúðum sem eru merki um malaríusýkingu.

Hægt er að draga úr líkum á smiti með því að verja sig gegn biti moskítóflugna. Mestar líkur eru á biti Anopheles-moskítóflugunnar frá sólsetri til sólarupprásar og ber þá að smyrja húðina með áburði sem er fælandi fyrir moskítóflugur, klæðast síðerma skyrtum og buxum með síðum skálmum. Hægt er að úða flugnaeitri í svefnherbergið og mikilvægt er að sofa undir flugnaneti.

Á ferðalögum til svæða þar sem malaría er landlæg ber að gefa lyf í forvarnarskyni. Úrvalið af lyfjum er mikið og því er mikilvægt að hafa góða þekkingu á ónæmi frumdýranna gegn mismunandi lyfjum ásamt útbreiðslu malaríu á því landssvæði sem ferðast skal til. Nánari upplýsingar um fyrirbyggjandi meðferð við malaríu má fá hjá heimilislæknum og smitsjúkdómalæknum. Minni líkur eru á malaríusýkingu í stórborgum en á landsbyggðinni. Moskítóflugur forðast loftræst herbergi. Ekki er þörf á einangrun tilfella með malaríu þar sem sjúkdómurinn smitar ekki manna á milli.

Myndir:


Þetta svar er fengið af vef Landlæknisembættisins og birt með góðfúslegu leyfi....