Sólin Sólin Rís 06:02 • sest 20:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:40 • Sest 20:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:46 • Síðdegis: 22:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:33 • Síðdegis: 15:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:02 • sest 20:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:40 • Sest 20:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:46 • Síðdegis: 22:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:33 • Síðdegis: 15:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tilgang hafa moskítóflugur?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Vísindavefurinn hefur stundum verið spurður um tilgang lífvera sem út frá þröngu sjónarhorni mannsins geta virst gangslausar, geta valdið óþægindum eða eru jafnvel skaðlegar fólki. Algengt er að spurningarnar snerti skordýr, til að mynda hefur verið spurt af hverju köngulær eru til, hvaða gagn sé að mýflugum, hvort geitungar þjóni einhverjum tilgangi og hvort einhverjar lífverur séu ónauðsynlegar fyrir jörðina.

Það er því ekki óeðlilegt að spyrjendur velti fyrir sér hver sé eiginlega tilgangur moskítóflugna sem virðast aðallega angra fólk með bitum, sjúga úr því blóð og bera með sér alvarlega og stundum banvæna sjúkdóma. Moskítóflugur njóta nefnilega þess vafasama heiðurs að vera sú lífvera á jörðinni sem veldur flestum dauðsföllum meðal fólks. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er talið að malaría hafi kostað 597.000 manns lífið árið 2023, en sá sjúkdómur smitast einmitt með moskítóflugum. Dæmi um aðra sjúkdóma eða sjúkdómsvaldandi veirur sem smitast með moskítóflugum eru zíkaveiran, vesturnílarveiran, beinbrunasótt (e. dengue) og gulusótt (e. yellow fever).

Lirfur moskítóflugna lifa í vatni eða rétt við yfirborð þess þar sem þær sía þörunga og bakteríur sér til matar. Þær geta verið mikilvæg fæða fyrir fiska, fugla, froska og skordýr.

Rúmlega 3500 tegundir af moskítóflugum eru þekktar og dreifast þær um nær allan heim, fyrir utan Suðurskautslandið og nokkrar afskekktar eyjar þangað sem þær hafa ekki borist eða ekki náð fótfestu, Ísland þar á meðal. Rétt er að taka fram að af öllum þessum tegundum bera aðeins mjög fáar með sér hættulega sjúkdóma, langflestar gera það ekki.

Þótt moskítóflugur séu líklega best þekktar fyrir að stinga fólk og sjúga úr þeim blóð er blóð alls ekki helsta fæða þeirra heldur blómasafi. Karlflugurnar nærast eingöngu á blómasafa og kvenflugurnar að miklu leyti líka. Hins vegar þurfa kvenflugur langflestra moskítótegunda á prótíni að halda sem finnst í blóði dýra. Þetta prótín þurfa þær til þess að geta þroskað eggin sín og þá bíta þær, ekki bara fólk heldur líka önnur spendýr, fugla, skriðdýr og jafnvel skordýr.

Þegar moskítóflugur fara á milli blóma til að sækja sér næringu er óhjákvæmilegt að þær beri stundum með sér frjókorn. Vísindamenn eru ekki á einu máli um mikilvægi moskiítóflugna sem frjóbera og svo virðist sem aðeins fáar plöntur reiði sig á moskítóflugur til þess arna. En í ljósi þess hve lífmassi þeirra er mikill (margar flugur og útbreiddar) þá munu þær alltaf gegna einhverju hlutverki í þessu, þótt aðeins lítill hluti þeirra beri frjó á milli.

Moskítóflugur lifa að mestu leyti á blómasafa, það eru aðeins kvendýrin sem þurfa tiltekið prótín sem finnst í blóði þegar kemur að því að þroska egg.

Það er hins vegar óumdeilt að moskítóflugur eru mikilvægur hlekkur í fæðukeðju sumra vistkerfa. Þær eru fæða fyrir ýmis dýr, svo sem fugla, leðurblökur, eðlur, froskdýr, fiska og jafnvel önnur skordýr. Í sumum tilfellum eru þær afar mikilvæg fæða. Ef svo ólíklega vildi til að moskítóflugur hyrfu skyndilega af yfirborði jarðar er hætt við að það hefði ófyrirséðar afleiðingar fyrir margar aðrar tegundir sem lifa á þeim.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.8.2025

Spyrjandi

Birkir Einar Steinarsson, Guðrún Hilmarsdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða tilgang hafa moskítóflugur?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2025, sótt 29. ágúst 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87983.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2025, 29. ágúst). Hvaða tilgang hafa moskítóflugur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87983

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða tilgang hafa moskítóflugur?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2025. Vefsíða. 29. ágú. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87983>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða tilgang hafa moskítóflugur?
Vísindavefurinn hefur stundum verið spurður um tilgang lífvera sem út frá þröngu sjónarhorni mannsins geta virst gangslausar, geta valdið óþægindum eða eru jafnvel skaðlegar fólki. Algengt er að spurningarnar snerti skordýr, til að mynda hefur verið spurt af hverju köngulær eru til, hvaða gagn sé að mýflugum, hvort geitungar þjóni einhverjum tilgangi og hvort einhverjar lífverur séu ónauðsynlegar fyrir jörðina.

Það er því ekki óeðlilegt að spyrjendur velti fyrir sér hver sé eiginlega tilgangur moskítóflugna sem virðast aðallega angra fólk með bitum, sjúga úr því blóð og bera með sér alvarlega og stundum banvæna sjúkdóma. Moskítóflugur njóta nefnilega þess vafasama heiðurs að vera sú lífvera á jörðinni sem veldur flestum dauðsföllum meðal fólks. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er talið að malaría hafi kostað 597.000 manns lífið árið 2023, en sá sjúkdómur smitast einmitt með moskítóflugum. Dæmi um aðra sjúkdóma eða sjúkdómsvaldandi veirur sem smitast með moskítóflugum eru zíkaveiran, vesturnílarveiran, beinbrunasótt (e. dengue) og gulusótt (e. yellow fever).

Lirfur moskítóflugna lifa í vatni eða rétt við yfirborð þess þar sem þær sía þörunga og bakteríur sér til matar. Þær geta verið mikilvæg fæða fyrir fiska, fugla, froska og skordýr.

Rúmlega 3500 tegundir af moskítóflugum eru þekktar og dreifast þær um nær allan heim, fyrir utan Suðurskautslandið og nokkrar afskekktar eyjar þangað sem þær hafa ekki borist eða ekki náð fótfestu, Ísland þar á meðal. Rétt er að taka fram að af öllum þessum tegundum bera aðeins mjög fáar með sér hættulega sjúkdóma, langflestar gera það ekki.

Þótt moskítóflugur séu líklega best þekktar fyrir að stinga fólk og sjúga úr þeim blóð er blóð alls ekki helsta fæða þeirra heldur blómasafi. Karlflugurnar nærast eingöngu á blómasafa og kvenflugurnar að miklu leyti líka. Hins vegar þurfa kvenflugur langflestra moskítótegunda á prótíni að halda sem finnst í blóði dýra. Þetta prótín þurfa þær til þess að geta þroskað eggin sín og þá bíta þær, ekki bara fólk heldur líka önnur spendýr, fugla, skriðdýr og jafnvel skordýr.

Þegar moskítóflugur fara á milli blóma til að sækja sér næringu er óhjákvæmilegt að þær beri stundum með sér frjókorn. Vísindamenn eru ekki á einu máli um mikilvægi moskiítóflugna sem frjóbera og svo virðist sem aðeins fáar plöntur reiði sig á moskítóflugur til þess arna. En í ljósi þess hve lífmassi þeirra er mikill (margar flugur og útbreiddar) þá munu þær alltaf gegna einhverju hlutverki í þessu, þótt aðeins lítill hluti þeirra beri frjó á milli.

Moskítóflugur lifa að mestu leyti á blómasafa, það eru aðeins kvendýrin sem þurfa tiltekið prótín sem finnst í blóði þegar kemur að því að þroska egg.

Það er hins vegar óumdeilt að moskítóflugur eru mikilvægur hlekkur í fæðukeðju sumra vistkerfa. Þær eru fæða fyrir ýmis dýr, svo sem fugla, leðurblökur, eðlur, froskdýr, fiska og jafnvel önnur skordýr. Í sumum tilfellum eru þær afar mikilvæg fæða. Ef svo ólíklega vildi til að moskítóflugur hyrfu skyndilega af yfirborði jarðar er hætt við að það hefði ófyrirséðar afleiðingar fyrir margar aðrar tegundir sem lifa á þeim.

Heimildir og myndir:...