Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þjóna geitungar einhverjum tilgangi í náttúrunni?

Jón Már Halldórsson

Dýr koma sér fyrir í fæðuvef tiltekins vistkerfis. Það er vafasamt að álykta að staða þeirra þar hafi einhvern sérstakan tilgang. Á Vísindavefnum er að finna svar um tilgang mannsins, Vilhálmur Árnason fjallar um það í svari við spurningunum Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?. Þar er ekkert komið inn á tilgang mannsins í vistkerfinu. Sé önnur skepna tekin sem dæmi þá mætti velta því fyrir sér hver sé tilgangur ljóna? Gæti hann verið sá að éta antilópur og sebrahesta og halda þannig stofnstærð þeirra niðri?

Húsageitungur (Paravespula germanica) var fyrsta geitungategundin sem fannst hér á landi, árið 1973.

Spyrjandi þessarar spurningar er að velta fyrir sér tilgangi geitunga í vistkerfinu. Geitungar hafa komið sér nokkuð vel fyrir á Íslandi og þeim verður vart útrýmt nema umfangsmiklar loftlagsbreytingar eigi sér stað. Með hliðsjón af sömu einföldu röksæmdarfærslunni og beitt var á ljónin mætti segja að tilgangur geitunga sé að halda niðri ýmsum skordýralirfum og blaðlúsum en aðalfæða geitunga er sennilega skordýr af því tagi.

Höfundi er ekki kunnugt um neina rannsókn á fæðuvali geitunga á Íslandi. Fróðlegt yrði að kanna fæðuhætti geitunga hér á landi og gera nákvæma greiningu á stöðu þeirra í fæðuvef íslenskrar náttúru.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.1.2014

Spyrjandi

Elísa Björt Guðjónsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Þjóna geitungar einhverjum tilgangi í náttúrunni?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2014, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56975.

Jón Már Halldórsson. (2014, 13. janúar). Þjóna geitungar einhverjum tilgangi í náttúrunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56975

Jón Már Halldórsson. „Þjóna geitungar einhverjum tilgangi í náttúrunni?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2014. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56975>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Þjóna geitungar einhverjum tilgangi í náttúrunni?
Dýr koma sér fyrir í fæðuvef tiltekins vistkerfis. Það er vafasamt að álykta að staða þeirra þar hafi einhvern sérstakan tilgang. Á Vísindavefnum er að finna svar um tilgang mannsins, Vilhálmur Árnason fjallar um það í svari við spurningunum Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?. Þar er ekkert komið inn á tilgang mannsins í vistkerfinu. Sé önnur skepna tekin sem dæmi þá mætti velta því fyrir sér hver sé tilgangur ljóna? Gæti hann verið sá að éta antilópur og sebrahesta og halda þannig stofnstærð þeirra niðri?

Húsageitungur (Paravespula germanica) var fyrsta geitungategundin sem fannst hér á landi, árið 1973.

Spyrjandi þessarar spurningar er að velta fyrir sér tilgangi geitunga í vistkerfinu. Geitungar hafa komið sér nokkuð vel fyrir á Íslandi og þeim verður vart útrýmt nema umfangsmiklar loftlagsbreytingar eigi sér stað. Með hliðsjón af sömu einföldu röksæmdarfærslunni og beitt var á ljónin mætti segja að tilgangur geitunga sé að halda niðri ýmsum skordýralirfum og blaðlúsum en aðalfæða geitunga er sennilega skordýr af því tagi.

Höfundi er ekki kunnugt um neina rannsókn á fæðuvali geitunga á Íslandi. Fróðlegt yrði að kanna fæðuhætti geitunga hér á landi og gera nákvæma greiningu á stöðu þeirra í fæðuvef íslenskrar náttúru.

Mynd:

...