Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Hvaða gagn gera mýflugur?

Gísli Már Gíslason

Hér er einnig svarað spurningunni:
Af hverju skapaði guð mýflugur fyrst þær eru svona pirrandi?

Mý skiptist í rykmý sem er bæði i stöðuvötnum og straumvötnum og bitmý sem er aðeins í straumvötnum. Auk þess eru nokkrar aðrar ættir sem eru miklu fáliðaðri.

Mýflugur eyða mestum hluta lífsferils síns sem lirfur á botni vatna og eru einkennandi fyrir botndýralíf í stöðuvötnum og ám í öllum heimshlutum. Mýið er mikilvæg fæða fyrir önnur skordýr, fiska og fugla. Til dæmis er mý um 70% af fæðu urriða í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu.

Rykmý er einnig mikilvæg fæða fyrir silung og endur í öllum vötnum á Íslandi og víðar. Í Mývatni getur rykmý verið allt að 90% af fæðu bleikju, en hlutfallið sveiflast eftir því hvernig öðrum botn- og svifdýrum vegnar (það er krabbadýrum).

Af þessu má sjá að mýflugur gegna mjög mikilvægu hlutverki í vistkerfi vatna. Tilvera þeirra hefur því annan og meiri tilgang en að pirra okkur mannfólkið.

Skoðið einnig svar Jóns S. Ólafssonar við spurningunni Af hverju bítur mýflugan? og svör Gísla Más Gíslasonar við spurningunum Hvar halda mýflugur sig þegar illa viðrar? og Hver er lífmassi mýsins við Mývatn?

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

7.7.2004

Spyrjandi

Jón Þór Árnason, f. 1989
Sigrún Aagot Ottósdóttir, f. 1992

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Hvaða gagn gera mýflugur? “ Vísindavefurinn, 7. júlí 2004. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4393.

Gísli Már Gíslason. (2004, 7. júlí). Hvaða gagn gera mýflugur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4393

Gísli Már Gíslason. „Hvaða gagn gera mýflugur? “ Vísindavefurinn. 7. júl. 2004. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4393>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða gagn gera mýflugur?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Af hverju skapaði guð mýflugur fyrst þær eru svona pirrandi?

Mý skiptist í rykmý sem er bæði i stöðuvötnum og straumvötnum og bitmý sem er aðeins í straumvötnum. Auk þess eru nokkrar aðrar ættir sem eru miklu fáliðaðri.

Mýflugur eyða mestum hluta lífsferils síns sem lirfur á botni vatna og eru einkennandi fyrir botndýralíf í stöðuvötnum og ám í öllum heimshlutum. Mýið er mikilvæg fæða fyrir önnur skordýr, fiska og fugla. Til dæmis er mý um 70% af fæðu urriða í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu.

Rykmý er einnig mikilvæg fæða fyrir silung og endur í öllum vötnum á Íslandi og víðar. Í Mývatni getur rykmý verið allt að 90% af fæðu bleikju, en hlutfallið sveiflast eftir því hvernig öðrum botn- og svifdýrum vegnar (það er krabbadýrum).

Af þessu má sjá að mýflugur gegna mjög mikilvægu hlutverki í vistkerfi vatna. Tilvera þeirra hefur því annan og meiri tilgang en að pirra okkur mannfólkið.

Skoðið einnig svar Jóns S. Ólafssonar við spurningunni Af hverju bítur mýflugan? og svör Gísla Más Gíslasonar við spurningunum Hvar halda mýflugur sig þegar illa viðrar? og Hver er lífmassi mýsins við Mývatn?...