Stöðuvötn hér á landi hafa myndast með ýmsu móti. Í kennslubókum sínum lýsir Þorleifur Einarsson eftirfarandi myndunarháttum: Vötn sem fylla jökulsorfnar dældir eru algengust – kunnust eru Lögurinn í Fljótsdal og Skorradalsvatn, en einnig ýmis vötn í nágrenni Reykjavíkur eins og Rauðavatn.
Jökulker eru dældir ef...
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvert er lengsta vatn Íslands?
Í svari við spurningunni Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? kemur fram að Lögurinn er sjötta dýpsta stöðuvatn landsins, 112 metra djúpt, og nær um 90 m niður fyrir sjávarmál.
Flatarmál vatnsins er alls um 53 km2 sem skipar því í þriðja sæti...
Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir sem ná niður fyrir grunnvatnsflöt eða myndast þar sem einhver þröskuldur girðir fyrir vatnsrennsli á yfirborði eða grunnvatnsrennsli. Jöklar hafa leikið stórt hlutverk við myndun stöðuvatna á Íslandi og má skipta jökulmynduðum vötnum í nokkra flokka. Nánar er fjallað um myndun stö...
Menn hafði lengi grunað að á Títan, stærsta tungli Satúrnusar, væri að finna höf eða að minnsta kosti stöðuvötn. Strax við komuna til Satúrnusar sýndu ratsjármyndir Cassini-geimfarsins og loftmyndir Huygens-lendingarfarsins, greinileg merki um að einhvers konar vökvi hefði runnið um ísilagt yfirborð Títans. Aftur...
Fremst á myndinni er Víti, lítið stöðuvatn sem er alltaf heitt.
Dýpsta stöðuvatn á Íslandi er Öskjuvatn. Öskjuvatn er 220 metra djúpt. Öskjuvatn er í Öskju í Dyngjufjöllum. Dyngjufjöll eru í Ódáðahrauni á hálendinu.
[Athugasemd frá ritstjórn, 26.4.2011: Nú telst Jökulsárlón vera dýpsta vatn á Íslandi. Þet...
Í svari við spurningunni Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? sem þegar er að finna á Vísindavefnum kemur fram að Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er dýpsta stöðuvatn landsins, 260 metra djúpt en þar á eftir koma Öskjuvatn sem er 220 metrar á dýpt og Hvalvatn sem er 160 metra djúpt.
Lesendum er bent á að kynna ...
Í Íslenskri orðabók er orðið stöðuvatn sagt merkja "allstórt vatnsflæmi landi girt á alla vegu, vatn sem stendur allan ársins hring (yfirborð þess jafnhátt yfirborði jarðvatnsins)". Mjög sambærilegar skilgreiningar má finna á enska orðinu ‘lake’ en nánast undantekningalaust er það skilgreint sem vatn umlukið landi...
Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi lista yfir dýpstu stöðuvötn landsins:
1.Jökulsárlón, Breiðamerkursandi260m
2.Öskjuvatn220m
3.Hvalvatn160m
4.Þingvallavatn114 m
5.Þórisvatn113m
6.Lögurinn112m
7.Kleifarvatn97m
8.Hvítárvatn84m
9.Langisjór75m
Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir ...
Mesta dýpi í Þingvallavatni er 114 metrar en meðaldýpt þess er 34 metrar. Flatarmál þess er 82 ferkílómetrar og er því næststærsta stöðuvatn landsins á eftir Þórisvatni sem er 83-88 ferkílómetrar. Þórisvatn er miðlunarlón og stærð þess því breytileg. Þingvallavatn er hins vegar stærsta alnáttúrulega stöðuvatn land...
Eins og nafnið bendir til, mætti ætla að Jökulsárlón sé „lón“ fremur en „stöðuvatn“. Annað orðið útilokar þó ekki hitt því samkvæmt íslenskum jarðfræðibókum er þarna um jökullón að ræða sem er ein gerð stöðuvatna.
Á ensku er talað um lake annars vegar og lagoon hins vegar. Skilgreiningar á þessu tvennu eru gja...
Kristján spurði bæði um fornleifar í sjó og vötnum. Hér fyrir neðan er að finna svar um fornleifar í stöðuvötnum en um fornleifar í sjó er hægt að lesa í svari Ragnars Edvarssonar við spurningunni Hvar má finna fornleifar í sjó við Ísland?
Á brons- og járnöld tíðkaðist sums staðar í Norður-Evrópu að fórna gripu...
Í svarinu hér á eftir er í flestum tilfellum miðað við flatarmál stöðuvatna eins og það er gefið upp í Encyclopædia Britannica en í umfjölluninni um vötn í Evrópu er stuðst við upplýsingar af síðunni Global Geografia um þau vötn sem ekki var gefið upp flatarmál í Britannicu.
Af 10 stærstu vötnum í heimi eru 4...
Hér eiga við svipuð rök og notuð eru í svörum við eftirfarandi spurningum:
Hver er minnsti tindur Vatnajökuls og hvað er hann stór?Hvenær verður teinn að öxli?Já, en hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?Kjarninn er sá að ómögulegt er að svara spurningunni því hugtakið vatn er ekki nægilega skýrt. Hvernig skilju...
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Mig langar að fræðast meira um orðið „mar“ eða sjór. Hver er uppruni orðsins og saga?
Orðið mar hefur fleiri en eina merkingu en sú sem hér er spurt um er ‘haf, sjór’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989: 604) þekkist orðið í öllum Norðurla...
Í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hver eru tíu stærstu vötn landsins? kemur fram að níunda stærsta vatn landsins er vatnsmiðlunarlónið fyrir Sultartangavirkjun, 19 km2 að flatarmáli. Í svarinu kemur einnig fram að fyrirhugað lón vegna virkjunar við Kárahnjúka komi til með að breyta röðun s...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!