Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Bráðna jöklar hraðar ef þeir standa í vatni eða lóni?

Oddur Sigurðsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Bráðna jöklar hraðar ef þeir standa í vatni líkt og Breiðamerkurjökull? Myndi hann hopa hægar ef ekki hefði myndast lón fyrir framan?

Jöklar á Íslandi bráðna fyrst og fremst vegna áhrifa sólgeislunar beint og óbeint. Kemur það aðallega fram við yfirborð jökulsins þar sem gætir bæði sólargeislanna beint og svo lofthitans. Gefur auga leið að þetta hefur langmest áhrif á sumrin. Einnig bráðnar ís við jökulbotninn vegna jarðhita og núningsvarma og er það um tíundi hluti heildarbráðnunar á jöklinum.

Þar sem jöklar komast næst sjávarmáli, einkum nálægt suðurströndinni, nemur bráðnun á yfirborði um það bil 10 m af jökulís árlega. Þessi bráðnun minnkar smám saman með hæð og á hæstu fjöllum eins og Öræfajökli leysir nánast engan snjó.

Ýmislegt annað getur haft áhrif á bráðnun jökla hér á landi svo sem hula af ösku eða aur á yfirborði jöklanna, eldgos og svo stöðuvötn eða sjór við jökuljaðarinn sem jökullinn brotnar í, svo sem Jökulsárlón. Ef vatnið er nógu djúpt til að jökullinn fari á flot brotna oft stór stykki úr honum og bráðna í vatninu, sem sagt utan jökulsins. Það er hrein viðbót í eyðingu jökulsins utan við það sem loftslagið gerir og því hörfa slíkir jöklar hraðar en væru þeir án þessara stöðuvatna.

Jökulsárlón hefur sérstöðu meðal jökullóna hér á landi. Það er dýpsta stöðuvatn landsins og þar gætir sjávarfalla sem bera með sér ógrynni af hálfvolgum sjó tvisvar á sólarhring. Það herðir mjög á bráðnun jökulsins svo að enginn jökulsporður hér á landi hörfar jafnhratt og Breiðamerkurjökull við Jökulsárlón.

Séð úr flugvél norður yfir Jökulsárlón og Breiðamerkurjökul þann 28. september 2002.

Á meðfylgjandi myndum af Jökulsárlóni og Breiðamerkurjökli sjást vel áhrif lónsins á jökulinn. Svartar rendur ganga niður eftir jöklinum frá jökulskerjum, Esjufjallarönd (til hægri) frá Esjufjöllum og Mávabyggðarönd (til vinstri). Áberandi rendur ganga þvert á skriðstefnu jökulsins og eru það lög af eldfjallaösku sem marka aldur íssins; því nær jökuljaðrinum þeim mun eldri eru öskulögin. Glöggt má sjá að öskulögin í ísnum sem brotnar út í lónið eru miklu yngri en þau sem eru við jökulsporðinn beggja vegna lónsins og munar það öldum. Í einhverjum skilningi hefur því Jökulsárlón rænt þann hluta jökulsins, sem upp frá lóninu er, nokkurra alda birgðum af ís.

Útlínur Breiðamerkurjökuls frá ýmsum tímum dregnar á Landsat 8 gervihnattarmynd frá 2014.

Myndir:
  • Oddur Sigurðsson.
  • Landsat 8 gervihnattarmynd frá 2014.

Höfundur

jarðfræðingur hjá Orkustofnun

Útgáfudagur

11.6.2018

Spyrjandi

Helga Dís Björgúlfsdóttir

Tilvísun

Oddur Sigurðsson. „Bráðna jöklar hraðar ef þeir standa í vatni eða lóni?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2018, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75285.

Oddur Sigurðsson. (2018, 11. júní). Bráðna jöklar hraðar ef þeir standa í vatni eða lóni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75285

Oddur Sigurðsson. „Bráðna jöklar hraðar ef þeir standa í vatni eða lóni?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2018. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75285>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Bráðna jöklar hraðar ef þeir standa í vatni eða lóni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Bráðna jöklar hraðar ef þeir standa í vatni líkt og Breiðamerkurjökull? Myndi hann hopa hægar ef ekki hefði myndast lón fyrir framan?

Jöklar á Íslandi bráðna fyrst og fremst vegna áhrifa sólgeislunar beint og óbeint. Kemur það aðallega fram við yfirborð jökulsins þar sem gætir bæði sólargeislanna beint og svo lofthitans. Gefur auga leið að þetta hefur langmest áhrif á sumrin. Einnig bráðnar ís við jökulbotninn vegna jarðhita og núningsvarma og er það um tíundi hluti heildarbráðnunar á jöklinum.

Þar sem jöklar komast næst sjávarmáli, einkum nálægt suðurströndinni, nemur bráðnun á yfirborði um það bil 10 m af jökulís árlega. Þessi bráðnun minnkar smám saman með hæð og á hæstu fjöllum eins og Öræfajökli leysir nánast engan snjó.

Ýmislegt annað getur haft áhrif á bráðnun jökla hér á landi svo sem hula af ösku eða aur á yfirborði jöklanna, eldgos og svo stöðuvötn eða sjór við jökuljaðarinn sem jökullinn brotnar í, svo sem Jökulsárlón. Ef vatnið er nógu djúpt til að jökullinn fari á flot brotna oft stór stykki úr honum og bráðna í vatninu, sem sagt utan jökulsins. Það er hrein viðbót í eyðingu jökulsins utan við það sem loftslagið gerir og því hörfa slíkir jöklar hraðar en væru þeir án þessara stöðuvatna.

Jökulsárlón hefur sérstöðu meðal jökullóna hér á landi. Það er dýpsta stöðuvatn landsins og þar gætir sjávarfalla sem bera með sér ógrynni af hálfvolgum sjó tvisvar á sólarhring. Það herðir mjög á bráðnun jökulsins svo að enginn jökulsporður hér á landi hörfar jafnhratt og Breiðamerkurjökull við Jökulsárlón.

Séð úr flugvél norður yfir Jökulsárlón og Breiðamerkurjökul þann 28. september 2002.

Á meðfylgjandi myndum af Jökulsárlóni og Breiðamerkurjökli sjást vel áhrif lónsins á jökulinn. Svartar rendur ganga niður eftir jöklinum frá jökulskerjum, Esjufjallarönd (til hægri) frá Esjufjöllum og Mávabyggðarönd (til vinstri). Áberandi rendur ganga þvert á skriðstefnu jökulsins og eru það lög af eldfjallaösku sem marka aldur íssins; því nær jökuljaðrinum þeim mun eldri eru öskulögin. Glöggt má sjá að öskulögin í ísnum sem brotnar út í lónið eru miklu yngri en þau sem eru við jökulsporðinn beggja vegna lónsins og munar það öldum. Í einhverjum skilningi hefur því Jökulsárlón rænt þann hluta jökulsins, sem upp frá lóninu er, nokkurra alda birgðum af ís.

Útlínur Breiðamerkurjökuls frá ýmsum tímum dregnar á Landsat 8 gervihnattarmynd frá 2014.

Myndir:
  • Oddur Sigurðsson.
  • Landsat 8 gervihnattarmynd frá 2014.

...