Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað merkti orðið mar upprunalega?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Mig langar að fræðast meira um orðið „mar“ eða sjór. Hver er uppruni orðsins og saga?

Orðið mar hefur fleiri en eina merkingu en sú sem hér er spurt um er ‘haf, sjór’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989: 604) þekkist orðið í öllum Norðurlandamálum, samanber nýnorsku mar, færeysku marrur k., marra kvk. ‘mýri, fen, for’. Það þekkist einnig í öðrum germönskum málum eins og fornensku mere ‘haf, stöðuvatn’, fornsaxnesku mere og fornháþýsku mari, meri, nútímaþýsku Meer ‘haf’. Ásgeir bendir á að orðið hafi verið hvorugkyns í germönskum málum en orðið karlkyns í norrænum málum.

Orðið þekkist einnig utan germanskra (norrænna) mála, til dæmis í latínu mare h., fornírsku muir ‘haf’, fornslavnesku morje (sama merking), litháísku mãrės ‘lón’ og gotnesku marei ‘haf’.

Mar getur þýtt haf, sjór en mögulega átti orðstofninn upprunalega við stöðuvötn eða votlendissvæði.

Ólíklegt telur hann að orðstofninn hafi í öndverðu átt við sjó eða úthaf, heldur stöðuvötn eða votlendissvæði, samanber til dæmis danska mállýsku mare ‘mýrlendi’, sænska mállýsku mar ‘grunn vík, tjörn, dý’ og færeysku marrur ‘fen, forarbleyta,…’ sem áður var nefnd.

Heimild og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.9.2023

Spyrjandi

Hörður Gunnarsson

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkti orðið mar upprunalega?“ Vísindavefurinn, 13. september 2023. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84917.

Guðrún Kvaran. (2023, 13. september). Hvað merkti orðið mar upprunalega? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84917

Guðrún Kvaran. „Hvað merkti orðið mar upprunalega?“ Vísindavefurinn. 13. sep. 2023. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84917>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkti orðið mar upprunalega?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Mig langar að fræðast meira um orðið „mar“ eða sjór. Hver er uppruni orðsins og saga?

Orðið mar hefur fleiri en eina merkingu en sú sem hér er spurt um er ‘haf, sjór’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989: 604) þekkist orðið í öllum Norðurlandamálum, samanber nýnorsku mar, færeysku marrur k., marra kvk. ‘mýri, fen, for’. Það þekkist einnig í öðrum germönskum málum eins og fornensku mere ‘haf, stöðuvatn’, fornsaxnesku mere og fornháþýsku mari, meri, nútímaþýsku Meer ‘haf’. Ásgeir bendir á að orðið hafi verið hvorugkyns í germönskum málum en orðið karlkyns í norrænum málum.

Orðið þekkist einnig utan germanskra (norrænna) mála, til dæmis í latínu mare h., fornírsku muir ‘haf’, fornslavnesku morje (sama merking), litháísku mãrės ‘lón’ og gotnesku marei ‘haf’.

Mar getur þýtt haf, sjór en mögulega átti orðstofninn upprunalega við stöðuvötn eða votlendissvæði.

Ólíklegt telur hann að orðstofninn hafi í öndverðu átt við sjó eða úthaf, heldur stöðuvötn eða votlendissvæði, samanber til dæmis danska mállýsku mare ‘mýrlendi’, sænska mállýsku mar ‘grunn vík, tjörn, dý’ og færeysku marrur ‘fen, forarbleyta,…’ sem áður var nefnd.

Heimild og mynd:

...