Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort vatnið er stærra, Þórisvatn eða Þingvallavatn?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver eru tíu stærstu vötn landsins? er Þórisvatn 83-88 km2 að flatarmáli (eftir því hversu mikið er í lóninu) en Þingvallavatn 82 km2 ef miðað er við upplýsingar af heimasíðu Landmælinga Íslands.

Hins vegar segja aðrar heimildir að Þingvallavatn sé stærra en þarna er gefið upp, eða tæplega 84 km2. Þar með er Þingvallavatn stærsta vatn landsins ef miðað er við lágmarks flatarmál Þórisvatns en hið síðarnefnda hefur vinninginn ef miðað er við hærra gildið.

En hvað sem því líður er óumdeilanlegt að Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn á Íslandi frá náttúrunnar hendi.

Útgáfudagur

28.4.2004

Spyrjandi

Helga Liv, f. 1994
Magnea Þórðardóttir, f. 1993

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvort vatnið er stærra, Þórisvatn eða Þingvallavatn?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2004. Sótt 17. október 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=4173.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2004, 28. apríl). Hvort vatnið er stærra, Þórisvatn eða Þingvallavatn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4173

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvort vatnið er stærra, Þórisvatn eða Þingvallavatn?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2004. Vefsíða. 17. okt. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4173>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hanna Óladóttir

1968

Hanna Óladóttir er aðjúnkt í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru á sviði félagsmálfræði og hafa snúist um viðhorf fólks til íslensku.