Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvernig er Reynisvatn myndað?

Sigurður Steinþórsson

Stöðuvötn hér á landi hafa myndast með ýmsu móti. Í kennslubókum sínum lýsir Þorleifur Einarsson eftirfarandi myndunarháttum:
  1. Vötn sem fylla jökulsorfnar dældir eru algengust – kunnust eru Lögurinn í Fljótsdal og Skorradalsvatn, en einnig ýmis vötn í nágrenni Reykjavíkur eins og Rauðavatn.
  2. Jökulker eru dældir eftir ísjaka.
  3. Sporðlón myndast milli jökultungu og jökulruðnings, til dæmis Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.
  4. Jökullón (jökulstífluð lón) verða þar sem dalur stíflast af skriðjökli, kunnast er Grænalón við vesturjaðar Skeiðarárjökuls.
  5. Gígvötn standa í eldgígum, til dæmis Kerið í Grímsnesi og Grænavatn í Krýsuvík.
  6. Hraunstíflað vatn er til dæmis Hlíðarvatn í Hnappadal en
  7. Hvalvatn inn af Botnsdal í Hvalfirði er afleiðing þess að móbergsstapinn Hvalfell stíflaði dalinn.
  8. Langisjór og Kleifarvatn eru dæmi um stöðuvötn í dölum milli tveggja móbergshryggja.
  9. Öskjuvötn taka nafn af Öskjuvatni í Dyngjufjöllum sem varð til í eldgosi 1875.
  10. Dæmi um stöðuvötn í sigdældum eru Þingvallavatn og Skjálftavatn í Kelduhverfi – Þingvallavatn er raunar einnig stíflað af móbergsfjallinu Dráttarhlíð.
  11. Flóðið í Vatnsdal er dæmi um skriðuvatn en
  12. Tjörnin í Reykjavík um sjávarlón – stöðuvatn lokað af malarrifi. Loks nefnir Þorleifur
  13. bjúgvötn, en þau verða til þegar bugðóttar ár yfirgefa bugður í farvegi sínum, og
  14. vötn sem stífluð eru upp af aurkeilum við rætur dalahlíða – vötnin í Svínadal í Borgarfirði eru af þessu tagi.

Mörg dæmi eru þess að stöðuvötn séu af blönduðum uppruna, til dæmis liggur Mývatn í jökulsorfinni dæld en hraun hafa að auki stíflað það upp að nokkru leyti.



Reynisvatn.

Þá er það spurningin um Reynisvatn. Umhverfi Reykjavíkur einkennist af jökulsorfnum grágrýtisholtum með dældum á milli sem víða mynda stöðuvötn, til dæmis Rauðavatn. Hins vegar er grágrýtið samsett úr mörgum hraunstraumum frá mismunandi tímum, og Reynisvatn er í kvos á mótum hraunstrauma. Útfall hefur verið úr vatninu til norðurs en hlaðið hefur verið í það og vatnsborðið þannig hækkað.

Önnur svör á Vísindavefnum um svipað efni:

Heimild og mynd:
  • Þorleifur Einarsson. 1991. Myndun og mótun lands. Reykjavík, Mál og menning.
  • Reynisvatn

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

24.5.2006

Spyrjandi

Lína Viðarsdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig er Reynisvatn myndað?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2006. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5971.

Sigurður Steinþórsson. (2006, 24. maí). Hvernig er Reynisvatn myndað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5971

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig er Reynisvatn myndað?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2006. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5971>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er Reynisvatn myndað?
Stöðuvötn hér á landi hafa myndast með ýmsu móti. Í kennslubókum sínum lýsir Þorleifur Einarsson eftirfarandi myndunarháttum:

  1. Vötn sem fylla jökulsorfnar dældir eru algengust – kunnust eru Lögurinn í Fljótsdal og Skorradalsvatn, en einnig ýmis vötn í nágrenni Reykjavíkur eins og Rauðavatn.
  2. Jökulker eru dældir eftir ísjaka.
  3. Sporðlón myndast milli jökultungu og jökulruðnings, til dæmis Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.
  4. Jökullón (jökulstífluð lón) verða þar sem dalur stíflast af skriðjökli, kunnast er Grænalón við vesturjaðar Skeiðarárjökuls.
  5. Gígvötn standa í eldgígum, til dæmis Kerið í Grímsnesi og Grænavatn í Krýsuvík.
  6. Hraunstíflað vatn er til dæmis Hlíðarvatn í Hnappadal en
  7. Hvalvatn inn af Botnsdal í Hvalfirði er afleiðing þess að móbergsstapinn Hvalfell stíflaði dalinn.
  8. Langisjór og Kleifarvatn eru dæmi um stöðuvötn í dölum milli tveggja móbergshryggja.
  9. Öskjuvötn taka nafn af Öskjuvatni í Dyngjufjöllum sem varð til í eldgosi 1875.
  10. Dæmi um stöðuvötn í sigdældum eru Þingvallavatn og Skjálftavatn í Kelduhverfi – Þingvallavatn er raunar einnig stíflað af móbergsfjallinu Dráttarhlíð.
  11. Flóðið í Vatnsdal er dæmi um skriðuvatn en
  12. Tjörnin í Reykjavík um sjávarlón – stöðuvatn lokað af malarrifi. Loks nefnir Þorleifur
  13. bjúgvötn, en þau verða til þegar bugðóttar ár yfirgefa bugður í farvegi sínum, og
  14. vötn sem stífluð eru upp af aurkeilum við rætur dalahlíða – vötnin í Svínadal í Borgarfirði eru af þessu tagi.

Mörg dæmi eru þess að stöðuvötn séu af blönduðum uppruna, til dæmis liggur Mývatn í jökulsorfinni dæld en hraun hafa að auki stíflað það upp að nokkru leyti.



Reynisvatn.

Þá er það spurningin um Reynisvatn. Umhverfi Reykjavíkur einkennist af jökulsorfnum grágrýtisholtum með dældum á milli sem víða mynda stöðuvötn, til dæmis Rauðavatn. Hins vegar er grágrýtið samsett úr mörgum hraunstraumum frá mismunandi tímum, og Reynisvatn er í kvos á mótum hraunstrauma. Útfall hefur verið úr vatninu til norðurs en hlaðið hefur verið í það og vatnsborðið þannig hækkað.

Önnur svör á Vísindavefnum um svipað efni:

Heimild og mynd:
  • Þorleifur Einarsson. 1991. Myndun og mótun lands. Reykjavík, Mál og menning.
  • Reynisvatn
...