
Kyrrahafið er stærst hinna svokölluðu heimshafa eða úthafa, 179.680.000 km2 að flatarmáli ef innhöf, strandhöf og flóar eru talin með, en 165.250.000 km2 án þeirra. Hin úthöfin eru Atlantshaf og Indlandshaf. Stundum er Suður-Íshafið einnig talið til úthafanna og jafnvel Norður-Ísahafið (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvert er stærsta úthafið?). Venjulega er talað um að heimshöfin umlyki meginlönd jarðar en ekki að meginlöndin umlyki höfin. Kyrrahafið verður því seint talið stöðuvatn þar sem það uppfyllir ekki kjarnann í þeirri skilgreiningu sem notuð er um þau, það er að þau séu umlukin landi. Í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? er lítillega fjallað um myndun stöðuvatna á Íslandi. Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um stöðuvötn, til dæmis:
- Hver eru stærstu stöðuvötn í heimi og hver eru þau stærstu í Evrópu?
- Hver eru tíu dýpstu vötn í heimi?
- Hver eru tíu stærstu vötn Íslands?