Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík

Hvaða dýr éta geitungar og hvaða óvini eiga þeir?

Jón Már Halldórsson

Þær þrjár tegundir geitunga sem lifa hér á landi ná sér í hunangslögg úr blómplöntum og veiða skordýr og aðra hryggleysingja auk þess sem þær leita sér fæðu víða annars staðar. Holugeitungur (Vespula vulgaris) leitar auk þess í ýmsar fæðuleifar sem hann kemst í. Sorp getur þannig laðað að sér holugeitunga.


Vespula vulgaris.

Holugeitungur og trjágeitungur (Vespula germanica) hafa komið sér vel fyrir víða um land. Tegundirnar teljast vera ágengar víða um heim þar sem þær hafa breiðst út og vinna tjón í ýmsum atvinnugreinum, svo sem í ávaxtarækt og býflugnarækt. Holugeitungur á það til að leita í býflugnabú og ræna hunangi úr því. Nýsjálenskar rannsóknir hafa sýnt að holugeitungar hafa eyðilagt eða skaddað verulega allt að 10% hunangsbúa þar í landi en holugeitungur er tiltölulega nýlegur landnemi þar. Auk þess hefur hann komið sér fyrir í vistkerfinu og valdið umtalsverðri röskun á fæðukeðjunni, þar sem hann étur skordýr í samkeppni við aðra náttúrlega afræningja, bæði skordýr og fugla. Fyrir utan vistfræðilegt og efnahagslegt tjón sem holugeitungurinn veldur þar og víðar getur hann verið hættulegur mönnum.

Nýsjálenskur skordýrafræðingur framkvæmdi rannsókn á fæðuvali geitunga á tveimur stöðum á suðurey Nýja-Sjálands. Geitungar sem voru á leið í búið voru fangaðir í gildrur og kannað var hvað þeir höfðu í kjaftinum. Um var að ræða söfnun þerna, bæði meðal trjágeitunga og holugeitunga og niðurstöðurnar bornar saman.


Vespula germanica.

Alls var 7225 flugum safnað og reyndust 11,5% vera með einhverja fæðu ættaða úr dýraríkinu og 5,4% voru með viðaragnir. Af þeim sem voru með dýr í kjaftinum (hjá báðum tegundum og á báðum stöðum) voru tvívængjur (diptera) algengasta fæðan. Því næst komu fiðrildalirfur (Lepidoptera) og svo áttfætlur (Aranaea).

Það er ljóst að ofangreindar geitungategundir eru skæðir afræningjar í heimi landhryggleysingja og sjálfsagt efst í fæðukeðjunni (e. apex predator) í þeim vistkerfum þar sem þeir finnast. Líklega lenda einhverjir í köngulóarvef stórra köngulóa en sennilega er ekkert dýr sem er sérhæfður afræningi á þessar geitungategundir. Maðurinn er líklega helsti óvinur geitunga!

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Harris, R.J. og E.H. Oliver. Prey diets and population densities of the wasps Vespula vulgaris and V. germanica in scrubland pastures. New Zealand Journal of Ecology 17(1): 5-12. New Zealand Ecological Society. 1993
  • Harris, RJ Diet of the wasps Vespula vulgaris and V. germanica in honeydew beech forest of the South Island, New Zealand. New Zealand Journal of Zoology Vol. 18, no. 2, pp. 159-169. 1991.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.8.2010

Spyrjandi

Margrét Helga Magnúsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr éta geitungar og hvaða óvini eiga þeir?“ Vísindavefurinn, 13. ágúst 2010. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56811.

Jón Már Halldórsson. (2010, 13. ágúst). Hvaða dýr éta geitungar og hvaða óvini eiga þeir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56811

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr éta geitungar og hvaða óvini eiga þeir?“ Vísindavefurinn. 13. ágú. 2010. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56811>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr éta geitungar og hvaða óvini eiga þeir?
Þær þrjár tegundir geitunga sem lifa hér á landi ná sér í hunangslögg úr blómplöntum og veiða skordýr og aðra hryggleysingja auk þess sem þær leita sér fæðu víða annars staðar. Holugeitungur (Vespula vulgaris) leitar auk þess í ýmsar fæðuleifar sem hann kemst í. Sorp getur þannig laðað að sér holugeitunga.


Vespula vulgaris.

Holugeitungur og trjágeitungur (Vespula germanica) hafa komið sér vel fyrir víða um land. Tegundirnar teljast vera ágengar víða um heim þar sem þær hafa breiðst út og vinna tjón í ýmsum atvinnugreinum, svo sem í ávaxtarækt og býflugnarækt. Holugeitungur á það til að leita í býflugnabú og ræna hunangi úr því. Nýsjálenskar rannsóknir hafa sýnt að holugeitungar hafa eyðilagt eða skaddað verulega allt að 10% hunangsbúa þar í landi en holugeitungur er tiltölulega nýlegur landnemi þar. Auk þess hefur hann komið sér fyrir í vistkerfinu og valdið umtalsverðri röskun á fæðukeðjunni, þar sem hann étur skordýr í samkeppni við aðra náttúrlega afræningja, bæði skordýr og fugla. Fyrir utan vistfræðilegt og efnahagslegt tjón sem holugeitungurinn veldur þar og víðar getur hann verið hættulegur mönnum.

Nýsjálenskur skordýrafræðingur framkvæmdi rannsókn á fæðuvali geitunga á tveimur stöðum á suðurey Nýja-Sjálands. Geitungar sem voru á leið í búið voru fangaðir í gildrur og kannað var hvað þeir höfðu í kjaftinum. Um var að ræða söfnun þerna, bæði meðal trjágeitunga og holugeitunga og niðurstöðurnar bornar saman.


Vespula germanica.

Alls var 7225 flugum safnað og reyndust 11,5% vera með einhverja fæðu ættaða úr dýraríkinu og 5,4% voru með viðaragnir. Af þeim sem voru með dýr í kjaftinum (hjá báðum tegundum og á báðum stöðum) voru tvívængjur (diptera) algengasta fæðan. Því næst komu fiðrildalirfur (Lepidoptera) og svo áttfætlur (Aranaea).

Það er ljóst að ofangreindar geitungategundir eru skæðir afræningjar í heimi landhryggleysingja og sjálfsagt efst í fæðukeðjunni (e. apex predator) í þeim vistkerfum þar sem þeir finnast. Líklega lenda einhverjir í köngulóarvef stórra köngulóa en sennilega er ekkert dýr sem er sérhæfður afræningi á þessar geitungategundir. Maðurinn er líklega helsti óvinur geitunga!

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Harris, R.J. og E.H. Oliver. Prey diets and population densities of the wasps Vespula vulgaris and V. germanica in scrubland pastures. New Zealand Journal of Ecology 17(1): 5-12. New Zealand Ecological Society. 1993
  • Harris, RJ Diet of the wasps Vespula vulgaris and V. germanica in honeydew beech forest of the South Island, New Zealand. New Zealand Journal of Zoology Vol. 18, no. 2, pp. 159-169. 1991.

Myndir:...