Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margar tegundir af geitungum á Íslandi og hvernig líta þeir út?

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvaða ár sást fyrsti geitungurinn á Íslandi?

Alls hafa fundist 4 tegundir geitunga hér á landi. Þær eru:
  • húsageitungur (Paravespula germanica)
  • holugeitungur (Paravespula vulgaris)
  • trjágeitungur (Dolichovespula norwegica)
  • roðageitungur (Paravespula rufa)
Þessar tegundir eru allar nýlegir landnemar í íslenskri náttúru.


Húsageitungur og holugeitungur

Húsageitungurinn var fyrsta geitungategundin sem fannst hér á landi, árið 1973. Að vísu fannst ekki bú en að mati fróðra manna lék þó enginn vafi á því að bú væri einhvers staðar í nágrenninu. Næstu sumur á eftir fannst tegundin reglulega á höfuðborgarsvæðinu.

Árið 1977 fannst holugeitungurinn í Laugarneshverfi í Reykjavík. Holugeitungurinn hefur svo vitað sé aðeins fundist á höfuðborgarsvæðinu. Hann velur sér svipaða staði til að gera bú sín og húsageitungurinn eða oftast í holum í jörðinni og húsum.


Trjágeitungur og roðageitungur

Trjágeitungur fannst fyrst árið 1980, en líklega hefur hann borist hingað eitthvað fyrr. Hann dreifðist hratt um landið og er staða hans mjög traust.

Nýjasti landneminn af ætt geitunga er roðageitungurinn. Fyrsta búið fannst árið 1998 í Kópavogi og hafa aðeins fundist tvö slík síðan. Þessi tegund telst því vera afar sjaldgæf hér á landi.

Heimildir:

Ýmis skrif og blaðagreinar eftir Erling Ólafsson skordýrafræðing hjá Náttúrufræðistofnun, þar á meðal þessi grein á www.ni.is

Myndir:

Útgáfudagur

14.7.2004

Spyrjandi

Gísli Rúnar Guðmundsson, f. 1989
Fannar Guðmundsson, f. 1993
Marinó Valdimarsson, f. 1988

Efnisorð

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af geitungum á Íslandi og hvernig líta þeir út?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2004. Sótt 22. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4405.

Jón Már Halldórsson. (2004, 14. júlí). Hvað eru til margar tegundir af geitungum á Íslandi og hvernig líta þeir út? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4405

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af geitungum á Íslandi og hvernig líta þeir út?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2004. Vefsíða. 22. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4405>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hrafn Loftsson

1965

Hrafn Loftsson er dósent í tölvunarfræði við HR. Rannsóknir Hrafns eru á sviði máltækni sem er rannsóknar- og þróunarsvið hvers markmið er að þróa búnað sem getur unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu.