Á vorin verður fólk vart við drottningar sem vakna af dvala en að jafnaði er það í seinni hluta maímánaðar. Hún er þá að hefja búskap ein síns liðs en haustið áður hafði hún hitt geitung af karlkyni og makast við hann.
Fyrstu dagana eftir dvalann notar drottningin til að næra sig og hressa upp á orkubúskap líkamans. Mikið verk bíður hennar en hún þarf að byggja bú og sinna uppeldi afkvæma yfir sumarið.
Svo virðist sem geitungar séu eitthvað seinna á ferðinni nú í vor en í fyrra en þá gengu umtalsverð hlýindi yfir landið.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:- Hvað er til margar tegundir af geitungum á Íslandi og hvernig líta þeir út? eftir Jón Má Halldórsson
- Deyja geitungar þegar þeir stinga og eru stungurnar hættulegar fólki? eftir Gísla Má Gíslason og Margréti Björk Sigurðardóttur
- Hvaða dýr éta geitungar og hvaða óvini eiga þeir? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvað fara geitungar yfirleitt langt frá búi sínu í fæðuleit? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvaðan kemur nafnið geitungur? eftir Gísla Má Gíslason
- Náttúrufræðistofnun Íslands. Geitungar: Nýliðar í umhverfi okkar. Ljósmyndari er Erling Ólafsson. Birt með góðfúslegu leyfi. Sótt 9.6.2011.
Í dag var mjög stór geitungur inni á heimili okkar. Ég hef ekki séð neitt svona áður og vildi vita hvort það væri kannski ný tegund af geitungum eða vespum komin til landsins?