Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Deyja geitungar þegar þeir stinga og eru stungurnar hættulegar fólki?

Gísli Már Gíslason og Margrét Björk Sigurðardóttir

Vísindavefurinn hefur fengið margar spurningar um geitunga, þeirra á meðal:
 • Eru vespur og geitungar líklegar til þess að stinga mann á sumrin?
 • Deyja geitungar þegar þeir stinga?
 • Hvað verður um geitunga þegar þeir eru búnir að stinga mann?
 • Hvers vegna ráðast geitungar á fólk?
 • Er hættulegt að verða fyrir geitungastungu?

Einungis kvendýr (drottningar og þernur) geitunga hafa stungubrodda og geta stungið, enda er broddurinn að uppruna til varppípa. Geitungar hafa mun minni þolinmæði gagnvart áreiti en býflugur og hunangsflugur, en þær leggja sjaldnast til atlögu nema tilneyddar eða ef farið er afar óvarlega við bú þeirra. Geitungar geta hins vegar átt til að vera illir viðureignar, þeir sveima oft í kringum höfuð fólks og geta einstaka sinnum stungið án tilefnis. Þeir bregðast þó helst illa við ef að þeim er þrengt, til dæmis ef þeir eru fangaðir, eða þegar menn ógna búum þeirra, en stinga yfirleitt ekki ef þeir eru látnir afskiptalausir.Broddur geitungs

Á haustin koma nýjar drottningar úr búum sínum og leita að stað til að leggjast í dvala yfir veturinn. Verði þær fyrir áreiti eiga þær það til að stinga fólk. Stundum þegar þær leggjast í dvala, koma þær sér fyrir í skófatnaði sem stendur í skugga, eða í vasa á flíkum og svo þegar fæti er stungið í skóinn eða hendi í vasann stinga þær.

Ef hunangsfluga stingur gerir hún það aðeins einu sinni. Broddurinn er ummynduð varppípa og hefur krók á endanum, eins konar öngul, sem situr eftir í stungusárinu. Við stunguna dregst broddurinn út úr flugunni ásamt eiturpoka og jafnvel hluta af innyflum og flugan deyr. Hjá geitungum vantar hins vegar krókinn á broddinn og þeir geta því dregið hann út aftur án þess að hljóta skaða af.

Stungur geitunga og hunangsflugna eru hættulegar á tvennan hátt, annars vegar vegna beinna eituráhrifa og hins vegar vegna ofnæmis. Í broddinum er eitur sem veldur miklum sársauka og ertingu en það þarf þó um 100 stungur til að það sé lífshættulegt fyrir fullorðinn einstakling. Í stungunni eru einnig ofnæmisvakar sem oft valda ofnæmi og tekur það nokkrar vikur að myndast. Geitungar valda oftast ofnæmi allra skordýra, en í fyrsta skipti sem einhver er stunginn af geitungi getur slíkt ofnæmi ekki verið til staðar og stungan veldur því einungis staðbundnum óþægindum. Hafi viðkomandi hins vegar verið stunginn áður og þegar myndað ofnæmi getur ein stunga verið mjög hættuleg, jafnvel lífshættuleg. Einkennin eru þá meðal annars öndunarerfiðleikar og blóðþrýstingsfall með yfirliði, og verður viðkomandi þá að komast tafarlaust undir læknishendur.Stungur æðvængna eru hættulegar á tvennan hátt, bein eituráhrif og ofnæmi

Stungur æðvængna (geitungar, hunangsflugur og býflugur tilheyra æðvængjum) eru ein algengasta orsök dauða vegna ofnæmislosts í heiminum. Bráðaofnæmi vegna geitunga eða býflugna er talið orsaka að minnsta kosti 50 dauðsföll á ári í Bandaríkjunum. Alvarleg ofnæmisviðbrögð, þó ekki banvæn, sjást ár hvert hjá um 5-10 af hverjum 100.000 íbúum. Ofnæmi fyrir æðvængjum greindist í fyrsta skipti hjá Íslendingi veturinn 2002, en í framtíðinni má búast við því að nokkrir Íslendingar á ári fái alvarleg einkenni eftir skordýrastungur. Einstaklingar geta myndað ofnæmi fyrir einni eða fleiri tegundum. Það er því mjög mikilvægt að bera kennsl á þá tegund sem menn voru stungnir af og jafnframt greina ofnæmið með sértæku húðprófi.

Á vef Landlæknisembættisins er að finna eftirfarandi ráð til þess að draga úr líkum á því að verða fyrir stungum geitunga:
 • Eyða öllum búum sem eru við heimili.
 • Sýna aðgát við garðvinnu, nota hanska.
 • Matarbitar og drykkir bjóða geitungum heim, en þeir eru sérlega sólgnir í sætindi, bjór og vín.
 • Sprauta má hárlakki á geitunga innan dyra eða drepa í einu höggi.
 • Hafa þétt net yfir vögnum barna sem sofa úti.
 • Klæðast hvítum/ljósum fatnaði.
 • Nota ekki ilmefni.
 • Ganga ekki berfætt úti við, klæðast síðum buxum og langerma skyrtum.

Nánari upplýsingar má finna í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundar

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

12.12.2005

Spyrjandi

Vilhelm Yngvi Kristinsson
Eyþór Örn
Ástdís Valdimarsdóttir
Sólveig Haraldsdóttir

Tilvísun

Gísli Már Gíslason og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Deyja geitungar þegar þeir stinga og eru stungurnar hættulegar fólki?“ Vísindavefurinn, 12. desember 2005. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5477.

Gísli Már Gíslason og Margrét Björk Sigurðardóttir. (2005, 12. desember). Deyja geitungar þegar þeir stinga og eru stungurnar hættulegar fólki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5477

Gísli Már Gíslason og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Deyja geitungar þegar þeir stinga og eru stungurnar hættulegar fólki?“ Vísindavefurinn. 12. des. 2005. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5477>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Deyja geitungar þegar þeir stinga og eru stungurnar hættulegar fólki?
Vísindavefurinn hefur fengið margar spurningar um geitunga, þeirra á meðal:

 • Eru vespur og geitungar líklegar til þess að stinga mann á sumrin?
 • Deyja geitungar þegar þeir stinga?
 • Hvað verður um geitunga þegar þeir eru búnir að stinga mann?
 • Hvers vegna ráðast geitungar á fólk?
 • Er hættulegt að verða fyrir geitungastungu?

Einungis kvendýr (drottningar og þernur) geitunga hafa stungubrodda og geta stungið, enda er broddurinn að uppruna til varppípa. Geitungar hafa mun minni þolinmæði gagnvart áreiti en býflugur og hunangsflugur, en þær leggja sjaldnast til atlögu nema tilneyddar eða ef farið er afar óvarlega við bú þeirra. Geitungar geta hins vegar átt til að vera illir viðureignar, þeir sveima oft í kringum höfuð fólks og geta einstaka sinnum stungið án tilefnis. Þeir bregðast þó helst illa við ef að þeim er þrengt, til dæmis ef þeir eru fangaðir, eða þegar menn ógna búum þeirra, en stinga yfirleitt ekki ef þeir eru látnir afskiptalausir.Broddur geitungs

Á haustin koma nýjar drottningar úr búum sínum og leita að stað til að leggjast í dvala yfir veturinn. Verði þær fyrir áreiti eiga þær það til að stinga fólk. Stundum þegar þær leggjast í dvala, koma þær sér fyrir í skófatnaði sem stendur í skugga, eða í vasa á flíkum og svo þegar fæti er stungið í skóinn eða hendi í vasann stinga þær.

Ef hunangsfluga stingur gerir hún það aðeins einu sinni. Broddurinn er ummynduð varppípa og hefur krók á endanum, eins konar öngul, sem situr eftir í stungusárinu. Við stunguna dregst broddurinn út úr flugunni ásamt eiturpoka og jafnvel hluta af innyflum og flugan deyr. Hjá geitungum vantar hins vegar krókinn á broddinn og þeir geta því dregið hann út aftur án þess að hljóta skaða af.

Stungur geitunga og hunangsflugna eru hættulegar á tvennan hátt, annars vegar vegna beinna eituráhrifa og hins vegar vegna ofnæmis. Í broddinum er eitur sem veldur miklum sársauka og ertingu en það þarf þó um 100 stungur til að það sé lífshættulegt fyrir fullorðinn einstakling. Í stungunni eru einnig ofnæmisvakar sem oft valda ofnæmi og tekur það nokkrar vikur að myndast. Geitungar valda oftast ofnæmi allra skordýra, en í fyrsta skipti sem einhver er stunginn af geitungi getur slíkt ofnæmi ekki verið til staðar og stungan veldur því einungis staðbundnum óþægindum. Hafi viðkomandi hins vegar verið stunginn áður og þegar myndað ofnæmi getur ein stunga verið mjög hættuleg, jafnvel lífshættuleg. Einkennin eru þá meðal annars öndunarerfiðleikar og blóðþrýstingsfall með yfirliði, og verður viðkomandi þá að komast tafarlaust undir læknishendur.Stungur æðvængna eru hættulegar á tvennan hátt, bein eituráhrif og ofnæmi

Stungur æðvængna (geitungar, hunangsflugur og býflugur tilheyra æðvængjum) eru ein algengasta orsök dauða vegna ofnæmislosts í heiminum. Bráðaofnæmi vegna geitunga eða býflugna er talið orsaka að minnsta kosti 50 dauðsföll á ári í Bandaríkjunum. Alvarleg ofnæmisviðbrögð, þó ekki banvæn, sjást ár hvert hjá um 5-10 af hverjum 100.000 íbúum. Ofnæmi fyrir æðvængjum greindist í fyrsta skipti hjá Íslendingi veturinn 2002, en í framtíðinni má búast við því að nokkrir Íslendingar á ári fái alvarleg einkenni eftir skordýrastungur. Einstaklingar geta myndað ofnæmi fyrir einni eða fleiri tegundum. Það er því mjög mikilvægt að bera kennsl á þá tegund sem menn voru stungnir af og jafnframt greina ofnæmið með sértæku húðprófi.

Á vef Landlæknisembættisins er að finna eftirfarandi ráð til þess að draga úr líkum á því að verða fyrir stungum geitunga:
 • Eyða öllum búum sem eru við heimili.
 • Sýna aðgát við garðvinnu, nota hanska.
 • Matarbitar og drykkir bjóða geitungum heim, en þeir eru sérlega sólgnir í sætindi, bjór og vín.
 • Sprauta má hárlakki á geitunga innan dyra eða drepa í einu höggi.
 • Hafa þétt net yfir vögnum barna sem sofa úti.
 • Klæðast hvítum/ljósum fatnaði.
 • Nota ekki ilmefni.
 • Ganga ekki berfætt úti við, klæðast síðum buxum og langerma skyrtum.

Nánari upplýsingar má finna í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir: