Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað fara geitungar yfirleitt langt frá búi sínu í fæðuleit?

Jón Már Halldórsson

Það fer eftir aðstæðum hversu langt geitungar fara frá búum sínum í leit að fæðu. Til dæmis skiptir máli hversu stutt er í fæðuna. Samkvæmt reynslu erlendis frá geta geitungar farið allt að 500 metra frá búinu í fæðuleit. Ef sést til geitunga og leita á að búinu getur leitarsvæðið því verið nokkuð stórt. Það eru þó til ráð sem auðvelda fólki að staðsetja geitungabú.



Geitungabú nálægt híbýlum eru sjaldnast gleðiefni.

Best er að staðsetja geitungabú um hádaginn á lygnum sólardögum þar sem þernurnar eru hvað iðnastar við þær aðstæður. Yfirleitt er flugstefnan hjá þeim bein þannig að þær fara stystu leið í búið frá fæðustöðvunum.

Gott getur verið að koma fyrir fæðu á ýmsum stöðum til þess að ákvarða úr hvaða stefnu geitungarnir koma til að sækja sér mat. Þegar þeir fara til baka er jafnvel hægt að fara í humátt á eftir þeim en að sjálfsögðu þarf að fara mjög varlega og gæta þess að börn eða gæludýr séu ekki nærri.

Staðsetning geitungabúa fer mjög eftir því hvaða geitungategund er um að ræða. Trjágeitungar gera sér oft bú á trjágreinum eða girðingum og geta búin verið mjög áberandi. Bú holugeitunga eru sjaldnast sýnileg, oft hverfa þeir ofan í holu í jörðinni eða inn undir þakskegg.

Ef menn finna geitungabú er öruggast að hafa samband við meindýraeyði til þess að ganga frá því.

Frekari fróðleikur um geitunga á Vísindavefnum:

Mynd:


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Hvað fara geitungar yfirleitt langt frá búi sínu í fæðuleit, þeir eru hér til mikilla leiðinda, hvað þarf leitarradíusinn að vera stór?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.8.2008

Spyrjandi

Sigurður Helgason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað fara geitungar yfirleitt langt frá búi sínu í fæðuleit?“ Vísindavefurinn, 13. ágúst 2008, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48326.

Jón Már Halldórsson. (2008, 13. ágúst). Hvað fara geitungar yfirleitt langt frá búi sínu í fæðuleit? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48326

Jón Már Halldórsson. „Hvað fara geitungar yfirleitt langt frá búi sínu í fæðuleit?“ Vísindavefurinn. 13. ágú. 2008. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48326>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað fara geitungar yfirleitt langt frá búi sínu í fæðuleit?
Það fer eftir aðstæðum hversu langt geitungar fara frá búum sínum í leit að fæðu. Til dæmis skiptir máli hversu stutt er í fæðuna. Samkvæmt reynslu erlendis frá geta geitungar farið allt að 500 metra frá búinu í fæðuleit. Ef sést til geitunga og leita á að búinu getur leitarsvæðið því verið nokkuð stórt. Það eru þó til ráð sem auðvelda fólki að staðsetja geitungabú.



Geitungabú nálægt híbýlum eru sjaldnast gleðiefni.

Best er að staðsetja geitungabú um hádaginn á lygnum sólardögum þar sem þernurnar eru hvað iðnastar við þær aðstæður. Yfirleitt er flugstefnan hjá þeim bein þannig að þær fara stystu leið í búið frá fæðustöðvunum.

Gott getur verið að koma fyrir fæðu á ýmsum stöðum til þess að ákvarða úr hvaða stefnu geitungarnir koma til að sækja sér mat. Þegar þeir fara til baka er jafnvel hægt að fara í humátt á eftir þeim en að sjálfsögðu þarf að fara mjög varlega og gæta þess að börn eða gæludýr séu ekki nærri.

Staðsetning geitungabúa fer mjög eftir því hvaða geitungategund er um að ræða. Trjágeitungar gera sér oft bú á trjágreinum eða girðingum og geta búin verið mjög áberandi. Bú holugeitunga eru sjaldnast sýnileg, oft hverfa þeir ofan í holu í jörðinni eða inn undir þakskegg.

Ef menn finna geitungabú er öruggast að hafa samband við meindýraeyði til þess að ganga frá því.

Frekari fróðleikur um geitunga á Vísindavefnum:

Mynd:


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Hvað fara geitungar yfirleitt langt frá búi sínu í fæðuleit, þeir eru hér til mikilla leiðinda, hvað þarf leitarradíusinn að vera stór?
...