Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 23 svör fundust

Getur haförn drepið álft?

Undir ákveðnum kringumstæðum getur haförn vissulega drepið álft, til dæmis ef álftin er aðframkomin vegna meiðsla eða annars sem haft hefur áhrif á heilbrigði hennar og styrk. Það er hins vegar afar ólíklegt að haförn leggi í fullvaxna og fullfríska álft þar sem þær eru geysilega sterkir fuglar. Hætt er við að slí...

Nánar

Er þorskurinn hrææta?

Á undanförnum áratugum hafa miklar rannsóknir farið fram á fæðuháttum þorsksins (Gadus morhua) hér við land enda hefur hann verið okkar mikilvægasti nytjafiskur. Þorskurinn er sannarlega afkastamikill afræningi (e. predator) á íslensku hafsvæði og þau dýr sem hann veiðir sér eru af ýmsum toga, allt eftir stærð...

Nánar

Hvernig öfluðu grameðlur sér fæðu og hvaða dýr veiddu þær?

Þótt fæðuvistfræði löngu útdauðra dýra eins og grameðlunnar (Tyrannosaurus rex) sé ekki þekkt, þykir nokkuð víst að hún hafi verið kjötæta. Lengi vel töldu menn að grameðlan hafi trónað efst á toppi fæðupíramíta risaeðla á krítartímabilinu. Stórkostleg líkamsstærð hennar og risaskoltur ollu því að engin risaeðla g...

Nánar

Hvaða dýr éta geitungar og hvaða óvini eiga þeir?

Þær þrjár tegundir geitunga sem lifa hér á landi ná sér í hunangslögg úr blómplöntum og veiða skordýr og aðra hryggleysingja auk þess sem þær leita sér fæðu víða annars staðar. Holugeitungur (Vespula vulgaris) leitar auk þess í ýmsar fæðuleifar sem hann kemst í. Sorp getur þannig laðað að sér holugeitunga. Vespul...

Nánar

Hvað er ránlífi?

Til að við áttum okkur á gerðum fæðunáms lífvera á jörðinni er gott að skipta þeim í tvennt: Í fyrsta lagi eru frumbjarga lífverur, sem ýmist stunda efnatillífun eða ljóstillífun en hins vegar eru hinar ófrumbjarga lífverur; þeim flokki tilheyra meðal annarra þær lífverur sem stunda ránlífi. Ránlífi má skilg...

Nánar

Af hverju eru köngulær til?

Stutta svarið við þessari spurningu er: Að því bara! Örlítið lengra svar er vegna þess að þetta er hópur lífvera sem hefur komið sér fyrir á ákveðnum stað í fæðuvef lífríkisins. Af hverju þetta eru köngulær en ekki annar hópur dýra má rekja til mjög flókinnar atburðarásar þróunar- og lífssögu jarðar. Köngu...

Nánar

Hver er vistfræðilegur sess hornsílis í fæðuvef Mývatns?

Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á ýmsum þáttum í vistkerfi Mývatns, til dæmis á fæðuvef vatnsins með því meðal annars að skoða magainnihald fiska eins og hornsílisins (Gasterosteus aculeatus) og fugla. Rannsóknir hafa sýnt að helsta fæða hornsíla eru smávaxnir hryggleysingjar eins og árfætla (Copepod...

Nánar

Gætu ísbirnir lifað á suðurheimskautinu eða Suðurskautslandinu?

Ísbirnir (Ursus maritimus) geta örugglega ekki lifað á suðurheimskautinu sjálfu sökum þess að þar er afar litla fæðu að fá og harðangurslegt með eindæmum. Tegundir hryggdýra sem draga þar fram lífið, hluta úr ári, eru teljandi á fingrum annarrar handar. Um Suðurskautslandið og strandsvæði þess gegnir hins vegar öð...

Nánar

Hver er meðalaldur hreindýra?

Þegar svara á spurningu sem þessari verður að taka með í reikninginn að villt dýr verða sjaldan mjög gömul. Lífsbaráttan í náttúrunni er hörð og óvægin og það er sjaldgæft að villt dýr nái að lifa inn í ellina. Þau lenda í klóm rándýra, verða fyrir fæðuskorti eða öðrum áföllum. Mikill munur er á meðalaldri vil...

Nánar

Er eitthvert dýr sem lifir á silfurskottum?

Silfurskottur eru meðal kunnustu meindýra í húsum landsmanna. Hér á landi er útbreiðsla þeirra einungis bundin við heimahús og er svo víða um heim. Nánar má lesa um silfurskottur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju koma silfurskottur í hús? Hér er hins vegar spurt um tegundir sem leggja sér silfurskot...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um eiturfroskinn Dendrobates pumilio?

Frosktegundin Dendrobates pumilio nefnist strawberry poison-dart frog á ensku og vísar það heiti annars vegar til litarfars frosksins sem minnir á jarðaber og hins vegar til eiturs sem sérstakar frumur í húð hans seyta. Það mætti því kannski kalla hann jarðarberja-eiturfroskinn upp á íslensku. Froskur þessi er ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um vistfræði hrafnsins á Íslandi?

Óhætt er að segja að hrafninn (Corvus corax) sé einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hann er algengur um allt land og er mjög áberandi í byggð yfir veturinn þegar jarðbönn eru. Hann er staðfugl hér og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári. Flestir hafa líklega séð krumma á flugi og óþarfi er að lýsa...

Nánar

Hvenær komu rjúpur til Íslands og hvað getið þið sagt mér um rjúpuna?

Rjúpan (Lagopus muta) er tegund af ætt hænsnafugla (Galliformes) og undirætt orrafugla (Tetraoninae). Rjúpnastofninn hér á landi kom upprunalega frá Grænlandi við lok ísaldar fyrir um 10.000 árum. Tengslin við Grænland hafa ekki alveg slitnað því það kemur stöku sinnum fyrir að grænlenskar rjúpur finnist hér á lan...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um rauðpöndur?

Rauðpandan (Ailurus fulgens) sem einnig er kölluð litla panda er smávaxin tegund af ætt rauðpanda (Ailuridae). Hún hefur einnig stundum verið kölluð kattbjörn þar sem hún minnir um margt á kött bæði í útliti og atferli. Hún var áður flokkuð til ættar hálfbjarna, en náttúrufræðingar töldu lengi vel að rauðpandan og...

Nánar

Fleiri niðurstöður