Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Af hverju eru köngulær til?

Stutta svarið við þessari spurningu er: Að því bara!

Örlítið lengra svar er vegna þess að þetta er hópur lífvera sem hefur komið sér fyrir á ákveðnum stað í fæðuvef lífríkisins. Af hverju þetta eru köngulær en ekki annar hópur dýra má rekja til mjög flókinnar atburðarásar þróunar- og lífssögu jarðar.

Könguló í vef sínum.

Köngulær (Araneae) eru toppafræningjar meðal hryggleysingja en eru þó algeng fæða margra hryggdýra í hinum ólíku vistkerfum þurrlendisins. Hér á landi eru köngulær umfangsmiklir afræningjar skordýra (Insecta) en lenda oftar en ekki í gogg ýmissa fugla.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

3.4.2011

Spyrjandi

Viðar Gauti Önundarson, f. 1997

Höfundur

Tilvísun

JMH. „Af hverju eru köngulær til?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2011. Sótt 18. nóvember 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=59205.

JMH. (2011, 3. apríl). Af hverju eru köngulær til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59205

JMH. „Af hverju eru köngulær til?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2011. Vefsíða. 18. nóv. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59205>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Negull

Negull er krydd úr þurrkuðum blómhnöppum negultrésins. Hann er eitt þekktasta krydd veraldar og fyrr á öldum var hann einokunarvara Portúgala og Hollendinga. Hann er ýmist notaður malaður eða heill. Negull er notaður í bakstri og í ýmsa austurlenska rétti, svo og til að krydda ýmsa kjötrétti. Negull er ilmríkur og sums staðar er hefð að stinga negulnöglum í appelsínu og hengja upp fyrir jólin.