Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Gætu ísbirnir lifað á suðurheimskautinu eða Suðurskautslandinu?

Jón Már Halldórsson

Ísbirnir (Ursus maritimus) geta örugglega ekki lifað á suðurheimskautinu sjálfu sökum þess að þar er afar litla fæðu að fá og harðangurslegt með eindæmum. Tegundir hryggdýra sem draga þar fram lífið, hluta úr ári, eru teljandi á fingrum annarrar handar. Um Suðurskautslandið og strandsvæði þess gegnir hins vegar öðru máli en ekki væri hægt að svara spurningunni nema með því að sleppa nokkrum hvítabjörnum þar lausum og fylgjast með því hvernig þeim reiðir af.

Við strendur Suðurskautslandsins er nægt æti fyrir hvítabirni. Þar er lagnaðarís og geysistórir stofnar sela og mörgæsa, þar á meðal átuselur (Lobodon carcinophagus) en stofn þessara sela telur sjálfsagt tugi milljóna dýra.

Hvítabirnir gætur örugglega ekki lifað á suðurheimskautinu sjálfu en mögulega við strendur Suðurskautslandsins.

Hvítabirnir eru afræningjar norðurslóða. Þeir eru aðlagaðir að veiðum á þeim selategundum sem þar finnast, svo sem kampsel (Erignathus barbatus) og vöðusel (Phoca groenlandica). Rándýr hafa með tíð og tíma aðlagast bæði að vistfræði og atferli bráðarinnar og bráðin að sama skapi að rándýrunum. Þegar stórt rándýr eins og hvítabjörninn er fluttur á svæði sem hann hefur aldrei lifað á áður eru líkurnar á því að hann spjari sig honum lítt í vil.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.12.2010

Spyrjandi

Guðrún Atladóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Gætu ísbirnir lifað á suðurheimskautinu eða Suðurskautslandinu?“ Vísindavefurinn, 7. desember 2010. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56310.

Jón Már Halldórsson. (2010, 7. desember). Gætu ísbirnir lifað á suðurheimskautinu eða Suðurskautslandinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56310

Jón Már Halldórsson. „Gætu ísbirnir lifað á suðurheimskautinu eða Suðurskautslandinu?“ Vísindavefurinn. 7. des. 2010. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56310>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gætu ísbirnir lifað á suðurheimskautinu eða Suðurskautslandinu?
Ísbirnir (Ursus maritimus) geta örugglega ekki lifað á suðurheimskautinu sjálfu sökum þess að þar er afar litla fæðu að fá og harðangurslegt með eindæmum. Tegundir hryggdýra sem draga þar fram lífið, hluta úr ári, eru teljandi á fingrum annarrar handar. Um Suðurskautslandið og strandsvæði þess gegnir hins vegar öðru máli en ekki væri hægt að svara spurningunni nema með því að sleppa nokkrum hvítabjörnum þar lausum og fylgjast með því hvernig þeim reiðir af.

Við strendur Suðurskautslandsins er nægt æti fyrir hvítabirni. Þar er lagnaðarís og geysistórir stofnar sela og mörgæsa, þar á meðal átuselur (Lobodon carcinophagus) en stofn þessara sela telur sjálfsagt tugi milljóna dýra.

Hvítabirnir gætur örugglega ekki lifað á suðurheimskautinu sjálfu en mögulega við strendur Suðurskautslandsins.

Hvítabirnir eru afræningjar norðurslóða. Þeir eru aðlagaðir að veiðum á þeim selategundum sem þar finnast, svo sem kampsel (Erignathus barbatus) og vöðusel (Phoca groenlandica). Rándýr hafa með tíð og tíma aðlagast bæði að vistfræði og atferli bráðarinnar og bráðin að sama skapi að rándýrunum. Þegar stórt rándýr eins og hvítabjörninn er fluttur á svæði sem hann hefur aldrei lifað á áður eru líkurnar á því að hann spjari sig honum lítt í vil.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...