Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver er meðalaldur hreindýra?

JMH

Þegar svara á spurningu sem þessari verður að taka með í reikninginn að villt dýr verða sjaldan mjög gömul. Lífsbaráttan í náttúrunni er hörð og óvægin og það er sjaldgæft að villt dýr nái að lifa inn í ellina. Þau lenda í klóm rándýra, verða fyrir fæðuskorti eða öðrum áföllum.

Mikill munur er á meðalaldri villtra hreindýra og hreindýra í dýragarði.

Villt hreindýr (Rangifer tarandus) á þeim slóðum þar sem gnótt er af afræningjum eins og úlfum (Canis lupus) og brúnbjörnum (Ursus arctos) verða vart eldri en átta ára en slík rándýr virka sem grisjarar á slíka stofna. Þetta er vissulega ekki meðalaldur þar sem afföll á hinum ýmsu æviskeiðum hreindýra, svo sem þegar þau eru ung, draga óneitanlega niður meðalaldurinn.

Það er því best að átta sig á mögulegum hámarksaldri dýra þar sem þau lifa við góðar aðstæður, fá nægt fæði og skjól og ekki síst öryggi. Meðalaldur dýra í dýragörðum er allt að helmingi hærri en þeirra sem lifa í villtri náttúru.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

18.3.2011

Spyrjandi

Halldóra Kristín Lárusdóttir, f. 1997

Tilvísun

JMH. „Hver er meðalaldur hreindýra?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2011. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58950.

JMH. (2011, 18. mars). Hver er meðalaldur hreindýra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58950

JMH. „Hver er meðalaldur hreindýra?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2011. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58950>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er meðalaldur hreindýra?
Þegar svara á spurningu sem þessari verður að taka með í reikninginn að villt dýr verða sjaldan mjög gömul. Lífsbaráttan í náttúrunni er hörð og óvægin og það er sjaldgæft að villt dýr nái að lifa inn í ellina. Þau lenda í klóm rándýra, verða fyrir fæðuskorti eða öðrum áföllum.

Mikill munur er á meðalaldri villtra hreindýra og hreindýra í dýragarði.

Villt hreindýr (Rangifer tarandus) á þeim slóðum þar sem gnótt er af afræningjum eins og úlfum (Canis lupus) og brúnbjörnum (Ursus arctos) verða vart eldri en átta ára en slík rándýr virka sem grisjarar á slíka stofna. Þetta er vissulega ekki meðalaldur þar sem afföll á hinum ýmsu æviskeiðum hreindýra, svo sem þegar þau eru ung, draga óneitanlega niður meðalaldurinn.

Það er því best að átta sig á mögulegum hámarksaldri dýra þar sem þau lifa við góðar aðstæður, fá nægt fæði og skjól og ekki síst öryggi. Meðalaldur dýra í dýragörðum er allt að helmingi hærri en þeirra sem lifa í villtri náttúru.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....