Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu?

Jón Már Halldórsson

Hreindýr (Rangifer tarandus) eru útbreidd á heimskautasvæðum allt í kringum norðurpól. Stórir stofnar finnast í austanverði Síberíu, í Noregi, Kanada, Grænlandi, Alaska og í Asíu allt suður til 50° gráðu N-breiddar í Kína. Áður fyrr lifðu þau mun sunnar og voru útbreidd um Kanada og allt suður til Maine á vesturströnd Bandaríkjanna. Á síðasta jökulskeiði lifðu hreindýr allt suður til Nevada og Tennesse í Bandaríkjunum og í Evrópu náði útbreiðsla þeirra suður til Spánar. Auk þess hafa leifar hreindýra fundist á Bretlandseyjum. Hreindýr hafa verið flutt víða um heim og með tímanum hafa villtir stofnar vaxið og dafnað, eins og til dæmis á Íslandi.

Þær aðstæður sem hreindýrastofnar lifa við eru mismunandi og þótt sumir stofnar séu í hættu þá virðast aðrir standa sterkir, að minnsta kosti um þessar mundir hvað sem síðar verður. Það eru bæði beinar aðgerðir mannanna sem ógna hreindýrunum og breytingar í náttúrunni eins og hlýnun jarðar.



Hreindýr sleikja salt af vegi í Bresku-Kólumbíu í Kanada.

Víða í Rússlandi er veiðiþjófnaður helsta ástæðan fyrir fækkun villtra hreindýra en í Finnlandi er það búsvæðaeyðing. Í Bandaríkjunum stendur skógarhreindýrum veruleg ógn af aukinni útbreiðslu virginíu-hjartardýrsins (Odocoileus virginianus) sem ber með sér þráðorma sem leggjast á miðtaugakerfi hreindýra og elga. Hjartardýrin hafa þróað með sér varnir gegn sníkjudýrinu en ekki hreindýr né elgar. Rannsóknir hafa sýnt að þar sem virginíu-hjörturinn hefur numið land hafa hreindýr og elgir hörfað burt. Auk þess hefur aukin útbreiðsla sléttuúlfa haft neikvæð áhrif á hreindýrin í norðausturhluta Bandaríkjanna og suðurhluta Quebec-fylkis í Kanada. Þriðja skýringin á hnignun skógarhreindýra í Norður-Ameríku er skógarhögg á barrskógarsvæðum í suðurhluta Kanada.

Hreindýr eru iðulega greind í tvo hópa, túndruhreindýr og skógarhreindýr, en þetta er ekki líffræðileg eða flokkunarfræðileg flokkun enn sem komið er. Hér á eftir verður fjallað um helstu deilitegundir og stofna hreindýra og ástand þeirra.

Alls eru þekktar sex deilitegundir sem telja má til túndruheindýra og er ástand þeirra nokkuð misjafnt. Ein deilitegundin er útdauð. Það er hið svokallaða heimskautahreindýr eða austur-grænlenska hreindýrið (R. Tarandus eogroenlandicus) sem lifði á Austur-Grænlandi. Talið er að þessi deilitegund hafi dáið út um aldamótin 1900, að öllum líkindum vegna ofveiði.

Peary-hreindýr (R. tarandus peary), sem nefnd eru eftir breska heimskautafaranum Robert Peary, finnast á norðaustursvæðum Kanada, á heimskautaeyjunum milli meginlandsins og Grænlands svo sem Ellismere-eyju. Þetta er smávaxnasti hreindýrastofninn í Vesturheimi. Þessi dýr teljast í útrýmingarhættu (e. endangered). Árið 1961 var stofninn rúmlega 40 þúsund dýr en hefur fækkað niður í um 700 dýr. Vísindamenn telja að hlýnun skýri að verulegu leyti þessa miklu fækkun. Á norðurslóðum eru sífellt fleiri dagar á ári þar sem hitinn er yfir frostmarki. Þetta leiðir til þess að aðgengi hreindýranna að bithögum hefur minnkað en á gróðurrýrum svæðum túndrunnar þurfa dýrin að fara víða í leit að heppilegum högum. Áður gátu þau nokkuð auðveldlega farið á milli svæða en ótraustur ís hefur gert slíkt flakk erfitt. Þau hafa því einangrast á sífellt minni svæðum sem hefur leitt til fæðuskorts með þeim afleiðingum að stofninn er aðeins tæplega 2% af stofnstærðinni fyrir 50 árum síðan.



Peary-hreindýrum hefur fækkað mjög mikið á síðustu áratugum.

Svalbarðahreindýr (R. tarandus platyrhynchus) lifa á Svalbarða eins og nafnið gefur til kynna. Áður fyrr var veiðiálag á þessi dýr umtalsvert og var stofninn orðinn lítill þegar veiðibann var sett á árið 1925. Vísindaveiðar voru þó stundaðar í einhverjum mæli frá 1925 til 1983. Frá 1974 til dagsins í dag hefur stofninn verið nokkuð stöðugur fyrir utan sveiflur vegna tíðafars til dæmis harðindaveturinn 1993-94 sem olli miklum horfelli dýra í Bröggerhalvoya. Heildarstofnstærðin nú er talin vera í kringum 10 þúsund dýr og er þessi deilitegund ekki í útrýmingarhættu.

Grant-hreindýr (R. tarandus granti) finnast í Alaska, á Yukon-svæðinu og í norðvesturhluta Kanada. Samkvæmt nýlegu stofnstærðarmati er heildarstofninn um 125 þúsund dýr og telst stofninn vart í útrýmingarhættu. Hins vegar gæti olíuvinnsla á á svæðum í Norður-Alaska (svokölluðu Northeast wildlife refuge) sem mögulega verður að veruleika ógnað tilvist hluta stofnsins ef af verður.

Önnur kanadísk deilitegund er túndruhreindýrið (R. Tarandus groenlandicus) sem lifir í norðvesturhluta Kanada og á vesturströnd Grænlands. Þessi dýr eru ekki talin í útrýmingarhættu en þeim hefur fækkað víða staðbundið, meðal annars á Grænlandi.

Sjötta deilitegundin sem telst til túndruhreindýra er villihreindýr (R. tarandus tarandus), sem er að finna í Skandinavíu, norður Síberíu og norður Kanada. Höfundi er ekki kunnugt um ástand þeirrar tegundar.

Af svokölluðum skógarhreindýrum má helst nefna skandinavíska stofna. Í Finnlandi finnast tveir aðskildir stofnar af skógarhreindýrum (R. Tarandus fennicus), annars vegar í vesturhluta landsins og hins vegar í austurhluta landsins. Stofninn austast í landinu er innfluttur og um 1980 voru einungis 40 dýr í þeirri hjörð en hann hefur vaxið hratt og telst nú vera um 2.000 dýr. Dýrum í vesturhlutanum, við Kirjálabotn, hefur fækkað töluvert á síðustu þremur áratugum eða úr 1.800 niður í um 1.000 dýr.

Þessi deilitegund lifir einnig í Noregi og er stofninn þar stór eða um 30 þúsund dýr. Í Evrópuhluta Rússlands er talið að stofninn sé um 40.000 dýr og eru vísbendingar um að þeim hafa fækkað nokkuð. Í Mongólíu er smár stofn sem telur innan við 1.000 dýr.

Að lokum má nefna norður-amerísk skógarhreindýr (R. Tarandus caribou) sem finnst í Kanada, meðal annars á Nýfundalandi, austast í Alaska og suður til Nýja Englands á austurströnd Bandaríkjanna. Útbreiðslusvæði þessarar undirtegundar hefur dregist verulega saman og eru þau alls staðar í talsverðri útrýmingarhættu nema í Quebec og Labrador í Kanada.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum

Heimildir og myndir:
  • Population size of Peary caribou in the Canadian Arctic islands. (June 2007). Í UNEP/GRID-Arendal Maps and Graphics Library. Skoðað 27. janúar 2008.
  • International Union for Conservation of Nature. Skoðað 14. janúar 2010.
  • Henttonen, H. & Tikhonov, A. 2008. Rangifer tarandus. IUCN Red List of Threatened Species. Version 2009.2. Skoðað 14. janúar 2010.
  • Schmitz, O.J. and T.D. Nudds. 1994. Parasite-mediated competition in deer and moose: how strong is the effect of meningeal worm on moose? Ecological Applications 4:91-103.
  • Schafer, Rober. 2003. Long-Term Range Recession and the Persistence of Caribou in the Taiga. Research note. Conservation Biology 17(5):1435–1439
  • Mynd af hreindýrum á vegi: Reindeer á Wikipedia. Sótt 10. 2. 2010.
  • Mynd af peary hreindýrum: Peary Caribou á Wikipedia. Sótt 10. 2. 2010.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.3.2010

Spyrjandi

Elín Jóna, f. 1996

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2010, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54945.

Jón Már Halldórsson. (2010, 3. mars). Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54945

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2010. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54945>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu?
Hreindýr (Rangifer tarandus) eru útbreidd á heimskautasvæðum allt í kringum norðurpól. Stórir stofnar finnast í austanverði Síberíu, í Noregi, Kanada, Grænlandi, Alaska og í Asíu allt suður til 50° gráðu N-breiddar í Kína. Áður fyrr lifðu þau mun sunnar og voru útbreidd um Kanada og allt suður til Maine á vesturströnd Bandaríkjanna. Á síðasta jökulskeiði lifðu hreindýr allt suður til Nevada og Tennesse í Bandaríkjunum og í Evrópu náði útbreiðsla þeirra suður til Spánar. Auk þess hafa leifar hreindýra fundist á Bretlandseyjum. Hreindýr hafa verið flutt víða um heim og með tímanum hafa villtir stofnar vaxið og dafnað, eins og til dæmis á Íslandi.

Þær aðstæður sem hreindýrastofnar lifa við eru mismunandi og þótt sumir stofnar séu í hættu þá virðast aðrir standa sterkir, að minnsta kosti um þessar mundir hvað sem síðar verður. Það eru bæði beinar aðgerðir mannanna sem ógna hreindýrunum og breytingar í náttúrunni eins og hlýnun jarðar.



Hreindýr sleikja salt af vegi í Bresku-Kólumbíu í Kanada.

Víða í Rússlandi er veiðiþjófnaður helsta ástæðan fyrir fækkun villtra hreindýra en í Finnlandi er það búsvæðaeyðing. Í Bandaríkjunum stendur skógarhreindýrum veruleg ógn af aukinni útbreiðslu virginíu-hjartardýrsins (Odocoileus virginianus) sem ber með sér þráðorma sem leggjast á miðtaugakerfi hreindýra og elga. Hjartardýrin hafa þróað með sér varnir gegn sníkjudýrinu en ekki hreindýr né elgar. Rannsóknir hafa sýnt að þar sem virginíu-hjörturinn hefur numið land hafa hreindýr og elgir hörfað burt. Auk þess hefur aukin útbreiðsla sléttuúlfa haft neikvæð áhrif á hreindýrin í norðausturhluta Bandaríkjanna og suðurhluta Quebec-fylkis í Kanada. Þriðja skýringin á hnignun skógarhreindýra í Norður-Ameríku er skógarhögg á barrskógarsvæðum í suðurhluta Kanada.

Hreindýr eru iðulega greind í tvo hópa, túndruhreindýr og skógarhreindýr, en þetta er ekki líffræðileg eða flokkunarfræðileg flokkun enn sem komið er. Hér á eftir verður fjallað um helstu deilitegundir og stofna hreindýra og ástand þeirra.

Alls eru þekktar sex deilitegundir sem telja má til túndruheindýra og er ástand þeirra nokkuð misjafnt. Ein deilitegundin er útdauð. Það er hið svokallaða heimskautahreindýr eða austur-grænlenska hreindýrið (R. Tarandus eogroenlandicus) sem lifði á Austur-Grænlandi. Talið er að þessi deilitegund hafi dáið út um aldamótin 1900, að öllum líkindum vegna ofveiði.

Peary-hreindýr (R. tarandus peary), sem nefnd eru eftir breska heimskautafaranum Robert Peary, finnast á norðaustursvæðum Kanada, á heimskautaeyjunum milli meginlandsins og Grænlands svo sem Ellismere-eyju. Þetta er smávaxnasti hreindýrastofninn í Vesturheimi. Þessi dýr teljast í útrýmingarhættu (e. endangered). Árið 1961 var stofninn rúmlega 40 þúsund dýr en hefur fækkað niður í um 700 dýr. Vísindamenn telja að hlýnun skýri að verulegu leyti þessa miklu fækkun. Á norðurslóðum eru sífellt fleiri dagar á ári þar sem hitinn er yfir frostmarki. Þetta leiðir til þess að aðgengi hreindýranna að bithögum hefur minnkað en á gróðurrýrum svæðum túndrunnar þurfa dýrin að fara víða í leit að heppilegum högum. Áður gátu þau nokkuð auðveldlega farið á milli svæða en ótraustur ís hefur gert slíkt flakk erfitt. Þau hafa því einangrast á sífellt minni svæðum sem hefur leitt til fæðuskorts með þeim afleiðingum að stofninn er aðeins tæplega 2% af stofnstærðinni fyrir 50 árum síðan.



Peary-hreindýrum hefur fækkað mjög mikið á síðustu áratugum.

Svalbarðahreindýr (R. tarandus platyrhynchus) lifa á Svalbarða eins og nafnið gefur til kynna. Áður fyrr var veiðiálag á þessi dýr umtalsvert og var stofninn orðinn lítill þegar veiðibann var sett á árið 1925. Vísindaveiðar voru þó stundaðar í einhverjum mæli frá 1925 til 1983. Frá 1974 til dagsins í dag hefur stofninn verið nokkuð stöðugur fyrir utan sveiflur vegna tíðafars til dæmis harðindaveturinn 1993-94 sem olli miklum horfelli dýra í Bröggerhalvoya. Heildarstofnstærðin nú er talin vera í kringum 10 þúsund dýr og er þessi deilitegund ekki í útrýmingarhættu.

Grant-hreindýr (R. tarandus granti) finnast í Alaska, á Yukon-svæðinu og í norðvesturhluta Kanada. Samkvæmt nýlegu stofnstærðarmati er heildarstofninn um 125 þúsund dýr og telst stofninn vart í útrýmingarhættu. Hins vegar gæti olíuvinnsla á á svæðum í Norður-Alaska (svokölluðu Northeast wildlife refuge) sem mögulega verður að veruleika ógnað tilvist hluta stofnsins ef af verður.

Önnur kanadísk deilitegund er túndruhreindýrið (R. Tarandus groenlandicus) sem lifir í norðvesturhluta Kanada og á vesturströnd Grænlands. Þessi dýr eru ekki talin í útrýmingarhættu en þeim hefur fækkað víða staðbundið, meðal annars á Grænlandi.

Sjötta deilitegundin sem telst til túndruhreindýra er villihreindýr (R. tarandus tarandus), sem er að finna í Skandinavíu, norður Síberíu og norður Kanada. Höfundi er ekki kunnugt um ástand þeirrar tegundar.

Af svokölluðum skógarhreindýrum má helst nefna skandinavíska stofna. Í Finnlandi finnast tveir aðskildir stofnar af skógarhreindýrum (R. Tarandus fennicus), annars vegar í vesturhluta landsins og hins vegar í austurhluta landsins. Stofninn austast í landinu er innfluttur og um 1980 voru einungis 40 dýr í þeirri hjörð en hann hefur vaxið hratt og telst nú vera um 2.000 dýr. Dýrum í vesturhlutanum, við Kirjálabotn, hefur fækkað töluvert á síðustu þremur áratugum eða úr 1.800 niður í um 1.000 dýr.

Þessi deilitegund lifir einnig í Noregi og er stofninn þar stór eða um 30 þúsund dýr. Í Evrópuhluta Rússlands er talið að stofninn sé um 40.000 dýr og eru vísbendingar um að þeim hafa fækkað nokkuð. Í Mongólíu er smár stofn sem telur innan við 1.000 dýr.

Að lokum má nefna norður-amerísk skógarhreindýr (R. Tarandus caribou) sem finnst í Kanada, meðal annars á Nýfundalandi, austast í Alaska og suður til Nýja Englands á austurströnd Bandaríkjanna. Útbreiðslusvæði þessarar undirtegundar hefur dregist verulega saman og eru þau alls staðar í talsverðri útrýmingarhættu nema í Quebec og Labrador í Kanada.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum

Heimildir og myndir:
  • Population size of Peary caribou in the Canadian Arctic islands. (June 2007). Í UNEP/GRID-Arendal Maps and Graphics Library. Skoðað 27. janúar 2008.
  • International Union for Conservation of Nature. Skoðað 14. janúar 2010.
  • Henttonen, H. & Tikhonov, A. 2008. Rangifer tarandus. IUCN Red List of Threatened Species. Version 2009.2. Skoðað 14. janúar 2010.
  • Schmitz, O.J. and T.D. Nudds. 1994. Parasite-mediated competition in deer and moose: how strong is the effect of meningeal worm on moose? Ecological Applications 4:91-103.
  • Schafer, Rober. 2003. Long-Term Range Recession and the Persistence of Caribou in the Taiga. Research note. Conservation Biology 17(5):1435–1439
  • Mynd af hreindýrum á vegi: Reindeer á Wikipedia. Sótt 10. 2. 2010.
  • Mynd af peary hreindýrum: Peary Caribou á Wikipedia. Sótt 10. 2. 2010.
...