Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða plöntur éta hreindýr helst og hvaða tegundir forðast þau?

Jón Már Halldórsson

Á árunum 1980 til 1982 fóru fram rannsóknir á fæðuvali hreindýra á beitilöndunum fyrir norðan Vatnajökul. Snæfellsöræfi eru helstu vor- og sumarbeitilönd hreindýranna á þessu svæði. Þegar vorið gengur í garð, færa dýrin sig smám saman inn á snjóþyngri svæðin og nýta þannig yngstu og næringarríkustu plönturnar á hverjum tíma.

Niðurstöður rannsókna á sumarbeitarlöndum hreindýranna sýndu að helmingur fæðu þeirra voru grös og starir en um 30% fæðunnar voru víðitegundir.



Á haustin færa hreindýrin sig neðar í landinu og hafa verið gerðar rannsóknir á fæðuvali þeirra bæði á Fljótsdalsheiði og Jökuldalsheiði. Helsti munurinn fólst í mismunandi hlutfalli flétta í fæðu þeirra. Á Jökuldalsheiði voru fléttur 64% af fæðunni og stærsti hluti þeirra voru fjallagrös (Cetraria islandica) sem voru 61% af fæðunni. Fléttur voru hins vegar aðeins 21% af fæðu hreindýra á Fljótsdalsheiði og algengasta fléttutegundin sem dýrin átu var mundagrös (Cetrariella delisei) sem var 12% fæðunnar og stinnastör (Carex bigelowii) og grasvíðir (Salix herbacea) sem voru allt að 30% af fæðu þeirra. Hlutfall þessara tegunda var aðeins 8% af fæðu hreindýranna á Jökuldalsheiði.

Á veturna halda hreindýrin sig eru oft á holtum, ásum og brekkum neðan við heiðalöndin, þar sem snjólétt er og sæmilegir bithagar. Þar nærast þau helst á rjúpnalaufum, og fjalldrapa, Á Fljótsdalsheiði þar sem hreindýr hafa gengið nærri fléttum hafa þau snúið sér að vallarsveifgrasi (Poa pratensis), stinnastör, túnvingul (Festuca richardsonii), sauðamerg (Loiseleuria procumbens), krækilyngi (Empetrum nigrum) og rjúpnalaufi en þessar tegundir voru um 80% af vetrarfæðu þeirra en fléttur aðeins 3%.

Höfundur hefur engar upplýsingar um hvaða plöntur hreindýr forðast en hreindýr eru augljóslega miklir tækifærissinnar í fæðuvali sínu og sjálfsagt skýrir það hversu vel þau þrífast á mörkum hins byggilega heims, meðal annars á mörgum harðneskjulegustu stöðum jarðar, svo sem á Ellesmere-eyju, Grænlandi, Svalbarða og Síberíu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Kristbjörn Egilsson, Skarphéðinn Þórisson. 1983. Áhrif fyrirhugaðra virkjana á Austurlandi á hreindýr og beitilönd þeirra. Náttúrufræðistofnun/Orkustofnun. OS-83074/VOD-08.
  • Kristbjörn Egilsson. 1983. Fæða og beitilönd íslensku hreindýranna. Náttúrufræðistofnun/Orkustofnun. OS-83073/VOD-07.
  • Kristbjörn Egilsson. 1993. Beitilönd og fæða hreindýra á hálendi Austurlands. Í: Villt íslensk spendýr, ritstj. Páll Hersteinsson og Guttormur Sigbjarnarson. Hið íslenska náttúrufræðifélag og Landvernd. Reykjavík.
  • Skarphéðinn G. Þórisson. 2004. Hreindýr. Í : Íslensk spendýr, ritstj. Páll Hersteinsson. Vaka Helgafell.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.5.2009

Spyrjandi

Kristján Pálsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða plöntur éta hreindýr helst og hvaða tegundir forðast þau?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2009, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52396.

Jón Már Halldórsson. (2009, 6. maí). Hvaða plöntur éta hreindýr helst og hvaða tegundir forðast þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52396

Jón Már Halldórsson. „Hvaða plöntur éta hreindýr helst og hvaða tegundir forðast þau?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2009. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52396>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða plöntur éta hreindýr helst og hvaða tegundir forðast þau?
Á árunum 1980 til 1982 fóru fram rannsóknir á fæðuvali hreindýra á beitilöndunum fyrir norðan Vatnajökul. Snæfellsöræfi eru helstu vor- og sumarbeitilönd hreindýranna á þessu svæði. Þegar vorið gengur í garð, færa dýrin sig smám saman inn á snjóþyngri svæðin og nýta þannig yngstu og næringarríkustu plönturnar á hverjum tíma.

Niðurstöður rannsókna á sumarbeitarlöndum hreindýranna sýndu að helmingur fæðu þeirra voru grös og starir en um 30% fæðunnar voru víðitegundir.



Á haustin færa hreindýrin sig neðar í landinu og hafa verið gerðar rannsóknir á fæðuvali þeirra bæði á Fljótsdalsheiði og Jökuldalsheiði. Helsti munurinn fólst í mismunandi hlutfalli flétta í fæðu þeirra. Á Jökuldalsheiði voru fléttur 64% af fæðunni og stærsti hluti þeirra voru fjallagrös (Cetraria islandica) sem voru 61% af fæðunni. Fléttur voru hins vegar aðeins 21% af fæðu hreindýra á Fljótsdalsheiði og algengasta fléttutegundin sem dýrin átu var mundagrös (Cetrariella delisei) sem var 12% fæðunnar og stinnastör (Carex bigelowii) og grasvíðir (Salix herbacea) sem voru allt að 30% af fæðu þeirra. Hlutfall þessara tegunda var aðeins 8% af fæðu hreindýranna á Jökuldalsheiði.

Á veturna halda hreindýrin sig eru oft á holtum, ásum og brekkum neðan við heiðalöndin, þar sem snjólétt er og sæmilegir bithagar. Þar nærast þau helst á rjúpnalaufum, og fjalldrapa, Á Fljótsdalsheiði þar sem hreindýr hafa gengið nærri fléttum hafa þau snúið sér að vallarsveifgrasi (Poa pratensis), stinnastör, túnvingul (Festuca richardsonii), sauðamerg (Loiseleuria procumbens), krækilyngi (Empetrum nigrum) og rjúpnalaufi en þessar tegundir voru um 80% af vetrarfæðu þeirra en fléttur aðeins 3%.

Höfundur hefur engar upplýsingar um hvaða plöntur hreindýr forðast en hreindýr eru augljóslega miklir tækifærissinnar í fæðuvali sínu og sjálfsagt skýrir það hversu vel þau þrífast á mörkum hins byggilega heims, meðal annars á mörgum harðneskjulegustu stöðum jarðar, svo sem á Ellesmere-eyju, Grænlandi, Svalbarða og Síberíu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Kristbjörn Egilsson, Skarphéðinn Þórisson. 1983. Áhrif fyrirhugaðra virkjana á Austurlandi á hreindýr og beitilönd þeirra. Náttúrufræðistofnun/Orkustofnun. OS-83074/VOD-08.
  • Kristbjörn Egilsson. 1983. Fæða og beitilönd íslensku hreindýranna. Náttúrufræðistofnun/Orkustofnun. OS-83073/VOD-07.
  • Kristbjörn Egilsson. 1993. Beitilönd og fæða hreindýra á hálendi Austurlands. Í: Villt íslensk spendýr, ritstj. Páll Hersteinsson og Guttormur Sigbjarnarson. Hið íslenska náttúrufræðifélag og Landvernd. Reykjavík.
  • Skarphéðinn G. Þórisson. 2004. Hreindýr. Í : Íslensk spendýr, ritstj. Páll Hersteinsson. Vaka Helgafell.

Mynd:...