Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Getur haförn drepið álft?

Undir ákveðnum kringumstæðum getur haförn vissulega drepið álft, til dæmis ef álftin er aðframkomin vegna meiðsla eða annars sem haft hefur áhrif á heilbrigði hennar og styrk. Það er hins vegar afar ólíklegt að haförn leggi í fullvaxna og fullfríska álft þar sem þær eru geysilega sterkir fuglar. Hætt er við að slík átök gætu skaðað haförninn og skert veiðihæfni hans til framtíðar.Haförn gæti líklega drepið álft en ólíklegt er að hann leggi í þá atlögu ef álftin er fullfrísk.

Venjulega taka rándýr ekki mikla áhættu við veiðar þar sem þau geta átt líf sitt undir því að allt gangi vel. Afar sjaldgæft er að tiltekinn afræningi ráðist á annað dýr sem er svipað honum að stærð, nema ef þeir eru nokkrir saman eins og þegar ljón ráðast á vatnabuffala eða háhyrningar ráðast á stórhveli. Þó eru þekkt dæmi um að afræningi ráðist einn síns liðs á stærri bráð, það er til dæmis ekki óalagengt hjá rándýrum af marðarætt.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um haferni og álftir, til dæmis:

Mynd: Tooth & Claw

Útgáfudagur

28.11.2006

Spyrjandi

Arnór Einar, f. 1996

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

JMH. „Getur haförn drepið álft?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2006. Sótt 26. mars 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6409.

JMH. (2006, 28. nóvember). Getur haförn drepið álft? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6409

JMH. „Getur haförn drepið álft?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2006. Vefsíða. 26. mar. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6409>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðmundur Ævar Oddsson

1978

Guðmundur Oddsson er dósent við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa að stéttaskiptingu, frávikshegðun og félagslegu taumhaldi.