Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvenær komu rjúpur til Íslands og hvað getið þið sagt mér um rjúpuna?

Jón Már Halldórsson

Rjúpan (Lagopus muta) er tegund af ætt hænsnafugla (Galliformes) og undirætt orrafugla (Tetraoninae). Rjúpnastofninn hér á landi kom upprunalega frá Grænlandi við lok ísaldar fyrir um 10.000 árum. Tengslin við Grænland hafa ekki alveg slitnað því það kemur stöku sinnum fyrir að grænlenskar rjúpur finnist hér á landi.

Rjúpan er staðfugl á Íslandi en ferðast innanlands haust og vor og oft landshorna á milli. Rjúpan verpir mjög víða um land, þó mest sé af henni á heiðum á norðaustanverðu landinu. Búsvæði hennar eru aðallega lyngmóar, kjarrlendi, skógar og gróin hraun en hún getur leitað inn í garða að vetrarlagi. Utan Íslands verpir rjúpan á heimskautasvæðum allt í kringum norðurpólinn.

Íslenski rjúpnastofninn kom upprunalega frá Grænlandi við lok ísaldar fyrir um 10.000 árum. Á myndinni sést rjúpa (Lagopus muta) í vetrarbúningi.

Rjúpan gengur stundum undir nafninu fjallrjúpa og er það notað til aðgreiningar frá bergrjúpu (Lagopus leucurus) og dalrjúpu (Lagopus lagopus). Dalrjúpan finnst líkt og fjallrjúpan allt í kringum pólinn í Evrasíu og Norður-Ameríku og verpir víða í skógum, heiðum og svæðum norðan trjálínu. Bergrjúpan finnst hins vegar einungis í Norður-Ameríku, aðallega í vesturhluta Kanada og nokkrum svæðum í Bandaríkjunum og þá í fjalllendi fyrir ofan trjálínu.

Rjúpan skiptir um búning þrisvar sinnum á ári og fellur því vel inn í umhverfið á hverjum árstíma. Yfir veturinn er hún nánast alhvít fyrir utan svartar stélfjaðrir. Sumarbúningurinn er brúnn en að hausti tekur hún á sig gráleitan lit.

Karlfugl rjúpunnar nefnist karri. Hann helgar sér oftast óðal undir lok aprílmánaðar og reynir þá að laða til sín kvenfugl. Varptíminn stendur frá seinni hluta maí fram í byrjun júní. Frjósemi kvenfuglsins er óvenju mikil því eggin eru að jafnaði 10-12 talsins sem er meira en hjá flestum öðrum fuglum sem verpa hér á landi. Útungun tekur um þrjár vikur. Eins og tíðkast hjá flestum tegundum mófugla yfirgefa rjúpuungarnir hreiðrið strax en fylgja móður sinni í tvo mánuði eða svo. Karrinn tekur hins vegar engan þátt í uppeldi unganna.

Rjúpa með unga.

Ungarnir éta nokkuð af skordýrum til að byrja með en fullorðnir fuglar eru jurtaætur og nærast aðallega á laufblöðum, blómum, berjum, lyngi, fræjum, reklum, brumi og sprotum. Fullorðnar rjúpur eru að öllum líkindum einu íslensku fuglarnir sem lifa á gróðri landsins allan ársins hring.

Stofnstærð rjúpunnar sveiflast mikið bæði innan árs og á milli ára og tímaskeiða. Þessar sveiflur eru náttúrlegt fyrirbæri og þekkjast víða í vistkerfum smárra spendýra og fugla. Vitað er að fálkinn (Falco rustioculus) á mikinn þátt í þessum stofnstærðarsveiflum rjúpunnar því hann er skæður og sérhæfður afræningi. Rannsóknir sem vísindamenn hjá Náttúrufræðistofnun hafa gert á síðustu áratugum hafa sýnt að hámarks stofnstærð fálkans er venjulega tveimur til þremur árum eftir að rúpnastofninn var í hámarki.

Sníkjudýr geta einnig verið áhrifaþáttur í stofnstærð rjúpnastofnins en hníslar af tegundunum Eimeria rjupa og Eimeria muta sem finnast í rjúpum hér á landi valda svokallaðri hníslasótt sem er alvarlegur iðrasjúkdómur.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.11.2018

Spyrjandi

Þorsteinn Davíð Stefánsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvenær komu rjúpur til Íslands og hvað getið þið sagt mér um rjúpuna?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2018. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73615.

Jón Már Halldórsson. (2018, 29. nóvember). Hvenær komu rjúpur til Íslands og hvað getið þið sagt mér um rjúpuna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73615

Jón Már Halldórsson. „Hvenær komu rjúpur til Íslands og hvað getið þið sagt mér um rjúpuna?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2018. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73615>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær komu rjúpur til Íslands og hvað getið þið sagt mér um rjúpuna?
Rjúpan (Lagopus muta) er tegund af ætt hænsnafugla (Galliformes) og undirætt orrafugla (Tetraoninae). Rjúpnastofninn hér á landi kom upprunalega frá Grænlandi við lok ísaldar fyrir um 10.000 árum. Tengslin við Grænland hafa ekki alveg slitnað því það kemur stöku sinnum fyrir að grænlenskar rjúpur finnist hér á landi.

Rjúpan er staðfugl á Íslandi en ferðast innanlands haust og vor og oft landshorna á milli. Rjúpan verpir mjög víða um land, þó mest sé af henni á heiðum á norðaustanverðu landinu. Búsvæði hennar eru aðallega lyngmóar, kjarrlendi, skógar og gróin hraun en hún getur leitað inn í garða að vetrarlagi. Utan Íslands verpir rjúpan á heimskautasvæðum allt í kringum norðurpólinn.

Íslenski rjúpnastofninn kom upprunalega frá Grænlandi við lok ísaldar fyrir um 10.000 árum. Á myndinni sést rjúpa (Lagopus muta) í vetrarbúningi.

Rjúpan gengur stundum undir nafninu fjallrjúpa og er það notað til aðgreiningar frá bergrjúpu (Lagopus leucurus) og dalrjúpu (Lagopus lagopus). Dalrjúpan finnst líkt og fjallrjúpan allt í kringum pólinn í Evrasíu og Norður-Ameríku og verpir víða í skógum, heiðum og svæðum norðan trjálínu. Bergrjúpan finnst hins vegar einungis í Norður-Ameríku, aðallega í vesturhluta Kanada og nokkrum svæðum í Bandaríkjunum og þá í fjalllendi fyrir ofan trjálínu.

Rjúpan skiptir um búning þrisvar sinnum á ári og fellur því vel inn í umhverfið á hverjum árstíma. Yfir veturinn er hún nánast alhvít fyrir utan svartar stélfjaðrir. Sumarbúningurinn er brúnn en að hausti tekur hún á sig gráleitan lit.

Karlfugl rjúpunnar nefnist karri. Hann helgar sér oftast óðal undir lok aprílmánaðar og reynir þá að laða til sín kvenfugl. Varptíminn stendur frá seinni hluta maí fram í byrjun júní. Frjósemi kvenfuglsins er óvenju mikil því eggin eru að jafnaði 10-12 talsins sem er meira en hjá flestum öðrum fuglum sem verpa hér á landi. Útungun tekur um þrjár vikur. Eins og tíðkast hjá flestum tegundum mófugla yfirgefa rjúpuungarnir hreiðrið strax en fylgja móður sinni í tvo mánuði eða svo. Karrinn tekur hins vegar engan þátt í uppeldi unganna.

Rjúpa með unga.

Ungarnir éta nokkuð af skordýrum til að byrja með en fullorðnir fuglar eru jurtaætur og nærast aðallega á laufblöðum, blómum, berjum, lyngi, fræjum, reklum, brumi og sprotum. Fullorðnar rjúpur eru að öllum líkindum einu íslensku fuglarnir sem lifa á gróðri landsins allan ársins hring.

Stofnstærð rjúpunnar sveiflast mikið bæði innan árs og á milli ára og tímaskeiða. Þessar sveiflur eru náttúrlegt fyrirbæri og þekkjast víða í vistkerfum smárra spendýra og fugla. Vitað er að fálkinn (Falco rustioculus) á mikinn þátt í þessum stofnstærðarsveiflum rjúpunnar því hann er skæður og sérhæfður afræningi. Rannsóknir sem vísindamenn hjá Náttúrufræðistofnun hafa gert á síðustu áratugum hafa sýnt að hámarks stofnstærð fálkans er venjulega tveimur til þremur árum eftir að rúpnastofninn var í hámarki.

Sníkjudýr geta einnig verið áhrifaþáttur í stofnstærð rjúpnastofnins en hníslar af tegundunum Eimeria rjupa og Eimeria muta sem finnast í rjúpum hér á landi valda svokallaðri hníslasótt sem er alvarlegur iðrasjúkdómur.

Heimildir og myndir:

...