Sólin Sólin Rís 03:23 • sest 23:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:45 • Sest 03:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:14 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 22:59 í Reykjavík

Gætu nýjar hákarlategundir komið til Íslands þar sem hitastig er að hækka vegna gróðurhúsaáhrifa?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Þar sem hitastig jarðar fer hækkandi vegna gróðurhúsaáhrifanna er þá möguleiki að stærri rándýr eins og hákarlar, sem sækjast í heitari sjó, komi til sjávar í kringum Ísland á næstunni?

Hitastig hefur farið hækkandi á jörðinni síðastliðin ár. Til að mynda hefur hitastig á sumum hafsvæðum við Bretlandseyjar hækkað um rúmt prósent. Afleiðingar hitnandi úthafa eru margvíslegar og ekki verður farið út í það hér nema að litlu leyti. Ein þeirra, og sennilega sú sem Íslendingar þekkja best, er að fiskistofnar geta fært sig um set norður eftir, til dæmis mætti nefna flökkustofna eins og makríl (Scomber scombrus). Með breytingum á dreifingarmynstri þessara tegunda fylgja óneitanlega afræningjar.

Einn afræningi er túnfiskur sem veiðist nú mun norðar en áður. Einnig eru nokkrar tegundir höfrunga orðnir algengari við Bretlandseyjar og aðrar höfrungategundir hafa sést enn norðar. Sem dæmi má nefna að bæði hundfiskur (Delphinus delphis) og rákahöfrungur (Stenella coeruleoalba) eru nú algengari við norðurhluta Bretlands en fyrir tuttugu árum. Á sama tíma hafa tegundir eins og blettahnýðir (Lagenorhynchus albirostris) og leifturhnýðir ( Lagenorhynchus acutus) orðið sjaldgæfari á þessum slóðum og því sennilega fært sig norðar.

Bláháfur (Prionace glauca) hefur ratað í veiðarfæri íslenskra skipa innan lögsögunnar á undanförnum árum en árið 2014 voru veiddust 470 kg af bláháfi.

Engar rannsóknir liggja fyrir um hvort hákarlar séu nú algengari hér við land en áður. Tegundir eins og svartháfur (Centroscyllium fabricii), sem er smávaxin háfiskategund og lifir djúpt suður af landinu, er orðin eitthvað algengari í veiðarfærum íslenskra skipa. Önnur tegund, bláháfur (Prionace glauca), hefur einnig ratað í veiðarfæri íslenskra skipa innan lögsögunnar á undanförnum árum. Árið 2014 veiddust til að mynda 470 kg af þessari tegund. Hvort þetta sé vísbending um að hákarlategundir sem eiga sér nyrðri mörk suður af landinu séu nú algengari hér við land en áður verður tíminn að leiða í ljós en ekki telst það ólíklegt.

Hvað varðar sjávardýralífið við Bretlandseyjar, þá hafa áhyggjur manna aukist á því að hvíthákarlar (Carcharodon carcharias) verði algengari þar við stendur á sumrin. Þessar áhyggjur stafa meðal annars af dauðum hnísum (Phocoena phocoena) sem hefur skolað á land, til dæmis við Happisburgh á austurströnd Englands. Áverkar á hnísunum eru sennilega eftir hákarla eða háhyrninga sem eru þó tiltölulega algengir á grunnsævinu við Skotland.

Ísland er vel norðan við útbreiðslusvæði hvíthákarlsins (Carcharodon carcharias) og því varla von að hann flækist til landsins.

Sjávarlíffræðingar hafa fylgst vel með og skráð vitnisburð sjónarvotta sem telja sig hafa séð hvíthákarla við strendur Bretlandseyja. Sennilega eru staðfest 12 tilvik þar sem fólk telur sig hafa séð til þessa mikla hákarls frá 1965. Þar af eru fjögur tilvik frá því eftir 2000. Hvort þeir séu í auknum mæli að gera sig heimakomna á hafsvæðinu í kringum Bretlandseyjar og í Ermarsundi skal þó ósagt látið. Þess má geta að hafsvæðið við Ísland er vel norðan við útbreiðslusvæði hvíthákarlsins og því varla von að hann flækist hingað norður eftir.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.7.2016

Spyrjandi

Ísak Sigurðarson, f. 1999

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Gætu nýjar hákarlategundir komið til Íslands þar sem hitastig er að hækka vegna gróðurhúsaáhrifa?“ Vísindavefurinn, 8. júlí 2016. Sótt 1. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=72150.

Jón Már Halldórsson. (2016, 8. júlí). Gætu nýjar hákarlategundir komið til Íslands þar sem hitastig er að hækka vegna gróðurhúsaáhrifa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72150

Jón Már Halldórsson. „Gætu nýjar hákarlategundir komið til Íslands þar sem hitastig er að hækka vegna gróðurhúsaáhrifa?“ Vísindavefurinn. 8. júl. 2016. Vefsíða. 1. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72150>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gætu nýjar hákarlategundir komið til Íslands þar sem hitastig er að hækka vegna gróðurhúsaáhrifa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Þar sem hitastig jarðar fer hækkandi vegna gróðurhúsaáhrifanna er þá möguleiki að stærri rándýr eins og hákarlar, sem sækjast í heitari sjó, komi til sjávar í kringum Ísland á næstunni?

Hitastig hefur farið hækkandi á jörðinni síðastliðin ár. Til að mynda hefur hitastig á sumum hafsvæðum við Bretlandseyjar hækkað um rúmt prósent. Afleiðingar hitnandi úthafa eru margvíslegar og ekki verður farið út í það hér nema að litlu leyti. Ein þeirra, og sennilega sú sem Íslendingar þekkja best, er að fiskistofnar geta fært sig um set norður eftir, til dæmis mætti nefna flökkustofna eins og makríl (Scomber scombrus). Með breytingum á dreifingarmynstri þessara tegunda fylgja óneitanlega afræningjar.

Einn afræningi er túnfiskur sem veiðist nú mun norðar en áður. Einnig eru nokkrar tegundir höfrunga orðnir algengari við Bretlandseyjar og aðrar höfrungategundir hafa sést enn norðar. Sem dæmi má nefna að bæði hundfiskur (Delphinus delphis) og rákahöfrungur (Stenella coeruleoalba) eru nú algengari við norðurhluta Bretlands en fyrir tuttugu árum. Á sama tíma hafa tegundir eins og blettahnýðir (Lagenorhynchus albirostris) og leifturhnýðir ( Lagenorhynchus acutus) orðið sjaldgæfari á þessum slóðum og því sennilega fært sig norðar.

Bláháfur (Prionace glauca) hefur ratað í veiðarfæri íslenskra skipa innan lögsögunnar á undanförnum árum en árið 2014 voru veiddust 470 kg af bláháfi.

Engar rannsóknir liggja fyrir um hvort hákarlar séu nú algengari hér við land en áður. Tegundir eins og svartháfur (Centroscyllium fabricii), sem er smávaxin háfiskategund og lifir djúpt suður af landinu, er orðin eitthvað algengari í veiðarfærum íslenskra skipa. Önnur tegund, bláháfur (Prionace glauca), hefur einnig ratað í veiðarfæri íslenskra skipa innan lögsögunnar á undanförnum árum. Árið 2014 veiddust til að mynda 470 kg af þessari tegund. Hvort þetta sé vísbending um að hákarlategundir sem eiga sér nyrðri mörk suður af landinu séu nú algengari hér við land en áður verður tíminn að leiða í ljós en ekki telst það ólíklegt.

Hvað varðar sjávardýralífið við Bretlandseyjar, þá hafa áhyggjur manna aukist á því að hvíthákarlar (Carcharodon carcharias) verði algengari þar við stendur á sumrin. Þessar áhyggjur stafa meðal annars af dauðum hnísum (Phocoena phocoena) sem hefur skolað á land, til dæmis við Happisburgh á austurströnd Englands. Áverkar á hnísunum eru sennilega eftir hákarla eða háhyrninga sem eru þó tiltölulega algengir á grunnsævinu við Skotland.

Ísland er vel norðan við útbreiðslusvæði hvíthákarlsins (Carcharodon carcharias) og því varla von að hann flækist til landsins.

Sjávarlíffræðingar hafa fylgst vel með og skráð vitnisburð sjónarvotta sem telja sig hafa séð hvíthákarla við strendur Bretlandseyja. Sennilega eru staðfest 12 tilvik þar sem fólk telur sig hafa séð til þessa mikla hákarls frá 1965. Þar af eru fjögur tilvik frá því eftir 2000. Hvort þeir séu í auknum mæli að gera sig heimakomna á hafsvæðinu í kringum Bretlandseyjar og í Ermarsundi skal þó ósagt látið. Þess má geta að hafsvæðið við Ísland er vel norðan við útbreiðslusvæði hvíthákarlsins og því varla von að hann flækist hingað norður eftir.

Myndir:

...