Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar?

Halldór Björnsson

Gróðurhúsalofttegundir og ský gleypa í sig varmageislun frá jörðinni og endurgeisla svo hluta hennar til baka niður til jarðar1. Þetta vermir yfirborð jarðar upp um nærri 33°C að meðaltali, og ljóst er að án þessara áhrifa væri jörðin ísi hulin og óvíst um líf á henni. Náttúruleg gróðurhúsaáhrif eru því tvímælalaust jákvæð fyrir líf á jörðinni.

Bruni jarðefnaeldsneytis hefur aukið magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum og aukin gróðurhúsaáhrif valda nú loftslagsbreytingum. Hér að neðan verða því rædd stuttlega áhrif þessara auknu gróðurhúsaáhrifa og skoðað hvort þau hafi einhver jákvæð áhrif.

Aukning koltvíildis eða koltvíoxíðs (CO2) í lofthjúpnum veldur því að heimshöfin súrna2. Súrnun veldur álagi á lífríkið, sérstaklega kalkmyndandi lífvefur. Ekki eru þekkt jákvæð áhrif þessa. Aukning koltvíildis í lofti virkar hins vegar sem áburður fyrir sumar plöntur (svokallaðar C3-plöntur) og ef aðrir þættir, svo sem vatn og næringarefni eru ekki takmarkandi er þetta jákvætt fyrir vöxt þessara plantna.

Áhrif loftslagsbreytinga eru margvísleg og hversu mikil þau reynast fer eftir því hversu mikið verður losað af gróðurhúsalofttegundum. Hvort þau eru jákvæð eða neikvæð fer algjörlega eftir því hvaða svæði eða hvaða fyrirbæri er skoðað. Þannig getur hlýnun aukið gróðurfar á norðurslóðum og stækkað ræktunarsvæði, en sama hlýnun getur minnkað ræktunarsvæði á þeim svæðum sem eru hlý fyrir. Hlýnun sjávar kann að vera heppileg fyrir einhverjar lífverur en hún er yfirleitt skaðleg kóröllum. Samhengið og svæðið skiptir því öllu máli.

Það má sjá ýmis merki þess að loftslag fer hlýnandi.

Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) gaf árið 2007 út skýrslu þar sem meðal annars er farið vítt yfir áhrif hlýnunar3. Eftirfarandi upptalning á helstu afleiðingum er úr íslenskri bók um loftslagsbreytingar4.

Ef hlýnunin verður minni en 2°C verða afleiðingarnar ekki öllum þjóðum jafn erfiðar. Góðu fréttirnar eru að afrakstur ræktarlands getur aukist utan hitabeltis við hóflega hlýnun. Slæmu fréttirnar eru að afraksturinn minnkar innan hitabeltisins og á þurrkasvæðum. Það er enginn hörgull á öðrum neikvæðum afleiðingum þessarar hóflegu hlýnunar. Gera má ráð fyrir að skemmdir á kóralrifjum verði verulegar, aukið tjón verði á strandsvæðum vegna flóða og óveðra. Tjón vegna öflugra fellibylja mun líklega aukast, og hækkandi sjávarstaða mun gera ástandið verra. Fleiri deyja af völdum flóða, hitabylgna og þurrka, og sjúkdómar munu taka aukinn toll. Samfélög eru oft háð staðbundum matar- og vatnsforða sem kann að rýrna vegna loftslagsbreytinga. Þetta kann að leiða til fólksflutninga og auka líkur á átökum.

Ef hlýnar meira en 2°C versna afleiðingarnar (eins og upptalningin að ofan sé ekki nógu slæm). Líkur á að það dragi úr fæðuframleiðslu í heiminum aukast, sérstaklega ef hlýnunin fer yfir 3°C. Sjávaryfirborðshækkun mun valda búsifjum á strandsvæðum þegar láglendi tapast og aukin selta í grunnvatni minnkar ferskvatnsbirgðir. Bráðnun jökla og snjóalaga hefur einnig slæm áhrif á ferskvatnsbirgðir hundruð milljóna manna. Með hækkandi hitastigi fækkar tegundum og hætta er á meiri háttar tegundadauða við hlýnun um 4°C. Með aukinni hlýnun dregur úr kolefnisbindingu vistkerfa á landi og þau geta að lokum farið að losa kolefni til lofthjúpsins. Ef hlýnun fer yfir 2°C aukast líkur á verulegri bráðnun stóru íshvelanna, sem veldur mikilli sjávaryfirborðshækkun (tugur metra eða meira) á hundruðum til þúsunda ára.

Árið 1992 samþykktu aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna Rammasamning um loftslagsbreytingar. Þar skuldbundu aðildarþjóðir sig til að viðhalda styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum innan þeirra marka að hættuleg röskun á loftslagi eigi sér ekki stað. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um hversu mikið megi hlýna án þess að hættuleg röskun eigi sér stað. Á síðustu árum hafa ýmsir aðilar lagt til að miðað verði við að hlýnunin verði innan við 2°C og var þetta viðmið tekið upp af ýmsum aðilum, meðal annars Evrópusambandinu. Til að ná því marki má ekki mikið út af bera, en þó telur IPCC að því megi ná með núverandi tækni.

Tilvísanir og mynd:

Höfundur

Halldór Björnsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

4.4.2013

Síðast uppfært

7.8.2020

Spyrjandi

Arnór, Steinar og Brynjólfur

Tilvísun

Halldór Björnsson. „Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2013, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62047.

Halldór Björnsson. (2013, 4. apríl). Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62047

Halldór Björnsson. „Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2013. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62047>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar?
Gróðurhúsalofttegundir og ský gleypa í sig varmageislun frá jörðinni og endurgeisla svo hluta hennar til baka niður til jarðar1. Þetta vermir yfirborð jarðar upp um nærri 33°C að meðaltali, og ljóst er að án þessara áhrifa væri jörðin ísi hulin og óvíst um líf á henni. Náttúruleg gróðurhúsaáhrif eru því tvímælalaust jákvæð fyrir líf á jörðinni.

Bruni jarðefnaeldsneytis hefur aukið magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum og aukin gróðurhúsaáhrif valda nú loftslagsbreytingum. Hér að neðan verða því rædd stuttlega áhrif þessara auknu gróðurhúsaáhrifa og skoðað hvort þau hafi einhver jákvæð áhrif.

Aukning koltvíildis eða koltvíoxíðs (CO2) í lofthjúpnum veldur því að heimshöfin súrna2. Súrnun veldur álagi á lífríkið, sérstaklega kalkmyndandi lífvefur. Ekki eru þekkt jákvæð áhrif þessa. Aukning koltvíildis í lofti virkar hins vegar sem áburður fyrir sumar plöntur (svokallaðar C3-plöntur) og ef aðrir þættir, svo sem vatn og næringarefni eru ekki takmarkandi er þetta jákvætt fyrir vöxt þessara plantna.

Áhrif loftslagsbreytinga eru margvísleg og hversu mikil þau reynast fer eftir því hversu mikið verður losað af gróðurhúsalofttegundum. Hvort þau eru jákvæð eða neikvæð fer algjörlega eftir því hvaða svæði eða hvaða fyrirbæri er skoðað. Þannig getur hlýnun aukið gróðurfar á norðurslóðum og stækkað ræktunarsvæði, en sama hlýnun getur minnkað ræktunarsvæði á þeim svæðum sem eru hlý fyrir. Hlýnun sjávar kann að vera heppileg fyrir einhverjar lífverur en hún er yfirleitt skaðleg kóröllum. Samhengið og svæðið skiptir því öllu máli.

Það má sjá ýmis merki þess að loftslag fer hlýnandi.

Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) gaf árið 2007 út skýrslu þar sem meðal annars er farið vítt yfir áhrif hlýnunar3. Eftirfarandi upptalning á helstu afleiðingum er úr íslenskri bók um loftslagsbreytingar4.

Ef hlýnunin verður minni en 2°C verða afleiðingarnar ekki öllum þjóðum jafn erfiðar. Góðu fréttirnar eru að afrakstur ræktarlands getur aukist utan hitabeltis við hóflega hlýnun. Slæmu fréttirnar eru að afraksturinn minnkar innan hitabeltisins og á þurrkasvæðum. Það er enginn hörgull á öðrum neikvæðum afleiðingum þessarar hóflegu hlýnunar. Gera má ráð fyrir að skemmdir á kóralrifjum verði verulegar, aukið tjón verði á strandsvæðum vegna flóða og óveðra. Tjón vegna öflugra fellibylja mun líklega aukast, og hækkandi sjávarstaða mun gera ástandið verra. Fleiri deyja af völdum flóða, hitabylgna og þurrka, og sjúkdómar munu taka aukinn toll. Samfélög eru oft háð staðbundum matar- og vatnsforða sem kann að rýrna vegna loftslagsbreytinga. Þetta kann að leiða til fólksflutninga og auka líkur á átökum.

Ef hlýnar meira en 2°C versna afleiðingarnar (eins og upptalningin að ofan sé ekki nógu slæm). Líkur á að það dragi úr fæðuframleiðslu í heiminum aukast, sérstaklega ef hlýnunin fer yfir 3°C. Sjávaryfirborðshækkun mun valda búsifjum á strandsvæðum þegar láglendi tapast og aukin selta í grunnvatni minnkar ferskvatnsbirgðir. Bráðnun jökla og snjóalaga hefur einnig slæm áhrif á ferskvatnsbirgðir hundruð milljóna manna. Með hækkandi hitastigi fækkar tegundum og hætta er á meiri háttar tegundadauða við hlýnun um 4°C. Með aukinni hlýnun dregur úr kolefnisbindingu vistkerfa á landi og þau geta að lokum farið að losa kolefni til lofthjúpsins. Ef hlýnun fer yfir 2°C aukast líkur á verulegri bráðnun stóru íshvelanna, sem veldur mikilli sjávaryfirborðshækkun (tugur metra eða meira) á hundruðum til þúsunda ára.

Árið 1992 samþykktu aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna Rammasamning um loftslagsbreytingar. Þar skuldbundu aðildarþjóðir sig til að viðhalda styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum innan þeirra marka að hættuleg röskun á loftslagi eigi sér ekki stað. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um hversu mikið megi hlýna án þess að hættuleg röskun eigi sér stað. Á síðustu árum hafa ýmsir aðilar lagt til að miðað verði við að hlýnunin verði innan við 2°C og var þetta viðmið tekið upp af ýmsum aðilum, meðal annars Evrópusambandinu. Til að ná því marki má ekki mikið út af bera, en þó telur IPCC að því megi ná með núverandi tækni.

Tilvísanir og mynd:...