Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað er það sem ræður hitastigi á jörðinni, er það bara geislun frá sólinni?

Halldór Björnsson

Flestum finnst það eflaust blasa við að sólskinið hitar jörðina, og því sterkara sem það er þeim mun heitara verður. Málið er hins vegar ekki svona einfalt. Sólin hitar jörðina með varmageislun. Styrkur geislunar utan úr geimnum er um 1370 W/m2 í efstu lögum lofthjúpsins sem jafngildir því að um 23 ljósaperur (60W perur) lýsi á hvern fermetra. Þessi orka fer ekki öll í að hita jörðina, um 30% af henni speglast til baka út í geiminn og um 960 W/m2 (16 ljósaperur) verða eftir til að hita jörðina.

Styrkur varmageislunar sólar efst í lofthjúpnum breytist reyndar lítillega yfir árið. Hann er mestur þegar jörðin er næst sólu í janúar og minnstur þegar jörðin er fjærst sólu í júlí. Sólstuðullinn er styrkurinn í meðalfjarlægð jarðar frá sólu. Hefðbundið gildi hans er á bilinu 1360 til 1370 W/m2, en nýlegar mælingar benda til þess að rétt gildi liggi á milli 1366 og 1367W/m2.

Svonefnd gróðurhúsaáhrif ráða miklu um hitastig á reikistjörnunum. Ef þeirra nyti ekki við á jörðinni væri -18°C á jörðinni og ólíklegt að hér hefði kviknað líf.

Reikistjarnan Venus er nær sólu en jörðin og styrkur varmageislunar sólarinnar er rúmlega 2600 W/m2 efst í lofthjúpi Venusar. En ólíkt jörðinni er Venus skýjum hulin og skýin endurvarpa um 80% sólgeislunarinnar. Einungis tæplega 530 W/m2 (um 9 ljósaperur) verða eftir til að hita Venus sem er ríflega helmingur þess sem fer í að hita upp jörðina.

Ef varminn frá sólinni réði yfirborðshita ætti jörðin að vera heitari en Venus. Staðreyndin er samt sú að yfirborðshiti á jörðinni er um 15°C en rúmlega 400°C á Venusi! Það getur því ekki verið rétt að varmageislunin ein sér ráði yfirborðshitanum.

Munurinn á jörðinni og Venusi liggur í því að á Venusi eru að verki firna öflug gróðurhúsaáhrif. Þau hækka yfirborðshitann þar um tæplega 450°C. Sams konar áhrif eru miklu veikari í lofthjúpi jarðar, þar bæta gróðurhúsaáhrif einungis 33°C við meðalhitann. Mikilvægi þessa er samt óumdeilt. Án gróðurhúsaáhrifanna væri -18°C hiti á yfirborði jarðar og ólíklegt að líf hefði kviknað hér.

Mynd:


Þetta svar birtist áður á vef Veðurstofu Íslands og er birt hér með góðufúslegu leyfi.

Upphaflega hljómaði spurningin svona:
Hvað er það sem ræður hitastiginu á plánetunum í sólkerfinu?

Höfundur

Halldór Björnsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

10.2.2010

Spyrjandi

Karen Ákadóttir, f. 1993

Tilvísun

Halldór Björnsson. „Hvað er það sem ræður hitastigi á jörðinni, er það bara geislun frá sólinni?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2010. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=26113.

Halldór Björnsson. (2010, 10. febrúar). Hvað er það sem ræður hitastigi á jörðinni, er það bara geislun frá sólinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=26113

Halldór Björnsson. „Hvað er það sem ræður hitastigi á jörðinni, er það bara geislun frá sólinni?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2010. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=26113>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er það sem ræður hitastigi á jörðinni, er það bara geislun frá sólinni?
Flestum finnst það eflaust blasa við að sólskinið hitar jörðina, og því sterkara sem það er þeim mun heitara verður. Málið er hins vegar ekki svona einfalt. Sólin hitar jörðina með varmageislun. Styrkur geislunar utan úr geimnum er um 1370 W/m2 í efstu lögum lofthjúpsins sem jafngildir því að um 23 ljósaperur (60W perur) lýsi á hvern fermetra. Þessi orka fer ekki öll í að hita jörðina, um 30% af henni speglast til baka út í geiminn og um 960 W/m2 (16 ljósaperur) verða eftir til að hita jörðina.

Styrkur varmageislunar sólar efst í lofthjúpnum breytist reyndar lítillega yfir árið. Hann er mestur þegar jörðin er næst sólu í janúar og minnstur þegar jörðin er fjærst sólu í júlí. Sólstuðullinn er styrkurinn í meðalfjarlægð jarðar frá sólu. Hefðbundið gildi hans er á bilinu 1360 til 1370 W/m2, en nýlegar mælingar benda til þess að rétt gildi liggi á milli 1366 og 1367W/m2.

Svonefnd gróðurhúsaáhrif ráða miklu um hitastig á reikistjörnunum. Ef þeirra nyti ekki við á jörðinni væri -18°C á jörðinni og ólíklegt að hér hefði kviknað líf.

Reikistjarnan Venus er nær sólu en jörðin og styrkur varmageislunar sólarinnar er rúmlega 2600 W/m2 efst í lofthjúpi Venusar. En ólíkt jörðinni er Venus skýjum hulin og skýin endurvarpa um 80% sólgeislunarinnar. Einungis tæplega 530 W/m2 (um 9 ljósaperur) verða eftir til að hita Venus sem er ríflega helmingur þess sem fer í að hita upp jörðina.

Ef varminn frá sólinni réði yfirborðshita ætti jörðin að vera heitari en Venus. Staðreyndin er samt sú að yfirborðshiti á jörðinni er um 15°C en rúmlega 400°C á Venusi! Það getur því ekki verið rétt að varmageislunin ein sér ráði yfirborðshitanum.

Munurinn á jörðinni og Venusi liggur í því að á Venusi eru að verki firna öflug gróðurhúsaáhrif. Þau hækka yfirborðshitann þar um tæplega 450°C. Sams konar áhrif eru miklu veikari í lofthjúpi jarðar, þar bæta gróðurhúsaáhrif einungis 33°C við meðalhitann. Mikilvægi þessa er samt óumdeilt. Án gróðurhúsaáhrifanna væri -18°C hiti á yfirborði jarðar og ólíklegt að líf hefði kviknað hér.

Mynd:


Þetta svar birtist áður á vef Veðurstofu Íslands og er birt hér með góðufúslegu leyfi.

Upphaflega hljómaði spurningin svona:
Hvað er það sem ræður hitastiginu á plánetunum í sólkerfinu?
...