Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver yrðu áhrif sólarljóssins á jörðina ef ekki væri raki í andrúmsloftinu sem dreifir og endurkastar því?

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur

Í stuttu máli má segja að raki eða vatnsgufa í lofthjúpnum sé ein af gróðurhúsalofttegundunum. Líklegast er því að minni raki í loftinu mundi leiða til nokkurrar kólnunar. Málið er þó talsvert flókið eins og nánar kemur fram í textanum hér á eftir.

Ef vatnsgufan þéttist í dropa sem mynda ský eykst endurkast sólgeislunar frá því sem væri í heiðríkju.

Lofthjúpur jarðar fær nær allan sinn varma með geislun frá sólinni. Því má nærri geta að endurkast og gleypni jarðaryfirborðs og lofts gagnvart sólarljósi skiptir miklu um hitafar í lofthjúpnum.

Vatnsgufa er þeirrar náttúru að hún gleypir sólargeislun lítt í sig, heldur hleypir henni að mestu í gegnum sig. Langbylgjugeislun frá jörðu eða jarðgeislun á hins vegar mun erfiðara með að komast gegnum rakt loft. Því stuðlar raki að hærri hita við yfirborð jarðar með sama hætti og aðrar svokallaðar gróðurhúsalofttegundir.

Ef vatnsgufan þéttist í dropa sem mynda ský eykst endurkast sólgeislunar frá því sem væri í heiðríkju. Á hinn bóginn draga ský úr varmatapi vegna jarðgeislunar og talið er að þau áhrif fari langt með að vega upp endurkast sólgeislunar ef litið er til jarðarinnar í heild sinni.

Geislunarferlin í andrúmsloftinu eru nokkru flóknari en hér er gefið til kynna. Þannig má nefna að loftið gleypir hluta sólgeislunar sem endurvarpast af skýjum og sendir frá sér langbylgjugeislun sem aftur er að einhverju marki gleypt við yfirborð jarðar eða öðrum loftlögum. Þá eru ský mishátt yfir jörð og getur hæð þeirra og hiti haft veruleg áhrif á hlutverk þeirra í geislunarbúskapnum.

Áhrif skýja á geislunarjafnvægi jarðarinnar er ein þeirra breytistærða í reikningum á loftslagsbreytingum sem háð er hvað mestri óvissu. Viðamiklar rannsóknir standa yfir víða um heim á myndun og þróun skýjakerfa svo unnt verði að segja til um hlut þeirra í geislunarjafnvægi í lofthjúpi framtíðarinnar.

Mynd:

Höfundur

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur

prófessor í veðurfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.10.2000

Spyrjandi

Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir, Sigrún
Helga Ásgeirsdóttir, Eyrún María
Guðmundsdóttir, Sigþór Árnason

Tilvísun

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. „Hver yrðu áhrif sólarljóssins á jörðina ef ekki væri raki í andrúmsloftinu sem dreifir og endurkastar því?“ Vísindavefurinn, 28. október 2000. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1049.

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. (2000, 28. október). Hver yrðu áhrif sólarljóssins á jörðina ef ekki væri raki í andrúmsloftinu sem dreifir og endurkastar því? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1049

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. „Hver yrðu áhrif sólarljóssins á jörðina ef ekki væri raki í andrúmsloftinu sem dreifir og endurkastar því?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2000. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1049>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver yrðu áhrif sólarljóssins á jörðina ef ekki væri raki í andrúmsloftinu sem dreifir og endurkastar því?
Í stuttu máli má segja að raki eða vatnsgufa í lofthjúpnum sé ein af gróðurhúsalofttegundunum. Líklegast er því að minni raki í loftinu mundi leiða til nokkurrar kólnunar. Málið er þó talsvert flókið eins og nánar kemur fram í textanum hér á eftir.

Ef vatnsgufan þéttist í dropa sem mynda ský eykst endurkast sólgeislunar frá því sem væri í heiðríkju.

Lofthjúpur jarðar fær nær allan sinn varma með geislun frá sólinni. Því má nærri geta að endurkast og gleypni jarðaryfirborðs og lofts gagnvart sólarljósi skiptir miklu um hitafar í lofthjúpnum.

Vatnsgufa er þeirrar náttúru að hún gleypir sólargeislun lítt í sig, heldur hleypir henni að mestu í gegnum sig. Langbylgjugeislun frá jörðu eða jarðgeislun á hins vegar mun erfiðara með að komast gegnum rakt loft. Því stuðlar raki að hærri hita við yfirborð jarðar með sama hætti og aðrar svokallaðar gróðurhúsalofttegundir.

Ef vatnsgufan þéttist í dropa sem mynda ský eykst endurkast sólgeislunar frá því sem væri í heiðríkju. Á hinn bóginn draga ský úr varmatapi vegna jarðgeislunar og talið er að þau áhrif fari langt með að vega upp endurkast sólgeislunar ef litið er til jarðarinnar í heild sinni.

Geislunarferlin í andrúmsloftinu eru nokkru flóknari en hér er gefið til kynna. Þannig má nefna að loftið gleypir hluta sólgeislunar sem endurvarpast af skýjum og sendir frá sér langbylgjugeislun sem aftur er að einhverju marki gleypt við yfirborð jarðar eða öðrum loftlögum. Þá eru ský mishátt yfir jörð og getur hæð þeirra og hiti haft veruleg áhrif á hlutverk þeirra í geislunarbúskapnum.

Áhrif skýja á geislunarjafnvægi jarðarinnar er ein þeirra breytistærða í reikningum á loftslagsbreytingum sem háð er hvað mestri óvissu. Viðamiklar rannsóknir standa yfir víða um heim á myndun og þróun skýjakerfa svo unnt verði að segja til um hlut þeirra í geislunarjafnvægi í lofthjúpi framtíðarinnar.

Mynd:...