Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Af hverju bráðna jöklarnir ekki hraðar?

ÞV

Í örstuttu og einfölduðu máli þá bráðna jöklar ekki hraðar vegna þess að það er ekki hlýrra í veðri. Hins vegar finnst mörgum breytingarnar vera töluvert hraðar nú á tímum og spurning hversu eftirsóknarvert það væri að jöklar bráðnuðu enn hraðar.

Þegar árferði er stöðugt, það er að segja svipað frá ári til árs, þá ná jöklar smám saman jafnvægi við umhverfi sitt. Jafnvægið felst í því að jafnmikið bætist að meðaltali á jökulinn sem ofankoma á hverju ári eins og það sem hann skilar frá sér með bráðnun og frárennsli ásamt uppgufun. Viðbótin vegna ofankomu er yfirleitt mest efst á jöklinum en þaðan sígur ísinn í jöklinum niður á við, bráðnar þar fyrr eða síðar og rennur burt. Ofankoman sem breytist í jökulís er mest á veturna á íslenskum jöklum því að ofankoman á sumrin er fljótandi vatn (rigning) sem rennur niður í jökulinn og fer burt.

Í grófum dráttum má segja að helsti "tekjustofn" íslenskra jökla sé ofankoma á jökulhettuna á veturna en "útgjöldin" séu hins vegar bráðnun neðan til í jöklinum og í skriðjöklum á sumrin. Mælingar undanfarin ár benda til þess að útgjöldin ráði núna meiru um stærð jökla en tekjurnar, það er að segja að sumarhitinn hafi meiri áhrif á afkomu þeirra en ofankoman yfir veturinn.Jökulgarður við Jökulsárlón, framan við Breiðamerkurjökul. Horft til vesturs, mót Öræfajökli. Jökulgarðurinn markar mestu útbreiðslu jökulsins um 1890, þegar jökullinn var mjög nálægt því að ná til sjávar. Mynd: Ólafur Ingólfsson, 2005.

Hér má geta þess að íslenskir jöklar eru þíðjöklar eins og það er kallað, en það þýðir að hitinn á þeim á sumrin er fyrir ofan frostmark þannig að þar verður þá bráðnun og vatnið rennur niður í jökulinn. Sumir aðrir jöklar, til dæmis Grænlandsjökull, eru hins vegar hjarnjöklar; þar er frost allt árið og aðeins óverulegt leysingarvatn fer niður í jökulinn.

En það er sem sagt hitastigið á jöklinum sem stýrir því hversu ört hann bráðnar. Líklega hafa íslenskir jöklar smám saman stækkað allt frá landnámi og fram undir lok 19. aldar þar sem veðurfar fór kólnandi. Hins vegar hafa þeir verið að bráðna síðustu öldina og rúmlega það, þar sem veðurfar á tuttugustu öldinni var mun hlýrra en næstu þrjár aldir þar á undan. Víða við jökuljaðarinn, ekki síst á skriðjöklum, má sjá greinileg merki um að jökullinn hefur áður náð miklu lengra en hann gerir núna.

Bráðnun jökla hefur enn verið að aukast á síðustu árum og er það yfirleitt rakið til hlýnunar af völdum gróðurhúsaáhrifa. Síðustu 12 árin er líklega hlýjasta 12 ára tímabil í Íslandssögunni með tilheyrandi áhrifum á jökla landsins. Talið er að flatarmál þeirra minnki nú um 0,3% á ári hverju og rúmmálið um allt að 0,5%. Með sama áframhaldi endast þeir vart meira en tvær aldir.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild: Oddur Sigurðsson. Ágrip af erindinu Jöklabreytingar og loftslag, sem haldið var fyrir Hið íslenska náttúrufræðifélag í Öskju, Háskóla Íslands, 27. október 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

20.11.2008

Spyrjandi

Anna Mae og Helga, f. 1997

Tilvísun

ÞV. „Af hverju bráðna jöklarnir ekki hraðar?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2008. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50297.

ÞV. (2008, 20. nóvember). Af hverju bráðna jöklarnir ekki hraðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50297

ÞV. „Af hverju bráðna jöklarnir ekki hraðar?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2008. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50297>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju bráðna jöklarnir ekki hraðar?
Í örstuttu og einfölduðu máli þá bráðna jöklar ekki hraðar vegna þess að það er ekki hlýrra í veðri. Hins vegar finnst mörgum breytingarnar vera töluvert hraðar nú á tímum og spurning hversu eftirsóknarvert það væri að jöklar bráðnuðu enn hraðar.

Þegar árferði er stöðugt, það er að segja svipað frá ári til árs, þá ná jöklar smám saman jafnvægi við umhverfi sitt. Jafnvægið felst í því að jafnmikið bætist að meðaltali á jökulinn sem ofankoma á hverju ári eins og það sem hann skilar frá sér með bráðnun og frárennsli ásamt uppgufun. Viðbótin vegna ofankomu er yfirleitt mest efst á jöklinum en þaðan sígur ísinn í jöklinum niður á við, bráðnar þar fyrr eða síðar og rennur burt. Ofankoman sem breytist í jökulís er mest á veturna á íslenskum jöklum því að ofankoman á sumrin er fljótandi vatn (rigning) sem rennur niður í jökulinn og fer burt.

Í grófum dráttum má segja að helsti "tekjustofn" íslenskra jökla sé ofankoma á jökulhettuna á veturna en "útgjöldin" séu hins vegar bráðnun neðan til í jöklinum og í skriðjöklum á sumrin. Mælingar undanfarin ár benda til þess að útgjöldin ráði núna meiru um stærð jökla en tekjurnar, það er að segja að sumarhitinn hafi meiri áhrif á afkomu þeirra en ofankoman yfir veturinn.Jökulgarður við Jökulsárlón, framan við Breiðamerkurjökul. Horft til vesturs, mót Öræfajökli. Jökulgarðurinn markar mestu útbreiðslu jökulsins um 1890, þegar jökullinn var mjög nálægt því að ná til sjávar. Mynd: Ólafur Ingólfsson, 2005.

Hér má geta þess að íslenskir jöklar eru þíðjöklar eins og það er kallað, en það þýðir að hitinn á þeim á sumrin er fyrir ofan frostmark þannig að þar verður þá bráðnun og vatnið rennur niður í jökulinn. Sumir aðrir jöklar, til dæmis Grænlandsjökull, eru hins vegar hjarnjöklar; þar er frost allt árið og aðeins óverulegt leysingarvatn fer niður í jökulinn.

En það er sem sagt hitastigið á jöklinum sem stýrir því hversu ört hann bráðnar. Líklega hafa íslenskir jöklar smám saman stækkað allt frá landnámi og fram undir lok 19. aldar þar sem veðurfar fór kólnandi. Hins vegar hafa þeir verið að bráðna síðustu öldina og rúmlega það, þar sem veðurfar á tuttugustu öldinni var mun hlýrra en næstu þrjár aldir þar á undan. Víða við jökuljaðarinn, ekki síst á skriðjöklum, má sjá greinileg merki um að jökullinn hefur áður náð miklu lengra en hann gerir núna.

Bráðnun jökla hefur enn verið að aukast á síðustu árum og er það yfirleitt rakið til hlýnunar af völdum gróðurhúsaáhrifa. Síðustu 12 árin er líklega hlýjasta 12 ára tímabil í Íslandssögunni með tilheyrandi áhrifum á jökla landsins. Talið er að flatarmál þeirra minnki nú um 0,3% á ári hverju og rúmmálið um allt að 0,5%. Með sama áframhaldi endast þeir vart meira en tvær aldir.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild: Oddur Sigurðsson. Ágrip af erindinu Jöklabreytingar og loftslag, sem haldið var fyrir Hið íslenska náttúrufræðifélag í Öskju, Háskóla Íslands, 27. október 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....