Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver verður líkleg staða jökla hérlendis eftir 50 ár miðað við óbreytta þróun?

Helgi Björnsson

Haldist loftslag næstu 50 ár svipað því sem var að meðaltali á 20. öld verða jöklar á Íslandi minni um miðja 21. öld en þeir eru nú - bæði að flatar- og rúmmáli. Fannir og margir smáir daljöklar til fjalla munu hverfa, en stóru hveljöklarnir (Vatnajökull, Hofsjökull, Langjökull og Mýrdalsjökull) verða enn á sínum stað.



Meginsporðar hveljöklanna gætu styst um 2-4 km, sporðar á hálendinu minnst, en mest skriðjöklar sem falla niður á láglendi sunnan úr Vatnajökli og Mýrdalsjökli. Þó ræðst hop sporðanna af því hverjir þeirra hlaupa fram á þessu tímabili. Þannig hljóp Brúarjökull fram um 10 km árið 1890 og 8 km 1963-64 og má búast við því að hann taki aftur á rás fyrir miðja öldina, en nái þó skemmra fram en við fyrri hlaupin.

Vatnajökull gæti hafað rýrnað um 10% (300 km3) um miðja öldina, sem er nokkru meira en það rúmmál sem hann missti á allri 20. öldinni. Að flatarmáli gæti hann skroppið saman sem nemur helmingi af núverandi flatarmáli Langjökuls.



Hinir stóru hveljöklarnir gætu misst hlutfallslega meira af rúmmáli sínu (15-20%). Haldist loftslag óbreytt gæti því rýrnun allra jöklanna næstu hálfa öld jafngilt 5 m þykku vatnslagi jafndreifðu yfir allt Ísland. Hér er um gróft mat að ræða en von er á ítarlegri svörum sem jöklafræðingar vinna nú að.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

12.3.2003

Spyrjandi

Agnar Oddsson

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hver verður líkleg staða jökla hérlendis eftir 50 ár miðað við óbreytta þróun?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2003, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3226.

Helgi Björnsson. (2003, 12. mars). Hver verður líkleg staða jökla hérlendis eftir 50 ár miðað við óbreytta þróun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3226

Helgi Björnsson. „Hver verður líkleg staða jökla hérlendis eftir 50 ár miðað við óbreytta þróun?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2003. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3226>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver verður líkleg staða jökla hérlendis eftir 50 ár miðað við óbreytta þróun?
Haldist loftslag næstu 50 ár svipað því sem var að meðaltali á 20. öld verða jöklar á Íslandi minni um miðja 21. öld en þeir eru nú - bæði að flatar- og rúmmáli. Fannir og margir smáir daljöklar til fjalla munu hverfa, en stóru hveljöklarnir (Vatnajökull, Hofsjökull, Langjökull og Mýrdalsjökull) verða enn á sínum stað.



Meginsporðar hveljöklanna gætu styst um 2-4 km, sporðar á hálendinu minnst, en mest skriðjöklar sem falla niður á láglendi sunnan úr Vatnajökli og Mýrdalsjökli. Þó ræðst hop sporðanna af því hverjir þeirra hlaupa fram á þessu tímabili. Þannig hljóp Brúarjökull fram um 10 km árið 1890 og 8 km 1963-64 og má búast við því að hann taki aftur á rás fyrir miðja öldina, en nái þó skemmra fram en við fyrri hlaupin.

Vatnajökull gæti hafað rýrnað um 10% (300 km3) um miðja öldina, sem er nokkru meira en það rúmmál sem hann missti á allri 20. öldinni. Að flatarmáli gæti hann skroppið saman sem nemur helmingi af núverandi flatarmáli Langjökuls.



Hinir stóru hveljöklarnir gætu misst hlutfallslega meira af rúmmáli sínu (15-20%). Haldist loftslag óbreytt gæti því rýrnun allra jöklanna næstu hálfa öld jafngilt 5 m þykku vatnslagi jafndreifðu yfir allt Ísland. Hér er um gróft mat að ræða en von er á ítarlegri svörum sem jöklafræðingar vinna nú að.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:...