Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvar er hægt að finna hákarla?

Jón Már Halldórsson

Það er hægt að finna hákarla víða í heimshöfunum enda er útbreiðsla þeirra allt frá hlýjum sjónum við miðbaug, norður í heimskautshaf og suður í suðurhöf. Ennfremur eiga hákarlar það til að þvælast upp eftir stórfljótum víða um heim og sumar tegundir halda jafnvel til í ferskvötnum, svo sem nautháfurinn (Carcharhinus leucas) sem kann vel við sig við slíkar aðstæður.

Nautháfurinn gengur einnig undir heitinu bleikháfur en á ensku er hann nefndur 'bull shark'. Vitað er um nautháf sem synti rúma 1.600 km eftir Mississippifljóti, þangað til hann kom að stíflu og komst þess vegna ekki lengra. Nautháfar finnast einnig í ýmsum vötnum, til dæmis í vötnum í Níkaragva þar sem ferðamönnum er boðið upp á nautháfaskoðun.



Þetta kort af útbreiðsla nautháfa sem er aðeins ein hákarlategund af mörgum, sýnir vel hversu víða er hægt að finna nautháfinn.

Vissulega er hægt að finna hákarla nær alls staðar í úthöfunum en þeir eru algengari í hlýjum sjó en köldum. Á mörgum stöðum þar sem hákarlar finnast í hlýjum sjó eru gerðar út hákarlaskoðunarferðir. Sumir staðir eru þó vinsælli en aðrir og fer það vissulega eftir því hvaða tegund fólk hefur mestan áhuga á að sjá.

Eftirsóknarverðasta hákarlategundin í þessum iðnaði er án efa hvítháfurinn (Carcharodon carcharias). Við heimkynni hvítháfa eru nokkrir vinsælustu hákarlaskoðunarstaðir heims. Strandsjórinn undan Höfðaborg í Suður-Afríku er sennilega frægastur slíkra staða, enda er þar mikilvægt fæðusvæði fyrir hvíthákarlinn.

Tær og hlýr sjór, til dæmis við strendur Flórída, við Indónesíu, í Rauðahafinu og víða í Kyrrahafi svo nokkrir staðir séu nefndir, henta best til hákarlaskoðunar. Á ofangreindum stöðum má sjá ýmsar tegundir hákarla, aðallega smærri tegundir en einnig stærri tegundir eins og tígrisháf (Galeocerdo cuvieri), hvalháf (Rhincodon typus) og fleiri tegundir.


Risastór nautháfur sem veiddist við strendur Flórída.

Það er nokkuð góð þumalputtaregla að þeim mun norðar eða sunnar sem farið er frá hlýsjónum nálægt miðbaug, fækkar tegundum stórlega. Innan íslensku fiskveiðilögsögunnar eru þekktar nokkrar tegundir hákarla, en þær halda til djúpt í útsjó og eru þess vegna afar litlar líkur á að sjá hákarla hér við land.

Rétt er að taka fram að þetta er ekki leiðbeinandi svar um hvar sé best að skoða hákarla, og er mönnum ráðlagt að leggja út í sjálfstæða upplýsingaöflun og finna það sem hentar best, til að mynda með tilliti til efnahags og aðstæðna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.2.2009

Spyrjandi

Mikael Daníelsson, f. 1997

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar er hægt að finna hákarla?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2009. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51051.

Jón Már Halldórsson. (2009, 6. febrúar). Hvar er hægt að finna hákarla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51051

Jón Már Halldórsson. „Hvar er hægt að finna hákarla?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2009. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51051>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar er hægt að finna hákarla?
Það er hægt að finna hákarla víða í heimshöfunum enda er útbreiðsla þeirra allt frá hlýjum sjónum við miðbaug, norður í heimskautshaf og suður í suðurhöf. Ennfremur eiga hákarlar það til að þvælast upp eftir stórfljótum víða um heim og sumar tegundir halda jafnvel til í ferskvötnum, svo sem nautháfurinn (Carcharhinus leucas) sem kann vel við sig við slíkar aðstæður.

Nautháfurinn gengur einnig undir heitinu bleikháfur en á ensku er hann nefndur 'bull shark'. Vitað er um nautháf sem synti rúma 1.600 km eftir Mississippifljóti, þangað til hann kom að stíflu og komst þess vegna ekki lengra. Nautháfar finnast einnig í ýmsum vötnum, til dæmis í vötnum í Níkaragva þar sem ferðamönnum er boðið upp á nautháfaskoðun.



Þetta kort af útbreiðsla nautháfa sem er aðeins ein hákarlategund af mörgum, sýnir vel hversu víða er hægt að finna nautháfinn.

Vissulega er hægt að finna hákarla nær alls staðar í úthöfunum en þeir eru algengari í hlýjum sjó en köldum. Á mörgum stöðum þar sem hákarlar finnast í hlýjum sjó eru gerðar út hákarlaskoðunarferðir. Sumir staðir eru þó vinsælli en aðrir og fer það vissulega eftir því hvaða tegund fólk hefur mestan áhuga á að sjá.

Eftirsóknarverðasta hákarlategundin í þessum iðnaði er án efa hvítháfurinn (Carcharodon carcharias). Við heimkynni hvítháfa eru nokkrir vinsælustu hákarlaskoðunarstaðir heims. Strandsjórinn undan Höfðaborg í Suður-Afríku er sennilega frægastur slíkra staða, enda er þar mikilvægt fæðusvæði fyrir hvíthákarlinn.

Tær og hlýr sjór, til dæmis við strendur Flórída, við Indónesíu, í Rauðahafinu og víða í Kyrrahafi svo nokkrir staðir séu nefndir, henta best til hákarlaskoðunar. Á ofangreindum stöðum má sjá ýmsar tegundir hákarla, aðallega smærri tegundir en einnig stærri tegundir eins og tígrisháf (Galeocerdo cuvieri), hvalháf (Rhincodon typus) og fleiri tegundir.


Risastór nautháfur sem veiddist við strendur Flórída.

Það er nokkuð góð þumalputtaregla að þeim mun norðar eða sunnar sem farið er frá hlýsjónum nálægt miðbaug, fækkar tegundum stórlega. Innan íslensku fiskveiðilögsögunnar eru þekktar nokkrar tegundir hákarla, en þær halda til djúpt í útsjó og eru þess vegna afar litlar líkur á að sjá hákarla hér við land.

Rétt er að taka fram að þetta er ekki leiðbeinandi svar um hvar sé best að skoða hákarla, og er mönnum ráðlagt að leggja út í sjálfstæða upplýsingaöflun og finna það sem hentar best, til að mynda með tilliti til efnahags og aðstæðna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir og myndir: ...