Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um hvalháfa?

Jón Már HalldórssonHvalháfur (Rhincodon typus) er ein tegund hákarla og stærstur núlifandi fiska. Algengt er að hvalháfar séu um 15 metra langir, en til eru dýr sem mælst hafa allt að 18 metrar og vegið hátt í 20 tonn.

Hvalháfar hafa flatan og breiðan haus, kviðurinn er fölgrár eða kremlitaður en bakið silfur- eða grængrátt og alsett ljósum doppum. Mynstrið á bakinu er einstaklingsbundið og hefur það auðveldað vísindamönnum sem stundað hafa rannsóknir á þessari hákarlategund að fylgjast með einstökum dýrum.

Hvalháfur er einn af þremur „síurum“ á meðal hákarla sem þýðir að hann síar fæðuna úr sjónum. Aðalfæða hvalaháfa er dýrasvif (lítil krabbadýr sem halda sig í efstu lögum sjávar) og smáar fisktegundir eins og sardínur, ansjósur og makríll.Hvalháfurinn er mikill einfari og umgengst lítið aðra einstaklinga sömu tegundar nema á fengitímanum. Heimkynni hvalháfa eru aðallega á hafsvæðinu milli 35° norðlægrar breiddar og 30° suðlægar breiddar. Þeir halda sig helst í hlýjum sjó þar sem yfirborðshiti sjávar er á bilinu 21-30° C.

Hvalháfar gjóta ekki eggjum (pétursskipum) eins og langflestar aðrar brjóskfiskategundir heldur klekjast ungviðin inni í móðurinni og koma spriklandi í heiminn. Þetta varð mönnum ekki ljóst fyrr en árið 1996 þegar þungað kvendýr strandaði við Taívan. Í legi dýrsins voru alls um 300 ungviði og voru þau á bilinu 45-55 cm á lengd.

Margt er á huldu um ýmsa aðra þætti í líffræði hvalháfa og má þar nefna kynþroskaaldur, vaxtarhraða, lengd meðgöngu og hámarksaldur. Þó er talið að hvalháfar geti náð allt að 100 ára aldri.

Lítið er mikið vitað um hverjir eru helstu óvinir hvalháfa í náttúrunni en leifar hvalháfs hafa fundist í maga bláhákarls. Óljóst er hvort um hræát var að ræða en margir hvalháfar bera ótal ör eftir hákarlaárásir.

Talið er að hvalháfar haldi sig ekki alltaf á sömu slóðum heldur hafi tilhneigingu til að flakka um en ekki er að fullu ljóst hvert þeir fara, til dæmis til að finna sér maka eða gjóta.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.12.2002

Spyrjandi

Elí Þór Gunnarsson, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um hvalháfa?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2002. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2947.

Jón Már Halldórsson. (2002, 10. desember). Hvað getið þið sagt mér um hvalháfa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2947

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um hvalháfa?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2002. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2947>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um hvalháfa?


Hvalháfur (Rhincodon typus) er ein tegund hákarla og stærstur núlifandi fiska. Algengt er að hvalháfar séu um 15 metra langir, en til eru dýr sem mælst hafa allt að 18 metrar og vegið hátt í 20 tonn.

Hvalháfar hafa flatan og breiðan haus, kviðurinn er fölgrár eða kremlitaður en bakið silfur- eða grængrátt og alsett ljósum doppum. Mynstrið á bakinu er einstaklingsbundið og hefur það auðveldað vísindamönnum sem stundað hafa rannsóknir á þessari hákarlategund að fylgjast með einstökum dýrum.

Hvalháfur er einn af þremur „síurum“ á meðal hákarla sem þýðir að hann síar fæðuna úr sjónum. Aðalfæða hvalaháfa er dýrasvif (lítil krabbadýr sem halda sig í efstu lögum sjávar) og smáar fisktegundir eins og sardínur, ansjósur og makríll.Hvalháfurinn er mikill einfari og umgengst lítið aðra einstaklinga sömu tegundar nema á fengitímanum. Heimkynni hvalháfa eru aðallega á hafsvæðinu milli 35° norðlægrar breiddar og 30° suðlægar breiddar. Þeir halda sig helst í hlýjum sjó þar sem yfirborðshiti sjávar er á bilinu 21-30° C.

Hvalháfar gjóta ekki eggjum (pétursskipum) eins og langflestar aðrar brjóskfiskategundir heldur klekjast ungviðin inni í móðurinni og koma spriklandi í heiminn. Þetta varð mönnum ekki ljóst fyrr en árið 1996 þegar þungað kvendýr strandaði við Taívan. Í legi dýrsins voru alls um 300 ungviði og voru þau á bilinu 45-55 cm á lengd.

Margt er á huldu um ýmsa aðra þætti í líffræði hvalháfa og má þar nefna kynþroskaaldur, vaxtarhraða, lengd meðgöngu og hámarksaldur. Þó er talið að hvalháfar geti náð allt að 100 ára aldri.

Lítið er mikið vitað um hverjir eru helstu óvinir hvalháfa í náttúrunni en leifar hvalháfs hafa fundist í maga bláhákarls. Óljóst er hvort um hræát var að ræða en margir hvalháfar bera ótal ör eftir hákarlaárásir.

Talið er að hvalháfar haldi sig ekki alltaf á sömu slóðum heldur hafi tilhneigingu til að flakka um en ekki er að fullu ljóst hvert þeir fara, til dæmis til að finna sér maka eða gjóta.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:...