Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið frætt mig um háfiska?

Jón Már Halldórsson

Háfiskar (Pleurotremata) eru langvaxnir og sívalir eða hálfþrístrendir á bol. Þeir hafa 5-7 hliðstæð tálknaop sem eru staðsett rétt framan við eyrugga.

Háfiskar eru vel tenntir og eru tennurnar beittar og í reglulegum röðum. Sporðurinn er skásporður og er efri fönin stærri en sú neðri en hryggurinn sveigist upp í efri fönina. Roð (skrápur) er tennt.

Hámeri (Lamna nasus) telst til háfiska.

Frjóvgun á sér stað inni í kvendýri og eftir mislangan tíma, fer eftir tegundum, hrygnir fiskurinn. Annaðhvort klekjast ungviðin inni í móðurinni eða hún hrygnir hornkenndum eggjum sem nefnast pétursskip.

Til ættbálkar Pleurotremata teljast um 230 tegundir og finnast þær um öll heimshöfin. Hér við land hafa fundist rúmlega 20 tegundir úr 8 ættum. Meðal annars hámeri (Lamna nasus), beinhákarl (Cetorhinus maximus) og brandháfur (Hexanchus griseus).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Helstu heimildir og frekara lesefni um háfiska:
  • Gunnar Jónsson. Íslenskir fiskar. 1992. Fjölvaútgáfan, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.2.2011

Spyrjandi

Eva, f. 1996

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið frætt mig um háfiska?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2011, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58273.

Jón Már Halldórsson. (2011, 28. febrúar). Getið þið frætt mig um háfiska? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58273

Jón Már Halldórsson. „Getið þið frætt mig um háfiska?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2011. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58273>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið frætt mig um háfiska?
Háfiskar (Pleurotremata) eru langvaxnir og sívalir eða hálfþrístrendir á bol. Þeir hafa 5-7 hliðstæð tálknaop sem eru staðsett rétt framan við eyrugga.

Háfiskar eru vel tenntir og eru tennurnar beittar og í reglulegum röðum. Sporðurinn er skásporður og er efri fönin stærri en sú neðri en hryggurinn sveigist upp í efri fönina. Roð (skrápur) er tennt.

Hámeri (Lamna nasus) telst til háfiska.

Frjóvgun á sér stað inni í kvendýri og eftir mislangan tíma, fer eftir tegundum, hrygnir fiskurinn. Annaðhvort klekjast ungviðin inni í móðurinni eða hún hrygnir hornkenndum eggjum sem nefnast pétursskip.

Til ættbálkar Pleurotremata teljast um 230 tegundir og finnast þær um öll heimshöfin. Hér við land hafa fundist rúmlega 20 tegundir úr 8 ættum. Meðal annars hámeri (Lamna nasus), beinhákarl (Cetorhinus maximus) og brandháfur (Hexanchus griseus).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Helstu heimildir og frekara lesefni um háfiska:
  • Gunnar Jónsson. Íslenskir fiskar. 1992. Fjölvaútgáfan, Reykjavík.

Mynd:...