Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvenær og hvar er hámeri veidd? Hvaða veiðiaðferð er notuð?

Gunnar JónssonHámeri, Lamna nasus, hefur lengi verið veidd í Norður-Atlantshafi og Miðjarðarhafi af ýmsum þjóðum, þeirra á meðal Norðmönnum, Dönum, Færeyingum, Bretum, Frökkum og Spánverjum. Einnig hafa Japanir veitt hámeri í sunnanverðu Indlandshafi.

Hámeri er mest veidd á flotlínu en einnig í flot- og botnvörpur, á handfæri og í net.

Hámeraveiðar hafa lítið verið stundaðar á Íslandsmiðum. Þó fóru þær fram frá Tálknafirði og Patreksfirði á árunum 1959-1962 á 2,5-4 tonna trillum. Veitt var á línu og var veiðisvæðið undan Látrabjargi, Blakk og Kóp á tímabilinu frá því í lok ágúst til loka október.

Í Evrópu eru veidd að minnsta kosti 2 þúsund tonn af hámeri árlega. Það er talin vera ofveiði en hámeri mun vera ofveidd alls staðar þar sem veiðar eru stundaðar.

Skoðið einnig:

Myndin er af vefsetrinu New-Brunswick.net

Höfundur

sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun

Útgáfudagur

3.6.2002

Spyrjandi

Halldór Traustason

Efnisorð

Tilvísun

Gunnar Jónsson. „Hvenær og hvar er hámeri veidd? Hvaða veiðiaðferð er notuð?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2002. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2451.

Gunnar Jónsson. (2002, 3. júní). Hvenær og hvar er hámeri veidd? Hvaða veiðiaðferð er notuð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2451

Gunnar Jónsson. „Hvenær og hvar er hámeri veidd? Hvaða veiðiaðferð er notuð?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2002. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2451>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær og hvar er hámeri veidd? Hvaða veiðiaðferð er notuð?


Hámeri, Lamna nasus, hefur lengi verið veidd í Norður-Atlantshafi og Miðjarðarhafi af ýmsum þjóðum, þeirra á meðal Norðmönnum, Dönum, Færeyingum, Bretum, Frökkum og Spánverjum. Einnig hafa Japanir veitt hámeri í sunnanverðu Indlandshafi.

Hámeri er mest veidd á flotlínu en einnig í flot- og botnvörpur, á handfæri og í net.

Hámeraveiðar hafa lítið verið stundaðar á Íslandsmiðum. Þó fóru þær fram frá Tálknafirði og Patreksfirði á árunum 1959-1962 á 2,5-4 tonna trillum. Veitt var á línu og var veiðisvæðið undan Látrabjargi, Blakk og Kóp á tímabilinu frá því í lok ágúst til loka október.

Í Evrópu eru veidd að minnsta kosti 2 þúsund tonn af hámeri árlega. Það er talin vera ofveiði en hámeri mun vera ofveidd alls staðar þar sem veiðar eru stundaðar.

Skoðið einnig:

Myndin er af vefsetrinu New-Brunswick.net...