Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:00 • Sest 02:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:15 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík

Er eitthvert dýr sem lifir á silfurskottum?

Jón Már Halldórsson

Silfurskottur eru meðal kunnustu meindýra í húsum landsmanna. Hér á landi er útbreiðsla þeirra einungis bundin við heimahús og er svo víða um heim. Nánar má lesa um silfurskottur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju koma silfurskottur í hús? Hér er hins vegar spurt um tegundir sem leggja sér silfurskottur til munns og verður reynt að svara þeirri spurningu.

Það er sennilega ekki nein ein tegund sem byggir afkomu sína alfarið á afráni á silfurskottum en nokkrar tegundir hryggleysingja veiða sér þó silfurskottur til matar, þar á meðal eru ýmsar tegundir köngulóa, klaufhalar (Dermaptera) og síðast en ekki síst húsamargfætlur (Scutigera coleoptrata).

Húsamargfætlan er sennilega helsti afræningi silfurskottunnar. Húsamargfætlur eru öflug rándýr og lifa þær meðal annars á kakkalökkum (Blattodea), veggjalúsum (Cimex lectularius) og köngulóm. Þær geta því reynst öflug vörn gegn ýmsum meindýrum sem herja oft á heimili.

Húsamargfætlan er talsvert minni en skyldar hitabeltistegundir og getur líkt og silfurskottur lifað allt sitt líf í mannabústöðum. Hún getur hlaupið hratt og bit hennar geta verið sársaukafull þó mönnum verður sjaldan meint af, að minnsta kosti líkamlega. Þegar húsamargfætlan bítur dælir hún eitri í sárið sem nægir til að drepa skordýr og aðra hryggleysingja en er nánast skaðlaust fyrir spendýr. Það getur þó komið fyrir að fólk sýni heiftarleg ofnæmisviðbrögð við bit hennar en slíkt er þó afar sjaldgæft.

Húsamargfætlan er upprunnin í löndunum við Miðjarðarhafið en hefur dreifst með manninnum um Asíu og norðurhluta Ameríku. Hún finnst þar einkum í húsum en hefur þó náð einhverri fótfestu í náttúrunni. Líkt og silfurskottur þrífast húsamargfætlur best á rökum stöðum, til dæmis þar sem eru skemmdar lagnir eða viðvarandi leki.

Fullþroska margfætla er með að meðaltali 17 fótapör á fullorðinsaldri, en fótapörunum fjölgar eftir hver hamskipti. Húsamargfætlan er gulbrún að lit og með langa fálmara. Þær hafa mælst lengstar um 6 cm.

Húsamargfætlan hefur nokkrum sinnum borist hingað til lands með ýmisum varningi en höfundi er ekki kunnugt um að hún hafi fest hér rætur líkt og silfurskottan.

Klaufhalar, og þá sérstaklega tegundin Forficula auricularia eða hinn eiginlegi klaufhali (e. common earwig), eru einnig þekktir afræningjar silfurskottunnar. Hinn eiginlegi klaufhali er algengur í húsakynnum á norðurhveli jarðar og þá sérstaklega í Evrópu og N-Ameríku. Tegund þessi er náttúruleg í skordýrafánu Evrópu en hefur sennilega borist yfir Atlantshafið á 19. öld og breiddist þar hratt út bæði í Bandaríkjunum og Kanada.

Líkt og silfurskottur og húsamargfætlur lifir klaufhalinn helst á rökum svæðum. Hann er tækifærissinnaður í fæðuvali og getur bæði þrifist á jurtum og skordýr og eggjum þeirra.

Hinn eiginlegi klaufhali er ekki stór. Fullorðin dýr eru aðeins um einn cm á lengd og eru karldýrin mun breiðleitari og sterklegri en kvendýrin. Klaufhalar gera sér hreiður neðanjarðar og verpa þar allt að 50 eggjum í hvert sinn.

Hér áður fyrr var því haldið fram að klaufhalar sæktust eftir því að skríða inn í eyru fólks meðan það svæfi, bora sig inn í heilann á því og verpa þar eggjum. Það er út frá þessari frásögn sem enska heiti þeirra, earwig, er dregið. Til eru einhver dæmi um að klaufhalar hafi skriðið inn í eyru fólks og haldið þar til í raka og hlýju en það er þó afar sjaldgæft.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.9.2007

Spyrjandi

Ólafía Gústafs

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er eitthvert dýr sem lifir á silfurskottum?“ Vísindavefurinn, 17. september 2007. Sótt 13. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6804.

Jón Már Halldórsson. (2007, 17. september). Er eitthvert dýr sem lifir á silfurskottum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6804

Jón Már Halldórsson. „Er eitthvert dýr sem lifir á silfurskottum?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2007. Vefsíða. 13. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6804>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er eitthvert dýr sem lifir á silfurskottum?
Silfurskottur eru meðal kunnustu meindýra í húsum landsmanna. Hér á landi er útbreiðsla þeirra einungis bundin við heimahús og er svo víða um heim. Nánar má lesa um silfurskottur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju koma silfurskottur í hús? Hér er hins vegar spurt um tegundir sem leggja sér silfurskottur til munns og verður reynt að svara þeirri spurningu.

Það er sennilega ekki nein ein tegund sem byggir afkomu sína alfarið á afráni á silfurskottum en nokkrar tegundir hryggleysingja veiða sér þó silfurskottur til matar, þar á meðal eru ýmsar tegundir köngulóa, klaufhalar (Dermaptera) og síðast en ekki síst húsamargfætlur (Scutigera coleoptrata).

Húsamargfætlan er sennilega helsti afræningi silfurskottunnar. Húsamargfætlur eru öflug rándýr og lifa þær meðal annars á kakkalökkum (Blattodea), veggjalúsum (Cimex lectularius) og köngulóm. Þær geta því reynst öflug vörn gegn ýmsum meindýrum sem herja oft á heimili.

Húsamargfætlan er talsvert minni en skyldar hitabeltistegundir og getur líkt og silfurskottur lifað allt sitt líf í mannabústöðum. Hún getur hlaupið hratt og bit hennar geta verið sársaukafull þó mönnum verður sjaldan meint af, að minnsta kosti líkamlega. Þegar húsamargfætlan bítur dælir hún eitri í sárið sem nægir til að drepa skordýr og aðra hryggleysingja en er nánast skaðlaust fyrir spendýr. Það getur þó komið fyrir að fólk sýni heiftarleg ofnæmisviðbrögð við bit hennar en slíkt er þó afar sjaldgæft.

Húsamargfætlan er upprunnin í löndunum við Miðjarðarhafið en hefur dreifst með manninnum um Asíu og norðurhluta Ameríku. Hún finnst þar einkum í húsum en hefur þó náð einhverri fótfestu í náttúrunni. Líkt og silfurskottur þrífast húsamargfætlur best á rökum stöðum, til dæmis þar sem eru skemmdar lagnir eða viðvarandi leki.

Fullþroska margfætla er með að meðaltali 17 fótapör á fullorðinsaldri, en fótapörunum fjölgar eftir hver hamskipti. Húsamargfætlan er gulbrún að lit og með langa fálmara. Þær hafa mælst lengstar um 6 cm.

Húsamargfætlan hefur nokkrum sinnum borist hingað til lands með ýmisum varningi en höfundi er ekki kunnugt um að hún hafi fest hér rætur líkt og silfurskottan.

Klaufhalar, og þá sérstaklega tegundin Forficula auricularia eða hinn eiginlegi klaufhali (e. common earwig), eru einnig þekktir afræningjar silfurskottunnar. Hinn eiginlegi klaufhali er algengur í húsakynnum á norðurhveli jarðar og þá sérstaklega í Evrópu og N-Ameríku. Tegund þessi er náttúruleg í skordýrafánu Evrópu en hefur sennilega borist yfir Atlantshafið á 19. öld og breiddist þar hratt út bæði í Bandaríkjunum og Kanada.

Líkt og silfurskottur og húsamargfætlur lifir klaufhalinn helst á rökum svæðum. Hann er tækifærissinnaður í fæðuvali og getur bæði þrifist á jurtum og skordýr og eggjum þeirra.

Hinn eiginlegi klaufhali er ekki stór. Fullorðin dýr eru aðeins um einn cm á lengd og eru karldýrin mun breiðleitari og sterklegri en kvendýrin. Klaufhalar gera sér hreiður neðanjarðar og verpa þar allt að 50 eggjum í hvert sinn.

Hér áður fyrr var því haldið fram að klaufhalar sæktust eftir því að skríða inn í eyru fólks meðan það svæfi, bora sig inn í heilann á því og verpa þar eggjum. Það er út frá þessari frásögn sem enska heiti þeirra, earwig, er dregið. Til eru einhver dæmi um að klaufhalar hafi skriðið inn í eyru fólks og haldið þar til í raka og hlýju en það er þó afar sjaldgæft....