Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju koma silfurskottur í hús? Tengist það rakaskemmdum eða leka?

Jón Már Halldórsson

Silfurskottur (Lepisma saccharina) finnast í húsum hér á landi.

Silfurskottan telst til kögurskottanna (Thysanura) sem taldar eru einn af elstu og frumstæðustu ættbálkum skordýra. Silfurskottur eru stór skordýr á íslenskan mælikvarða því að fullorðin dýr geta orðið rúmur sentímetri á lengd. Þær eru vængjalausar og þaktar silfruðu hreistri. Silfurskottur eru óvenju langlífar af skordýrum að vera og geta orðið allt að fimm ára, en að sama skapi er frjósemin ekki mikil.

Ástæða þess að silfurskottur finnast í húsum hér á landi er einfaldlega sú að þær sækja í aðstæður þar sem þeim líður vel. Í baðherbergjum er oft hátt rakastig sem eru kjöraðstæður fyrir silfurskottur og sækja þær því gjarnan þangað, vaxa þar og tímgast. Hér má hafa í huga að rakastig í lofti í baðherbergjum tengist hitastiginu því að heitt loft getur tekið í sig meiri raka en kalt. Silfurskottur eiga mjög erfitt uppdráttar utanhúss hér á landi vegna óhagstæðs veðurfars, en sunnar í Evrópu lifa þær utanhúss.

Ástæða þess að silfurskottur finnast í húsum hér á landi er einfaldlega sú að þær sækja í aðstæður þar sem þeim líður vel.

Kvendýrið verpir eggjum víða í sprungur og smáglufur í baðherberginu þar sem þau loða vel við undirlagið. Verulegar líkur eru á að fólk beri þessi egg milli húsa án þess að vita af því, og þannig flytjast silfurskottur frá einum stað til annars. Þó að silfurskottur finnist er það engin staðfesting á því að rakaskemmdir séu í baðherbergi, heldur aðeins að þar sé þokkalega hátt rakastig eins og tíðkast í flestum baðherbergjum, ekki síst ef þar er heitt eins og áður sagði.

Silfurskottur eru ekki mikill skaðvaldur hér á landi. Eini hugsanlegi skaðinn sem þær valda eru minniháttar skemmdir á hlutum sem innihalda sterkju, eins og til dæmis veggfóðri eða blöðum. Smá matarmylsna á gólfi er kærkomin búbót fyrir silfurskotturnar, svo og dauð skordýr.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.10.2001

Síðast uppfært

4.2.2021

Spyrjandi

Sigríður Þórarinsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju koma silfurskottur í hús? Tengist það rakaskemmdum eða leka?“ Vísindavefurinn, 26. október 2001, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1926.

Jón Már Halldórsson. (2001, 26. október). Af hverju koma silfurskottur í hús? Tengist það rakaskemmdum eða leka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1926

Jón Már Halldórsson. „Af hverju koma silfurskottur í hús? Tengist það rakaskemmdum eða leka?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2001. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1926>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju koma silfurskottur í hús? Tengist það rakaskemmdum eða leka?
Silfurskottur (Lepisma saccharina) finnast í húsum hér á landi.

Silfurskottan telst til kögurskottanna (Thysanura) sem taldar eru einn af elstu og frumstæðustu ættbálkum skordýra. Silfurskottur eru stór skordýr á íslenskan mælikvarða því að fullorðin dýr geta orðið rúmur sentímetri á lengd. Þær eru vængjalausar og þaktar silfruðu hreistri. Silfurskottur eru óvenju langlífar af skordýrum að vera og geta orðið allt að fimm ára, en að sama skapi er frjósemin ekki mikil.

Ástæða þess að silfurskottur finnast í húsum hér á landi er einfaldlega sú að þær sækja í aðstæður þar sem þeim líður vel. Í baðherbergjum er oft hátt rakastig sem eru kjöraðstæður fyrir silfurskottur og sækja þær því gjarnan þangað, vaxa þar og tímgast. Hér má hafa í huga að rakastig í lofti í baðherbergjum tengist hitastiginu því að heitt loft getur tekið í sig meiri raka en kalt. Silfurskottur eiga mjög erfitt uppdráttar utanhúss hér á landi vegna óhagstæðs veðurfars, en sunnar í Evrópu lifa þær utanhúss.

Ástæða þess að silfurskottur finnast í húsum hér á landi er einfaldlega sú að þær sækja í aðstæður þar sem þeim líður vel.

Kvendýrið verpir eggjum víða í sprungur og smáglufur í baðherberginu þar sem þau loða vel við undirlagið. Verulegar líkur eru á að fólk beri þessi egg milli húsa án þess að vita af því, og þannig flytjast silfurskottur frá einum stað til annars. Þó að silfurskottur finnist er það engin staðfesting á því að rakaskemmdir séu í baðherbergi, heldur aðeins að þar sé þokkalega hátt rakastig eins og tíðkast í flestum baðherbergjum, ekki síst ef þar er heitt eins og áður sagði.

Silfurskottur eru ekki mikill skaðvaldur hér á landi. Eini hugsanlegi skaðinn sem þær valda eru minniháttar skemmdir á hlutum sem innihalda sterkju, eins og til dæmis veggfóðri eða blöðum. Smá matarmylsna á gólfi er kærkomin búbót fyrir silfurskotturnar, svo og dauð skordýr.

Mynd:...