Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig má verjast því að meindýr komist inn í hús?

Jón Már Halldórsson

Ekki er hægt að gefa eitt gott ráð til að verjast meindýrum þar sem meindýr eru ólíkur hópur dýra og varnir gegn þeim eru þess vegna mismunandi. Hér á landi eru nokkrar tegundir sem taldar eru til meindýra og tilheyra þær til dæmis skordýrum (Insecta), áttfætlum (Arachnida), fuglum (Aves) og spendýrum (Mammalia).

Meindýr hafa ýmsar leiðir til að komast inn í hús. Þau geta til dæmis borist með matvælum eða öðrum varningi inn á heimilið. Ham- og hveitibjöllur geta meðal annars borist með þurrvöru. Egg og jafnvel fullorðnar silfurskottur geta borist með fatnaði eða hlutum og svo framvegis. Önnur skordýr og áttfætlur koma sér sjálfar inn í hús, flugur fljúga einfaldlega inn um opna glugga.



Silfurskottur eru ekki skaðlegar mönnum en geta verið leiðinlegir sambýlingar þar sem þær geta meðal annars valdið skemmdum á bókum og kornmeti komist þær í slíkt.

Fuglaflær (Ceratophyllus gallinae) eða hænsnaflær (eins og latneska heitið vísar til) eru dæmi um hvimleið meindýr þar sem þær bíta fólk og sjúga úr því blóð. Hér á landi eru þær iðulega kallaðar staraflær vegna þess að þær berast langoftast frá staravarpi, en starinn verpir í mannvirkjum hérlendis þó nokkur vörp séu í klettum. Flærnar geta því borist inn á heimili og vinnustaði og lagst á fólk um stundarsakir með tilheyrandi óþægindum.

Eitthvað hefur borið á veggjalúsum (Cimex lectularius) hérlendis. Veggjalýs sjúga blóð úr fólki og eru afar hvimleið meindýr. Forðast skal til hins ýtrasta að flytja hluti frá „veggjalúsasýktum“ heimilum yfir á ósýkt heimili þar sem egg eða dýr geta borist með hlutum. Afar mikilvægt er að framfylgja slíkum reglum. Leita skal strax til meindýraeyðis ef vart verður við veggjalús eða ef fólk er með bit eða stungusár eftir slík dýr eða önnur skordýr því allur er varinn góður.

Spendýr af ættbálki nagdýra (Rodentia) eru vel þekkt meindýr hér á landi. Helst eru það brúnrottur (Rattus norvegicus) og tvær tegundir músa, hagamýs (Apodemus sylvaticus) og húsamýs (Mus musculus).



Rottur vekja sjaldnast fögnuð þegar þær berast í hús.

Rottur komast oftast inn í mannabústaði með skolplögnum, þegar rof hefur orðið á lagnakerfi eða annars konar röskun sem veldur því að rottur flýja eða aðgengi þeirra að yfirborði batnar. Oft geta framkvæmdir í nágrenninu valdið rottugangi. Rottur eru afar ógeðfelldir húsgestir þar sem þær bera með sér ýmsa sýkla sem geta valdið alvarlegum sýkingum í mönnum.

Músagangur er algengt vandamál og geta mýs valdið miklu tjóni á húseignum meðal annars með því að skemma raflagnir. Hægt er að verjast músagangi með gildrum og gera hús músaheld. Undirritaður leggur til að leitað verði ráðgjafar hjá meindýraeyði vegna slíkra forvarna.

Ofangreind upptalning er langt frá því að vera tæmandi en það er hægt að verjast meindýrum með ýmsum forvörnum þó vonlaust sé að koma alveg í veg fyrir að sumar tegundir berist inn á heimilið. Ef vart verður við meindýr þá er hægt að ráðfæra sig við meindýraeyði sem getur væntanlega komið á staðinn og gert viðeigandi ráðstafanir.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.5.2010

Spyrjandi

Margrét Árnadóttir, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig má verjast því að meindýr komist inn í hús?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2010, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54765.

Jón Már Halldórsson. (2010, 11. maí). Hvernig má verjast því að meindýr komist inn í hús? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54765

Jón Már Halldórsson. „Hvernig má verjast því að meindýr komist inn í hús?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2010. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54765>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig má verjast því að meindýr komist inn í hús?
Ekki er hægt að gefa eitt gott ráð til að verjast meindýrum þar sem meindýr eru ólíkur hópur dýra og varnir gegn þeim eru þess vegna mismunandi. Hér á landi eru nokkrar tegundir sem taldar eru til meindýra og tilheyra þær til dæmis skordýrum (Insecta), áttfætlum (Arachnida), fuglum (Aves) og spendýrum (Mammalia).

Meindýr hafa ýmsar leiðir til að komast inn í hús. Þau geta til dæmis borist með matvælum eða öðrum varningi inn á heimilið. Ham- og hveitibjöllur geta meðal annars borist með þurrvöru. Egg og jafnvel fullorðnar silfurskottur geta borist með fatnaði eða hlutum og svo framvegis. Önnur skordýr og áttfætlur koma sér sjálfar inn í hús, flugur fljúga einfaldlega inn um opna glugga.



Silfurskottur eru ekki skaðlegar mönnum en geta verið leiðinlegir sambýlingar þar sem þær geta meðal annars valdið skemmdum á bókum og kornmeti komist þær í slíkt.

Fuglaflær (Ceratophyllus gallinae) eða hænsnaflær (eins og latneska heitið vísar til) eru dæmi um hvimleið meindýr þar sem þær bíta fólk og sjúga úr því blóð. Hér á landi eru þær iðulega kallaðar staraflær vegna þess að þær berast langoftast frá staravarpi, en starinn verpir í mannvirkjum hérlendis þó nokkur vörp séu í klettum. Flærnar geta því borist inn á heimili og vinnustaði og lagst á fólk um stundarsakir með tilheyrandi óþægindum.

Eitthvað hefur borið á veggjalúsum (Cimex lectularius) hérlendis. Veggjalýs sjúga blóð úr fólki og eru afar hvimleið meindýr. Forðast skal til hins ýtrasta að flytja hluti frá „veggjalúsasýktum“ heimilum yfir á ósýkt heimili þar sem egg eða dýr geta borist með hlutum. Afar mikilvægt er að framfylgja slíkum reglum. Leita skal strax til meindýraeyðis ef vart verður við veggjalús eða ef fólk er með bit eða stungusár eftir slík dýr eða önnur skordýr því allur er varinn góður.

Spendýr af ættbálki nagdýra (Rodentia) eru vel þekkt meindýr hér á landi. Helst eru það brúnrottur (Rattus norvegicus) og tvær tegundir músa, hagamýs (Apodemus sylvaticus) og húsamýs (Mus musculus).



Rottur vekja sjaldnast fögnuð þegar þær berast í hús.

Rottur komast oftast inn í mannabústaði með skolplögnum, þegar rof hefur orðið á lagnakerfi eða annars konar röskun sem veldur því að rottur flýja eða aðgengi þeirra að yfirborði batnar. Oft geta framkvæmdir í nágrenninu valdið rottugangi. Rottur eru afar ógeðfelldir húsgestir þar sem þær bera með sér ýmsa sýkla sem geta valdið alvarlegum sýkingum í mönnum.

Músagangur er algengt vandamál og geta mýs valdið miklu tjóni á húseignum meðal annars með því að skemma raflagnir. Hægt er að verjast músagangi með gildrum og gera hús músaheld. Undirritaður leggur til að leitað verði ráðgjafar hjá meindýraeyði vegna slíkra forvarna.

Ofangreind upptalning er langt frá því að vera tæmandi en það er hægt að verjast meindýrum með ýmsum forvörnum þó vonlaust sé að koma alveg í veg fyrir að sumar tegundir berist inn á heimilið. Ef vart verður við meindýr þá er hægt að ráðfæra sig við meindýraeyði sem getur væntanlega komið á staðinn og gert viðeigandi ráðstafanir.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:...