Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hambjalla? Því þrífst hún í hýbýlum manna? Getur hún valdið skaða?

Jón Már Halldórsson

Hambjallan eða hamgæra (lat. Reesa vespulae) er af ættbálki bjalla (Coleoptera) sem er tegundaauðugasti ættbálkur dýraríkisins og telur um 400 þúsund tegundir. Hér á landi finnast rétt tæplega 200 tegundir en auk þess hafa verið greindar rúmlega 100 tegundir sem borist hafa sem flækingar.

Nafnið hambjalla er dregið af hamskiptum hennar. Meðan hún er á lirfustiginu skiptir bjallan um ham 5-7 sinnum og skilur haminn eftir þar sem hún hefur verið. Hambjalla fannst í fyrsta skiptið á Íslandi árið 1974 í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar.

Bjöllur þessar eru 3-4 millimetrar á lengd. Ástæðan fyrir því að hambjallan lifir í híbýlum okkar er einfaldlega sú að henni líður vel í húsum. Þar er oftast nægt fæðuframboð allan ársins hring og umhverfisaðstæður henta henni vel. Þær geta leynst víða eins og til dæmis í skápum, gluggakistum gamalla húsa og víða þar sem gott skjól er að finna.

Tjón af völdum þessara dýra í híbýlum okkar er sáralítið. Lirfur tegundarinnar nærast einkum á dýraleifum og þá einkum á skordýraleifum. Það eru aðallega fullorðnu dýrin sem geta valdið einhverju tjóni en það er nær einungis bundið við ýmis náttúrugripasöfn þar sem bjöllurnar geta valdið skemmdum á safngripum með því að gera sér mat úr próteini í hamnum á uppstoppuðum dýrum.



Hambjalla (l. Reesa vespulae).

Myndin af hambjöllunni var á vefsetrinu www.dermestidae.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.4.2002

Síðast uppfært

18.12.2023

Spyrjandi

Aðalheiður Sigurðardóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er hambjalla? Því þrífst hún í hýbýlum manna? Getur hún valdið skaða?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2002, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2318.

Jón Már Halldórsson. (2002, 18. apríl). Hvað er hambjalla? Því þrífst hún í hýbýlum manna? Getur hún valdið skaða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2318

Jón Már Halldórsson. „Hvað er hambjalla? Því þrífst hún í hýbýlum manna? Getur hún valdið skaða?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2002. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2318>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hambjalla? Því þrífst hún í hýbýlum manna? Getur hún valdið skaða?
Hambjallan eða hamgæra (lat. Reesa vespulae) er af ættbálki bjalla (Coleoptera) sem er tegundaauðugasti ættbálkur dýraríkisins og telur um 400 þúsund tegundir. Hér á landi finnast rétt tæplega 200 tegundir en auk þess hafa verið greindar rúmlega 100 tegundir sem borist hafa sem flækingar.

Nafnið hambjalla er dregið af hamskiptum hennar. Meðan hún er á lirfustiginu skiptir bjallan um ham 5-7 sinnum og skilur haminn eftir þar sem hún hefur verið. Hambjalla fannst í fyrsta skiptið á Íslandi árið 1974 í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar.

Bjöllur þessar eru 3-4 millimetrar á lengd. Ástæðan fyrir því að hambjallan lifir í híbýlum okkar er einfaldlega sú að henni líður vel í húsum. Þar er oftast nægt fæðuframboð allan ársins hring og umhverfisaðstæður henta henni vel. Þær geta leynst víða eins og til dæmis í skápum, gluggakistum gamalla húsa og víða þar sem gott skjól er að finna.

Tjón af völdum þessara dýra í híbýlum okkar er sáralítið. Lirfur tegundarinnar nærast einkum á dýraleifum og þá einkum á skordýraleifum. Það eru aðallega fullorðnu dýrin sem geta valdið einhverju tjóni en það er nær einungis bundið við ýmis náttúrugripasöfn þar sem bjöllurnar geta valdið skemmdum á safngripum með því að gera sér mat úr próteini í hamnum á uppstoppuðum dýrum.



Hambjalla (l. Reesa vespulae).

Myndin af hambjöllunni var á vefsetrinu www.dermestidae.com

...