Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margar bjöllutegundir á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað eru til margar bjöllutegundir á Íslandi og hvar er þær helst að finna?

Í heiminum öllum eru þekktar um 400 þúsund bjöllutegundir (Coleoptera) en bjöllur eru tegundaríkasti ættbálkur lífvera. Á Íslandi hafa fundist tæplega 200 tegundir af bjöllum. Auk þess hafa verið nafngreindar rúmlega 100 tegundir sem hafa slæðst til landsins með vörum eða samgöngutækjum en ekki tekið sér bólfestu hér.

Brunnklukku (Agabus bipustulatus) er algeng bjöllutegund á Íslandi.

Bjöllur á Íslandi finnast ýmist úti í náttúrunni, í görðum eða í mannvirkjum. Af algengum tegundum sem finnast í náttúrunni má meðal annars nefna brunnklukku (Agabus bipustulatus) sem finnst um allt land.

Brunnklukka lifir í nokkuð kyrru vatni svo sem litlum pollum, lindum, tjörnum og stærri vötnum þar sem vatnið er lygnt. Önnur algeng tegund í náttúrunni er gullsmiður (Amara quenseli) sem finnst um allt land, frá ströndum til hæstu fjalla. Gullsmiður kann vel við sig á svæðum þar sem gróðurþekja er lítil og gróður rýr, svo sem á söndum og melum. Járnsmiður (Nebria rufescens) er tegund sem flestir þekkja enda er hann mjög algengur á láglendi um allt land. Hann finnst meðal annars þar sem jarðvegur er opinn og rakur en einnig í húsagörðum. Einnig má nefna keppi (Otiorhynchus sp. ) sem eru algengir meðal annars í görðum víða um land en eiga sér annars kjörlendi á melum, söndum og öðru lítt grónu landi.

Dæmi um bjöllutegund sem lifir í húsum en ekki úti í náttúrunni er hin algenga hambjalla eða hamgæra (Reesa vespulae) sem finnst í byggðalögum um allt land. Af öðrum tegundum sem lifa eingöngu í híbýlum má nefna húsþjóf (Ptinus tectus), veggjatítlu (Anobium punctatum) og feldgæru (Attagenus smirnovi) en þessar tegundir teljast allar til meindýra.

Hægt er að lesa meira um þessar og fleiri bjöllutegundir á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.2.2024

Spyrjandi

Gísli Birgir Gíslason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar bjöllutegundir á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2024, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85244.

Jón Már Halldórsson. (2024, 26. febrúar). Hvað eru til margar bjöllutegundir á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85244

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar bjöllutegundir á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2024. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85244>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar bjöllutegundir á Íslandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvað eru til margar bjöllutegundir á Íslandi og hvar er þær helst að finna?

Í heiminum öllum eru þekktar um 400 þúsund bjöllutegundir (Coleoptera) en bjöllur eru tegundaríkasti ættbálkur lífvera. Á Íslandi hafa fundist tæplega 200 tegundir af bjöllum. Auk þess hafa verið nafngreindar rúmlega 100 tegundir sem hafa slæðst til landsins með vörum eða samgöngutækjum en ekki tekið sér bólfestu hér.

Brunnklukku (Agabus bipustulatus) er algeng bjöllutegund á Íslandi.

Bjöllur á Íslandi finnast ýmist úti í náttúrunni, í görðum eða í mannvirkjum. Af algengum tegundum sem finnast í náttúrunni má meðal annars nefna brunnklukku (Agabus bipustulatus) sem finnst um allt land.

Brunnklukka lifir í nokkuð kyrru vatni svo sem litlum pollum, lindum, tjörnum og stærri vötnum þar sem vatnið er lygnt. Önnur algeng tegund í náttúrunni er gullsmiður (Amara quenseli) sem finnst um allt land, frá ströndum til hæstu fjalla. Gullsmiður kann vel við sig á svæðum þar sem gróðurþekja er lítil og gróður rýr, svo sem á söndum og melum. Járnsmiður (Nebria rufescens) er tegund sem flestir þekkja enda er hann mjög algengur á láglendi um allt land. Hann finnst meðal annars þar sem jarðvegur er opinn og rakur en einnig í húsagörðum. Einnig má nefna keppi (Otiorhynchus sp. ) sem eru algengir meðal annars í görðum víða um land en eiga sér annars kjörlendi á melum, söndum og öðru lítt grónu landi.

Dæmi um bjöllutegund sem lifir í húsum en ekki úti í náttúrunni er hin algenga hambjalla eða hamgæra (Reesa vespulae) sem finnst í byggðalögum um allt land. Af öðrum tegundum sem lifa eingöngu í híbýlum má nefna húsþjóf (Ptinus tectus), veggjatítlu (Anobium punctatum) og feldgæru (Attagenus smirnovi) en þessar tegundir teljast allar til meindýra.

Hægt er að lesa meira um þessar og fleiri bjöllutegundir á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Heimild og mynd:...