Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Geta brunnklukkur flogið?

Jón Már Halldórsson

Brunnklukkur eru svokallaðar vatnabjöllur sem eru einu skordýrin í íslenskri náttúru sem ala allan sinn aldur í vatni. Á Íslandi hafa fundist sex tegundir Vatnabjalla í tveimur ættum: vatnaklukkuætt (l. Haliplidae) og Brunnklukkuætt (l. Dytiscidae) sem telur alls fimm tegundir, lækjarklukku (l. Hydroporus nigrita), brunnklukka (l. Agapus bipustulatus), tjarnarklukka (l. Agapus uliginosus), grænlandsklukka (l. Colybetes dolabratus) og tegundina Oreaodytes sanmarki sem fannst nýlega undir Eyjafjöllum á Suðurlandi. Allar þessar tegundir eru fleygar.

Brunnklukkan er skæðasta rándýrið í hópi vatnaskordýra enda er hún vel útbúin með sterka bitkjálka. Þá notar hún til að bíta ýmis smádýr, meðal annars lirfur, í sundur. Til að fá súrefni fer brunnklukkan upp á yfirborðið og nær í loftbólu sem hún geymir síðan undir vængjum sínum. Hún notar svo súrefnið smám saman meðan hún athafnar sig í vatninu.



Myndir: BioImages - Virtual Field-Guide (Bretland)

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.7.2001

Spyrjandi

Tinna Ólafsdóttir og
Anna Stefánsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta brunnklukkur flogið?“ Vísindavefurinn, 30. júlí 2001. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1822.

Jón Már Halldórsson. (2001, 30. júlí). Geta brunnklukkur flogið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1822

Jón Már Halldórsson. „Geta brunnklukkur flogið?“ Vísindavefurinn. 30. júl. 2001. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1822>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta brunnklukkur flogið?

Brunnklukkur eru svokallaðar vatnabjöllur sem eru einu skordýrin í íslenskri náttúru sem ala allan sinn aldur í vatni. Á Íslandi hafa fundist sex tegundir Vatnabjalla í tveimur ættum: vatnaklukkuætt (l. Haliplidae) og Brunnklukkuætt (l. Dytiscidae) sem telur alls fimm tegundir, lækjarklukku (l. Hydroporus nigrita), brunnklukka (l. Agapus bipustulatus), tjarnarklukka (l. Agapus uliginosus), grænlandsklukka (l. Colybetes dolabratus) og tegundina Oreaodytes sanmarki sem fannst nýlega undir Eyjafjöllum á Suðurlandi. Allar þessar tegundir eru fleygar.

Brunnklukkan er skæðasta rándýrið í hópi vatnaskordýra enda er hún vel útbúin með sterka bitkjálka. Þá notar hún til að bíta ýmis smádýr, meðal annars lirfur, í sundur. Til að fá súrefni fer brunnklukkan upp á yfirborðið og nær í loftbólu sem hún geymir síðan undir vængjum sínum. Hún notar svo súrefnið smám saman meðan hún athafnar sig í vatninu.



Myndir: BioImages - Virtual Field-Guide (Bretland)...