Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru hveitibjöllur?

Hér er einnig svarað spurningunni:

Getið þið sagt mér eitthvað um hveitibjöllur, hvort þær séu langlífar og hvernig sé best að losna við þær?

Hveitibjallan (Tribolium destructor) er bjöllutegund sem er vel þekkt meindýr hér á landi, en hún leggst oft á mjöl og annað kornmeti.

Fullorðin dýr eru dökkbrún að lit, um 5 til 6 mm á lengd og 2 mm breið. Kvendýrin verpa eggjum sínum í mjöl og kornvörur og eftir um tvær vikur skríða örsmáar og ljósar lirfurnar úr þeim. Lirfurnar vaxa hratt og ná um 1 mm lengd á fáeinum vikum. Þá púpa þær sig og að myndbreytingu lokinni koma úr púpunni fullorðnar bjöllur. Alls tekur þessi ferill aðeins um 3 mánuði. Hveitibjöllur eru venjulega heldur langlífar, en þær geta orðið allt að þriggja ára gamlar. Á þeim tíma geta þær farið víða um heimilið í leit að matarleifum, svo sem brauðmylsnu.


Hveitibjallan (Tribolium destructor).

Á norðlægum slóðum eins og hér á landi lifa hveitibjöllur aðeins innanhúss. Talið er að þær séu upprunnar í Afríku en á síðustu áratugum hafa þær dreifst um allan heim.

Tjón af völdum hveitibjalla fellst aðallega í spillingu matvæla, en eitt af einkennum þessara bjalla er að þær gefa frá sér vökva með sterkri lýsól- eða fenóllykt sem getur loðað við matvæli. Til þess að losna við hveitibjöllur er best að ráðfæra sig við meindýraeyði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimild og mynd:

Útgáfudagur

24.2.2006

Spyrjandi

Margrét Sigfúsdóttir
Íris Þorkelsdóttir

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru hveitibjöllur?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2006. Sótt 22. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5667.

Jón Már Halldórsson. (2006, 24. febrúar). Hvað eru hveitibjöllur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5667

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru hveitibjöllur?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2006. Vefsíða. 22. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5667>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hrafn Loftsson

1965

Hrafn Loftsson er dósent í tölvunarfræði við HR. Rannsóknir Hrafns eru á sviði máltækni sem er rannsóknar- og þróunarsvið hvers markmið er að þróa búnað sem getur unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu.