Gljátína (Niptus hololeucus) er hnattlaga bjöllutegund sem finnst víða um heim. Bjallan er 3-5 mm á lengd. Núverandi útbreiðsla gljátínu er í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu.
Kvendýrið verpir vanalega um 20-40 eggjum. Lirfurnar hafa hamskipti fjórum sinnum áður en þær púpa sig og myndbreyting verður. Eggin verða að fullþroska bjöllum á um 4-6 mánuðum. Gljátína þolir talsverðan kulda og heldur sig í rökum geymslum og kjöllurum þar sem hún fær að vera í friði og getur náð sér í æti.
Talsvert tjón hlýst af þessari bjöllutegund og þá sérstaklega vegna lirfanna sem geta valdið miklum spjöllum á matarbirgðum. Í Asíu valda lirfurnar umtalsverðu tjóni á korni og hrísgrjónum. Fullorðnar bjöllur eru einnig til vandræða, meðal annars naga þær göt á skinnfatnað.
Skoðið einnig svör sama höfundar við eftirfarandi spurningum Myndin er fengin af vefsetrinu Aide à la reconnaissance d'insectes et arachnides domiciliaires