Brunnklukkur eru svokallaðar vatnabjöllur sem eru einu skordýrin í íslenskri náttúru sem ala allan sinn aldur í vatni. Á Íslandi hafa fundist sex tegundir Vatnabjalla í tveimur ættum: vatnaklukkuætt (l. Haliplidae) og Brunnklukkuætt (l. Dytiscidae) sem telur alls fimm tegundir, lækjarklukku (l. Hydroporus nigrita), brunnklukka (l. Agapus bipustulatus), tjarnarklukka (l. Agapus uliginosus), grænlandsklukka (l. Colybetes dolabratus) og tegundina Oreaodytes sanmarki sem fannst nýlega undir Eyjafjöllum á Suðurlandi. Allar þessar tegundir eru fleygar.
Brunnklukkan er skæðasta rándýrið í hópi vatnaskordýra enda er hún vel útbúin með sterka bitkjálka. Þá notar hún til að bíta ýmis smádýr, meðal annars lirfur, í sundur. Til að fá súrefni fer brunnklukkan upp á yfirborðið og nær í loftbólu sem hún geymir síðan undir vængjum sínum. Hún notar svo súrefnið smám saman meðan hún athafnar sig í vatninu.
Myndir: BioImages - Virtual Field-Guide (Bretland)