Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er nóg að geyma farangur úti í kulda og frosti yfir nótt og þvo beint upp úr töskunum til að losna við silfurskottur sem gætu hafa fylgt manni frá útlöndum?

Jón Már Halldórsson

Silfurskottur (Lepisma saccharina) sækjast eftir dimmu, röku og hlýju umhverfi en kunna illa við sig utandyra. Algengast er að þær verpi í glufum og sprungum, og dimmum og rökum skotum í húsnæðinu. Nýklakið ungviði og ungviði á fyrstu stigum getur þó þvælst víða og berst auðveldlega í fatnað. Þannig geta menn borið skordýrin með sér á milli staða. Töskur og skór geta líka borið með sér egg og smáar silfurskottur. Ef grunur leikur á að silfurskottur hafi tekið sér far með ferðalöngum þá ætti því ekki eingöngu að huga að fatnaði heldur einnig að hreinsa töskur og fótabúnað.

Vægur kuldi nægir yfirleitt ekki til að drepa silfurskottur en hann getur hægt á efnaskiptahraða þeirra.

Silfurskottur og egg þeirra ættu ekki að lifa af þvott þannig að með því að setja fatnað strax í þvottavél er verulega dregið úr hættu á að „ferðasilfurskottur“ taki sér bólfestu á nýjum stað. Hins vegar er útikæling yfir nótt líklega ekki örugg aðferð til að hreinsa fatnað eða aðra hluti af silfurskottum, nema kuldinn sé þeim mun meiri. Vægur kuldi getur hægt á efnaskiptahraða skordýra en ræður ekki endilega niðurlögum þeirra.

Ef fólk vill nota kæliaðferðina þá ætti frekar að setja hlutinn sem um ræðir, hvort sem það er fatnaður eða annað, í frysti heldur en að treysta á næturfrostið. Víða í netheimum er mælt með þessari aðferð ef talin er hætta á að silfurskottur hafi verið að gæða sér á bókum eða blöðum, enda eru bækur ekki settar í þvottavélina með góðum árangri. Mælt er með því að hluturinn sé hafður í frosti í nokkra sólahringa til þess að tryggja árangur.

Rétt er að geta þess að mönnum stafar ekki hætta af silfurskottum en fáir sækjast þó eftir sambýli við þær.

Mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Þegar maður kemur frá útlöndum er þá nóg að geyma farangurinn úti yfir nótt, til dæmis í frosti og þvo svo þvottinn beint upp úr töskunum til að losna við silfurskottur sem hugsanlega hafa fylgt manni erlendis frá?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.3.2013

Spyrjandi

Ásdís Gunnarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er nóg að geyma farangur úti í kulda og frosti yfir nótt og þvo beint upp úr töskunum til að losna við silfurskottur sem gætu hafa fylgt manni frá útlöndum?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2013, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64148.

Jón Már Halldórsson. (2013, 6. mars). Er nóg að geyma farangur úti í kulda og frosti yfir nótt og þvo beint upp úr töskunum til að losna við silfurskottur sem gætu hafa fylgt manni frá útlöndum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64148

Jón Már Halldórsson. „Er nóg að geyma farangur úti í kulda og frosti yfir nótt og þvo beint upp úr töskunum til að losna við silfurskottur sem gætu hafa fylgt manni frá útlöndum?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2013. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64148>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er nóg að geyma farangur úti í kulda og frosti yfir nótt og þvo beint upp úr töskunum til að losna við silfurskottur sem gætu hafa fylgt manni frá útlöndum?
Silfurskottur (Lepisma saccharina) sækjast eftir dimmu, röku og hlýju umhverfi en kunna illa við sig utandyra. Algengast er að þær verpi í glufum og sprungum, og dimmum og rökum skotum í húsnæðinu. Nýklakið ungviði og ungviði á fyrstu stigum getur þó þvælst víða og berst auðveldlega í fatnað. Þannig geta menn borið skordýrin með sér á milli staða. Töskur og skór geta líka borið með sér egg og smáar silfurskottur. Ef grunur leikur á að silfurskottur hafi tekið sér far með ferðalöngum þá ætti því ekki eingöngu að huga að fatnaði heldur einnig að hreinsa töskur og fótabúnað.

Vægur kuldi nægir yfirleitt ekki til að drepa silfurskottur en hann getur hægt á efnaskiptahraða þeirra.

Silfurskottur og egg þeirra ættu ekki að lifa af þvott þannig að með því að setja fatnað strax í þvottavél er verulega dregið úr hættu á að „ferðasilfurskottur“ taki sér bólfestu á nýjum stað. Hins vegar er útikæling yfir nótt líklega ekki örugg aðferð til að hreinsa fatnað eða aðra hluti af silfurskottum, nema kuldinn sé þeim mun meiri. Vægur kuldi getur hægt á efnaskiptahraða skordýra en ræður ekki endilega niðurlögum þeirra.

Ef fólk vill nota kæliaðferðina þá ætti frekar að setja hlutinn sem um ræðir, hvort sem það er fatnaður eða annað, í frysti heldur en að treysta á næturfrostið. Víða í netheimum er mælt með þessari aðferð ef talin er hætta á að silfurskottur hafi verið að gæða sér á bókum eða blöðum, enda eru bækur ekki settar í þvottavélina með góðum árangri. Mælt er með því að hluturinn sé hafður í frosti í nokkra sólahringa til þess að tryggja árangur.

Rétt er að geta þess að mönnum stafar ekki hætta af silfurskottum en fáir sækjast þó eftir sambýli við þær.

Mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Þegar maður kemur frá útlöndum er þá nóg að geyma farangurinn úti yfir nótt, til dæmis í frosti og þvo svo þvottinn beint upp úr töskunum til að losna við silfurskottur sem hugsanlega hafa fylgt manni erlendis frá?
...