Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju líður yfir fólk og hvað gerist í líkamanum sem veldur yfirliðinu?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Það líður yfir fólk vegna tímabundins skorts á blóði og þar með súrefni til heilans. Þegar það gerist missir fólk meðvitund í skamma stund. Ólíkt því sem gerist við flog endurheimtar fólk sem hefur fallið í yfirlið árvekni fljótlega eftir að meðvitund næst aftur.

Margt getur leitt til þess að það dregur tímabundið úr blóðflæði til heilans. Stundum tengist það hjartanu en oftar er þó um að ræða ástand sem kemur hjartanu ekki við. Þar má nefna yfirlið eftir að maður í liggjandi eða sitjandi stöðu stendur skyndilega á fætur. Við það getur blóðþrýstingur fallið það mikið að nægt blóð kemst ekki til heilans efst í líkamanum og það líður yfir viðkomandi. Ofþornun getur einnig leitt til blóðþrýstingsfalls með sömu afleiðingum. Enn fremur geta blóðþrýstingslyf haft sömu áhrif ef þau eru ekki tekin á réttan hátt og í réttum skömmtum.

Sykursýki, taugakvillar í fótleggjum aldraðra og Parkinsonssjúkdómur eru dæmi um sjúkdóma sem geta haft yfirlið í för með sér. Þessir sjúkdómar geta valdið því að heildarblóðrúmmálið og/eða vöðvaspenna í fótleggjum minnkar. Afleiðingarnar eru þær að dreifing blóðs um líkamann truflast þannig að í standandi stöðu verður of mikið blóð í fótleggjum en of lítið berst til höfuðsins.

Ýmislegt getur orsakað yfirlið. Til dæmis féll kvenkyns aðdáandi fótboltakappans Davids Beckhams í yfirlið eftir að goðið smellti kossi á kinn hennar.

Það er vel þekkt að það líður yfir suma þegar þeir sjá blóð eða við vissar kringumstæður eins og eftir þvaglát, hægðir eða hósta. Slíkt gerist vegna viðbragðs sjálfvirka taugakerfisins sem leiðir til þess að það hægir á hjartslættinum og æðar í fótleggjum víkka út með þeim afleiðingum að blóðið berst þangað í stað þess að fara upp til heila. Yfirliði af þessum toga fylgir oft ógleði, svitamyndun og slappleiki rétt áður en fólk missir meðvitund.

Heilablóðfall, mígrenikast og hjartakvillar af ýmsum toga geta einnig leitt til tímabundins meðvitundarleysis.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

18.2.2008

Síðast uppfært

27.6.2018

Spyrjandi

Markús Benediktsson
Eva Árnadóttir
Bjarni Barkarson
Sigurrós Óskarsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju líður yfir fólk og hvað gerist í líkamanum sem veldur yfirliðinu?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2008, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7073.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2008, 18. febrúar). Af hverju líður yfir fólk og hvað gerist í líkamanum sem veldur yfirliðinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7073

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju líður yfir fólk og hvað gerist í líkamanum sem veldur yfirliðinu?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2008. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7073>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju líður yfir fólk og hvað gerist í líkamanum sem veldur yfirliðinu?
Það líður yfir fólk vegna tímabundins skorts á blóði og þar með súrefni til heilans. Þegar það gerist missir fólk meðvitund í skamma stund. Ólíkt því sem gerist við flog endurheimtar fólk sem hefur fallið í yfirlið árvekni fljótlega eftir að meðvitund næst aftur.

Margt getur leitt til þess að það dregur tímabundið úr blóðflæði til heilans. Stundum tengist það hjartanu en oftar er þó um að ræða ástand sem kemur hjartanu ekki við. Þar má nefna yfirlið eftir að maður í liggjandi eða sitjandi stöðu stendur skyndilega á fætur. Við það getur blóðþrýstingur fallið það mikið að nægt blóð kemst ekki til heilans efst í líkamanum og það líður yfir viðkomandi. Ofþornun getur einnig leitt til blóðþrýstingsfalls með sömu afleiðingum. Enn fremur geta blóðþrýstingslyf haft sömu áhrif ef þau eru ekki tekin á réttan hátt og í réttum skömmtum.

Sykursýki, taugakvillar í fótleggjum aldraðra og Parkinsonssjúkdómur eru dæmi um sjúkdóma sem geta haft yfirlið í för með sér. Þessir sjúkdómar geta valdið því að heildarblóðrúmmálið og/eða vöðvaspenna í fótleggjum minnkar. Afleiðingarnar eru þær að dreifing blóðs um líkamann truflast þannig að í standandi stöðu verður of mikið blóð í fótleggjum en of lítið berst til höfuðsins.

Ýmislegt getur orsakað yfirlið. Til dæmis féll kvenkyns aðdáandi fótboltakappans Davids Beckhams í yfirlið eftir að goðið smellti kossi á kinn hennar.

Það er vel þekkt að það líður yfir suma þegar þeir sjá blóð eða við vissar kringumstæður eins og eftir þvaglát, hægðir eða hósta. Slíkt gerist vegna viðbragðs sjálfvirka taugakerfisins sem leiðir til þess að það hægir á hjartslættinum og æðar í fótleggjum víkka út með þeim afleiðingum að blóðið berst þangað í stað þess að fara upp til heila. Yfirliði af þessum toga fylgir oft ógleði, svitamyndun og slappleiki rétt áður en fólk missir meðvitund.

Heilablóðfall, mígrenikast og hjartakvillar af ýmsum toga geta einnig leitt til tímabundins meðvitundarleysis.

Heimildir og mynd:

...