Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig starfar mannsheilinn? Hverjar eru helstu heilastöðvarnar?

Valtýr Stefánsson Thors

Mannsheilinn er geysilega flókið líffæri og ekki þekkt fullkomlega. Hins vegar hafa menn í aldanna rás lært mikið um starfsemi þessarar stjórnstöðvar mannslíkamans. Heilabörkurinn er sá hluti heilans sem er þróunarlega yngstur og þar liggja meðal annars stjórnstöðvar fyrir hreyfingar og skynjun. Heilabörkurinn liggur yfir heilanum. Mannsheilanum er skipt í tvo hluta, hvelaheilann (cerebrum) og litla heila (cerebellum). Hvelaheilanum er skipt í hægra og vinstra heilahvel og hann er þannig uppbyggður að vinstri hluti heilans stjórnar hægri hluta líkamans og öfugt. Litli heili er útvöxtur úr heilastofninum og liggur neðanvert við hvelaheilann.

Heilahvelunum er skipt eftir starfsemi í ennisblað, hvirfilblað, hnakkablað, og gagnaugablöð.

Ennisblað (lobus frontalis):

Í ennisblaðinu er aðalmiðstöð hreyfifærni þaðan sem boð eru send niður mænuna til vöðva líkamans og þeim gefin fyrirmæli um ákveðnar hreyfingar. Í ennisblaðinu eru einnig sérstakar stöðvar fyrir stjórn augnhreyfinga og á vinstra heilahveli er málstöð sem stjórnar tali og samræðum.

Neðanvert á framheilanum og í heilaberkinum (prefrontal cortex) er svæði sem hefur með minni, tilfinningar og vitrænar aðgerðir að gera. Þetta svæði stjórnar hegðun með tilvísun í dómgreind og forsjálni.

Hvirfilblað (lobus parietalis):

Hvirfilblaðið er fyrst og fremst skynsvæði. Þessi svæði fá boð frá taugaendum víðsvegar um líkamann sem berast upp eftir mænunni og enda í heilaberkinum þar sem unnið er úr upplýsingunum. Aðalsvæðið sér um skynjun og stöðu fótanna (proprioception), nákvæmt snertiskyn og skynjun hraða og hröðunar. Önnur svæði í hvirfilblaðinu sjá um samhæfingu skynjana, málskilningi og fleira.

Hnakkablað (lobus occipitalis):

Mikilvægasta hlutverk hnakkablaðsins er sjónskyn og einnig umsjón með rúmfræðilegri afstöðu hluta í sjónsviðinu ásamt öðrum sjón- og minnistengdum atriðum.

Gagnaugablöð (lobi temporales):

Miðstöð heyrnarskyns er í þessum blöðum sem staðsett eru hliðlægt sitt hvoru megin á heilanum. Svæði tengd þessu svæði eru þannig skipulögð að vinstra megin er aðalstöð málskilnings en sama svæði hinu megin sér meðal annars um skynjun á tónum og hljóðstyrk.

Neðantil á heilanum er svæði sem kallað hefur verið dreki (hippocampus). Þetta svæði er talið gegna mikilvægu hlutverki í minni og getu til að læra.

Litli heili (cerebellum):

Litli heili er miðstöð upplýsinga um jafnvægi og stjórnar samhæfingu hreyfinga, krafti þeirra og lengd í tíma. Þar eru geymdar upplýsingar um lærðar hreyfingar, svo sem hvernig á að hjóla. Litli heili fær boð frá völundarhúsinu í innra eyranu um jafnvægi og vinnur síðan úr þeim boðum og sendir áfram til annarra svæða í heilanum.

Eins og gefur að skilja er þetta nokkuð einfölduð mynd af starfsemi heilans og vert er að geta þess að tengingar á milli þessara stöðva og annarra eru gríðarlega víðtækar.

Sjá einnig svar Jörgens Pind við spurningunni Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna?


Mynd: Evolution of the Human Brain

Höfundur

Útgáfudagur

17.10.2000

Spyrjandi

Jóhann Davíð Ísaksson,
Dagur Snær Sævarsson og Linda Stefánsdóttir

Tilvísun

Valtýr Stefánsson Thors. „Hvernig starfar mannsheilinn? Hverjar eru helstu heilastöðvarnar?“ Vísindavefurinn, 17. október 2000, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=999.

Valtýr Stefánsson Thors. (2000, 17. október). Hvernig starfar mannsheilinn? Hverjar eru helstu heilastöðvarnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=999

Valtýr Stefánsson Thors. „Hvernig starfar mannsheilinn? Hverjar eru helstu heilastöðvarnar?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2000. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=999>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig starfar mannsheilinn? Hverjar eru helstu heilastöðvarnar?
Mannsheilinn er geysilega flókið líffæri og ekki þekkt fullkomlega. Hins vegar hafa menn í aldanna rás lært mikið um starfsemi þessarar stjórnstöðvar mannslíkamans. Heilabörkurinn er sá hluti heilans sem er þróunarlega yngstur og þar liggja meðal annars stjórnstöðvar fyrir hreyfingar og skynjun. Heilabörkurinn liggur yfir heilanum. Mannsheilanum er skipt í tvo hluta, hvelaheilann (cerebrum) og litla heila (cerebellum). Hvelaheilanum er skipt í hægra og vinstra heilahvel og hann er þannig uppbyggður að vinstri hluti heilans stjórnar hægri hluta líkamans og öfugt. Litli heili er útvöxtur úr heilastofninum og liggur neðanvert við hvelaheilann.

Heilahvelunum er skipt eftir starfsemi í ennisblað, hvirfilblað, hnakkablað, og gagnaugablöð.

Ennisblað (lobus frontalis):

Í ennisblaðinu er aðalmiðstöð hreyfifærni þaðan sem boð eru send niður mænuna til vöðva líkamans og þeim gefin fyrirmæli um ákveðnar hreyfingar. Í ennisblaðinu eru einnig sérstakar stöðvar fyrir stjórn augnhreyfinga og á vinstra heilahveli er málstöð sem stjórnar tali og samræðum.

Neðanvert á framheilanum og í heilaberkinum (prefrontal cortex) er svæði sem hefur með minni, tilfinningar og vitrænar aðgerðir að gera. Þetta svæði stjórnar hegðun með tilvísun í dómgreind og forsjálni.

Hvirfilblað (lobus parietalis):

Hvirfilblaðið er fyrst og fremst skynsvæði. Þessi svæði fá boð frá taugaendum víðsvegar um líkamann sem berast upp eftir mænunni og enda í heilaberkinum þar sem unnið er úr upplýsingunum. Aðalsvæðið sér um skynjun og stöðu fótanna (proprioception), nákvæmt snertiskyn og skynjun hraða og hröðunar. Önnur svæði í hvirfilblaðinu sjá um samhæfingu skynjana, málskilningi og fleira.

Hnakkablað (lobus occipitalis):

Mikilvægasta hlutverk hnakkablaðsins er sjónskyn og einnig umsjón með rúmfræðilegri afstöðu hluta í sjónsviðinu ásamt öðrum sjón- og minnistengdum atriðum.

Gagnaugablöð (lobi temporales):

Miðstöð heyrnarskyns er í þessum blöðum sem staðsett eru hliðlægt sitt hvoru megin á heilanum. Svæði tengd þessu svæði eru þannig skipulögð að vinstra megin er aðalstöð málskilnings en sama svæði hinu megin sér meðal annars um skynjun á tónum og hljóðstyrk.

Neðantil á heilanum er svæði sem kallað hefur verið dreki (hippocampus). Þetta svæði er talið gegna mikilvægu hlutverki í minni og getu til að læra.

Litli heili (cerebellum):

Litli heili er miðstöð upplýsinga um jafnvægi og stjórnar samhæfingu hreyfinga, krafti þeirra og lengd í tíma. Þar eru geymdar upplýsingar um lærðar hreyfingar, svo sem hvernig á að hjóla. Litli heili fær boð frá völundarhúsinu í innra eyranu um jafnvægi og vinnur síðan úr þeim boðum og sendir áfram til annarra svæða í heilanum.

Eins og gefur að skilja er þetta nokkuð einfölduð mynd af starfsemi heilans og vert er að geta þess að tengingar á milli þessara stöðva og annarra eru gríðarlega víðtækar.

Sjá einnig svar Jörgens Pind við spurningunni Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna?


Mynd: Evolution of the Human Brain...